Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 9

Réttur - 01.01.1940, Page 9
önnur afleiðing þessarar þróunar var sú, að útflutn- ingur auðmagns ryður sér mjög til rúms. IJað þýddi um leið aukinn vöruútflutning og útbreiðslu kapitalist- iskra framleiðsluhátta til yztu endimarka jarðarinnar. Árið 1910 nam auðmagn Breta í öðrum löndum 70 miiljörðum marka, Pýzkaland átti 35 milljarða, Banda- ríkin 8 milljarða. Tuttugu árum síðar eru erlendar eignir Bretlands 76 milljarðar, Pýzkalands um 4 millj- arðar, en Bandaríkin eiga 66 milljarða erlendis. Pað er eftirtektarvert, hve mjög þróunin hefur verið ójöfn 1 þessum efnum. Tekjur auðvaldsstórveldanna af þéss- um erlenda auði eru gifurlegar. Árið 1929 eru tekjur Bretlands af löngum ilánum 1.219 mill. gulldollara, tekjur Bandaríkjanna 876 mill., tekjur Frakklands 176 mill., tekjur Japans 45 mill. Pannig mala frumstæð lönd og nýlendur ógrynni gulls á ári hverju fyrir hina miklu auðjötna heimsin^. Pað er þvi engin furða þótt barátta stórveldanna um nýlendur sé bæði grimm og löng. Próun einokunarauðmagnsins útrýmir hinni frjálsu samkeppni innan landamæra hinna einstöku landa. Pau hlaða himinháa tollmúra utan um sjálf sig til þess að tryggja sér heimamarkaðinn. Samkeppnin leit- ar þá út á við, til erlendra markaða. öllum ráðum er beitt til þess að ná inngöngu fyrir vörur sínar, ef „friðsamleg” meðul duga ekki, þá er beitt vopnavaldi. Auðvaldið skapar alþjóðleg viðskipti og vöruflutninga. Hvorttveggja er þvi lífsnauðsyn, en jafnframt þessu er því „lífsnauðsyn” að ripta þessum AÚðskiptum og gerast sjálfu sér nægt. Pað gerir því söguleg afrek sín að engu og staðfestir þannig, svo ekki verður um villst, að auðvaldsskipulagið er hverfult fyrirbrigði sögunnar, sem komið er í þrot fyrir eigin atgei'ðir. Hafi það til þessa ríkt sem ljón, er nú svo komið, að það deyr sem hundur. 9

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.