Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 29

Réttur - 01.01.1940, Side 29
Innlend víðsjá 4 Landssamaband íslenzkra stéttarfélaga stofnað. 11. nóv. síðastliðinn var stofnað „Landssamband íslenzkra stéttarfélaga”. Að stofnuninni stóðu 22 verkalýðs- og iðn- félög, þar á meðal ýms stærstu og öflugustu félögin í land- inu, svo sem Verkamannafélagið „Dagsbrún” í Reykjavík, „Hlíf” í Hafnarfirði og verkalýðsfélögin í Vestmannaeyj- um, Siglufirði og Neskaupstað; ennfremur flest helztu iðn- félögin í Reykjavík. Stofnun þessa sambands á sér allmerkilega forsögu. Á þingi Alþýðusambandsins haustið 1938 voru samþykkt ný lög fyrir Alþýðusambandið, sem eigi aðeins staðfestu gömlu einræðisákvæðin um réttleysi allra þeirra semiekki eru Al- þýðuflokksmenn, heldur bættu við nýjum ákvæðum um ein- veldi stjómar Alþýðuflokksins yfir verkalýðsfélögunum. Þing þetta var í alla staði ólöglegt og hin nýju lög „sam- þykkt” gegn vilja meirihluta fulltrúanna, eftir að allt að helmingur þeirra hafði yfirgefið þingið í mótmælaskyni við lögleysur þær, sem þar voru hafðar í frammi. Félög þau, sem þannig var ekki lengur vært í Alþýðusambandinu mynduðu nú með sér „Bandalag íslenzkra stéttafélaga", sem hafði það markmið a* vinna að sameiningu íslenzkra verkalýðsfélaga í eitt frjálst samband, óháð stjómmála- flokkum. Stjóm Alþýðusambandsins tók nú að ofsækja þessi félög í því augnamiði að kljúfa þau, og í Hafnarfirði var svo byrjað á einni slíkri tilraim í stórum stíl, með þvi að kljúfa Verkamannafélagið „Hlíf’. Gamla félagið átti að eyðileggja með skipulagðri atvinnkúgun, þar sem klofn- ingsfélagið átti að sitja fyrir allri vinnu hjá bænum og öll- um þeim fyrirtækjum, sem foringjar Alþýðuflokksins hafa ítök i. „Hlíf” lagði út í verkfall og sigraði. Hún var viður- kennd af Félagsdómi sem réttur samningsaðili fyrir verka- menn í bænum. 29

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.