Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 60

Réttur - 01.02.1937, Page 60
árum útrýmt svo algerlega fátæktinni, að hennar sjá- ist lengur engin merki?“ (Réponse á André Gide). Gide hneykslast á mörgu fleira, honum þykir einlitur svipur á öllu, jafnt hugsun og skoðunum, húsgögnum og búningi, ofbýður sannfæringin og trúin á flokk og íorustu, saknar gagnrýni, saknar fjölbreyttni, saknar þæginda og ljúffengra rétta, saknar borgaralegrar fágunar, dásamar þó einlægnina, kraftinn, afrekin, finnur að og hrósar, án samkvæmni, oft í hrópandi mótsögn. Sérstaklega þykir Gide lítið um frelsi í Sovéti’íkjunum, sjálfstæði einstaklingsins í hugsun og framkomu! I stuttu máli: André Gide varð fyrir vonbrigðum í Sovétríkjunum, sárum vonbrigðum. Hann hafði gert sér vonir um þau sem ríki hins fullkomna persónulega. frjálsræðis, eins og hann hafði skilið það eða látið sig dreyma um það í sínum andlegu hæðum. André Gide er mikill snillingur, háfleygur andi, hefir þráð mann- lega fullkomnun í persónulegum þroska, fágun og- sjálfstæði einstaklingsins. Allt í einu trúði hann, að ósk sín væri raungerð, dró draummynd hennar í skáldskap sínum. Þessa mynd draumhuga síns bjóst hann við að sjá í hverjum einstakling Sovétríkjanna. En í staðinn sér hann bisandi alþýðu, alla eins búna, alla eins hugar og einnar skoðunar, byggjandi hús, smíðandi vélar, steypandi járn, lesandi félagsfræði, skýrandi skáldskap á einn veg, fullkomið einræmi og samræmi, þar sem hann bjóst við fjölbreyttni og lit- auðgi einstaklinga. Vonbrigði André Gides eru skilj- anleg, hins andlega, fágaða borgara, er engin kynni hafði áður af alþýðufólki, en tók allan samanburð frá fáguðustu stétt Frakklands og draummyndum síns eigin hugar. Fasistar og íhaldsmenn, allur fjandmannahópur al- þýðannar, hefir ginið við ummælura André Gides, hins eina stórmennis, er til Sovétríkjanna hefir ferðast og komið vonsvikið til baka. 188

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.