Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 27

Réttur - 01.01.1940, Page 27
greiða stúlkunni kaup og síðan að ráða sér rnann til þess að uppfylla hennar kvenlegu nauðþurftir, svo hún tolli hjá honum!” Og Guðni stakk veðurbitnu þúfunef- inu beint upp í loftið og hristist allur af hlátri eins og samanrekinn líkaminn hefði fengið flog. „Hvað segir þú um þetta, Geiri”, mælti Tobías. „Eg álít sjálfsagt fyrir okkur að reyna. Pað ætti að taka margt ómakið af okkur. Hugsaðu hvað það væri notalegt að koma heim að heitum mat, þegar maður er þreyttur og kaldur, — að ég nú ekki tali um glóðvolgan kvenfaðminn”. „Líklega er réttast fyrir okkur að reyna þetta. Eg vil helzt fá stúlku með krakka”. „Parna sjáið þið!” sagði Guðni og fékk nýtt hláturs- kast. Jafnvel prófastur brosti í laumi. „Pað er ekki af því”, sagði Tobbi og roðnaði ofurhtið, „en bæði er það, að hún mundi tolla betur, þvi slíkar stúlkur eiga um færra að velja, og í öðru lagi væri hægt að nota krakkann til einhvers, ef einhver döngun væri j honum”. „Petta er alveg rétt hjá honum”, sagði prófastur og nú færðist aftur yfir andlit hans virðulegur alvöru- svipur. „Eg tek ekki í mál að fá eldri stúlku en 15—16 ára”, sagði Geiri. „Eg vil sjálfur hræra í miinum grautar- potti”. „Pú gætir nú keypt köttinn í sekknum fyrir því”, sagði prófastur. „Eg er þeirrar skoðunar, að ofurlítil lifsreynsla saki ekki”. „Nei, ég held mig við það, að hún hafi stálpaðan krakka. Þið sjáið það líka, að hún hlyti að verða kaup- lægri vegna barnsins og það ætti ekki að vera mjög til- finnanlegt fyrir okkur að gefa einu barni að éta”. „Já, hvað ætturrt við að bjóða henni hátt lcaup?” „Veit ekki hvað segja skal”. „Pið ættuð ekki að þurfa að greiða henni meira en i 27

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.