Réttur


Réttur - 01.01.1940, Síða 29

Réttur - 01.01.1940, Síða 29
Innlend víðsjá 4 Landssamaband íslenzkra stéttarfélaga stofnað. 11. nóv. síðastliðinn var stofnað „Landssamband íslenzkra stéttarfélaga”. Að stofnuninni stóðu 22 verkalýðs- og iðn- félög, þar á meðal ýms stærstu og öflugustu félögin í land- inu, svo sem Verkamannafélagið „Dagsbrún” í Reykjavík, „Hlíf” í Hafnarfirði og verkalýðsfélögin í Vestmannaeyj- um, Siglufirði og Neskaupstað; ennfremur flest helztu iðn- félögin í Reykjavík. Stofnun þessa sambands á sér allmerkilega forsögu. Á þingi Alþýðusambandsins haustið 1938 voru samþykkt ný lög fyrir Alþýðusambandið, sem eigi aðeins staðfestu gömlu einræðisákvæðin um réttleysi allra þeirra semiekki eru Al- þýðuflokksmenn, heldur bættu við nýjum ákvæðum um ein- veldi stjómar Alþýðuflokksins yfir verkalýðsfélögunum. Þing þetta var í alla staði ólöglegt og hin nýju lög „sam- þykkt” gegn vilja meirihluta fulltrúanna, eftir að allt að helmingur þeirra hafði yfirgefið þingið í mótmælaskyni við lögleysur þær, sem þar voru hafðar í frammi. Félög þau, sem þannig var ekki lengur vært í Alþýðusambandinu mynduðu nú með sér „Bandalag íslenzkra stéttafélaga", sem hafði það markmið a* vinna að sameiningu íslenzkra verkalýðsfélaga í eitt frjálst samband, óháð stjómmála- flokkum. Stjóm Alþýðusambandsins tók nú að ofsækja þessi félög í því augnamiði að kljúfa þau, og í Hafnarfirði var svo byrjað á einni slíkri tilraim í stórum stíl, með þvi að kljúfa Verkamannafélagið „Hlíf’. Gamla félagið átti að eyðileggja með skipulagðri atvinnkúgun, þar sem klofn- ingsfélagið átti að sitja fyrir allri vinnu hjá bænum og öll- um þeim fyrirtækjum, sem foringjar Alþýðuflokksins hafa ítök i. „Hlíf” lagði út í verkfall og sigraði. Hún var viður- kennd af Félagsdómi sem réttur samningsaðili fyrir verka- menn í bænum. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.