Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 10
III.
Heimsstyrjöldin 1914—18 var stórkostlegasta afk
raun er stórveldi nútímans höfðu þreytt með sér. Á
slríðsárunum voru vígbúnar alls um 65 mill. manna.
Af þeim féllu um 10 mill., 7 mill. urðu örkumla. Að
stríðinu loknu dóu um 10 millj. manna úr drepsóttum
og hallæri, er ófriðurinn hafði valdið. 3200 skip, eða
13 mill. tonna, lágu á hafsbotni. „Kostnaður” stríðsins
var lalinn 270 milljarðar gulldollara, þótt það raunar
gangi ósvífni næst að túlka stríðið í tölum og færa það
til verðs. Pað má því með sanni segja, að baráttan fyr-
ir „frelsinu” og „menningunni” hafi reynst mönnunum
alldýr. Hið vinnandi mannkyn hefur orðið að bera
drápsklyfjar heimsófriðarins í tuttugu ár og nú hefur
nýju veraldarstríði verið bætt á þess bogna bak.. En
það væri þó synd að segja, að allir hefðu farið slyppir
og snauðir út úr heimsófriðnum. Sigurvegararnir
tryggðu sér álitlegan hluta úr þrotabúinu. Um það fór-
ust Loyd George svo orð eftir stríðslokin: „Sannleik-
urinn er sá, að við höfum komið fram vilja okkar. Yið
höfum fengið flest af því, er við ætluðum okkur....
Pýzki flotinn hefur verið afhentur, bæði herflotinn og
verzunarflotinn, og nýlendur I’ýzkalands hafa verið
látnar af hendi. Einhver hinn hættulegasti keppinaut-
ur okkar í verzlun hefur fengið alvarlega útreið, og
bandamenn okkar eru um það bil að verða aðallánar-
drottnar hans. Allt þetta er ekki lítill árangur”. Já,
þetta var vissulega ekki lítil árangur! Pýzkaland varð
að láta af hendi um 3 millj. ferkm. og 12 millj. nýlendu-
búa, og fékk England um 2 mill. ferkm. og 6 mill.
ibúa. En hitt var þó kannski enn þýðingarmeira, að
Þýzkaland var klippt á hæl og tá. Pað missti um 7
mill. ha. af heimalandi sínu og um 6 mill. íbúa. Af-
leiðing þessa var sú, að Pjóðverjar misstu um 12% af
kornframleiðslu sinni og meira en 12% af búpeningi
sínum. Auk þessa misstu þeir 68% af zinkframleiðslu
sinni, 26% af blýmálmi, % af járnmálmi og */b af
10