Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 17

Réttur - 01.01.1940, Page 17
/ að neita að berjast, heldur að berjast sem sósíalisti, iyr- ir falli yfiráðastéttarinnar í öllum stríðslöndum, fyrir valdatöku verkalýðsins, fyrir. frelsi nýlendnanna og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Pað þýðir að \erkalýð- urinn má ekki linna á- stéttabaráttu sinni meðan á s'yrjöldinni stendur, hann verður að halda fast við bar- dagarétt sinn og beita honum gegn kúgurum sínum og kvölurum. Mitt í ógnum stríðsins verður verlcamaður- inn, hverrar þjóðar sem hann er, hvort sem hann er staddur á vígvellinum eða við vinnu sina, að starfa í þjónustu sósíalistiskrar hugsjónar. Ef sósíalisminn sigrar ekki í þessu stríði, þá er greinilegt hvað við tekur að styrjöldinni lokinni. Tutt- ugu ára reynsla vopnahlésins hefur fært mönnum heim sanninn um það, hvernig auðvaldssigur og auð- valdsfriður lítur út. Mennirnir hafa fengið sig fullsadda af hvorutveggja. Ef Þýzkaland gengur sigri hrósandi nt úr þessu stríði gerir það alla Vestur-Evrópu að ný- lendu sinni. P*að mun fara ránshendi um eignir og menningu Evrópu, afnema þær fátæklegu leifar al- mennra og pólitískra mannréttinda, sem þar hafa ver- ið, halda áfram vígbúnaði sínum til frekari landvinn- inga og þrotlausra mannvíga. Framundan verður glórulaust svartnætti fasistiskrar villmennsku og þýzks herradóms í miklum hluta heims. Ef England sigrar mun nýr Versalafriður renna upp, í nýrri og verri útgáfu. Petta er ekki sagt út í loftið né heldur til að kasta hnjóðsyrðum að þjóð, sem verður nú þessa dagana að bera syndir fortíðar sinnar og ábyrgð- arlausrar og hörmulegrar stjórnar, er hefur fleygt henni út í vonlitla styrjöld. Þetta er sagt með tilliti til ummæla ýmsra málsmetandi Englendinga. Pað skilur m. a. milli núverandi styrjaldar og hins gamla heimsófriðar, að nú þegar í byrjun stríðsins hafa vaxið upp heilar bókmenntir, er fjalla um það sem koma skal, um skipun mála heimsins að ófriði loknum. Einkum hefur þessa orðið vart i herbúðum Banda- 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.