Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 30

Réttur - 01.01.1940, Side 30
„Bandalag stéttafélaganna” gekkst svo fynr stofnun Landssambandsins síðastliðið haust. Stofnþingið, sem 80 fulltrúar viðsvegar af landinu áttu sæti á, lýsti því yfir sem höfuðtilgangi sínum að sameina öll samtök launþega í eitt óháð samband á lýðræðisgrundvelli, og lýsti sig reiðu- búiði að taka hvenær sem er upp samninga við Alþýðusam- bandið um sameiningu sambandanna á þessum grundvelli. Þvingunarlögin gegn verkalýðsfélögunum. Landsambandið hefur átt við afarerfið skilyrði að búa síðan það var stofnað. Það hefur göngu sína mitt í algleym- ingi pólitísks afturhalds. Annarsvegar er að þvi sótt af stjóm Alþýðusambandsins, sem nýtur stuðnings ríkisvalds- ins til skipulagðra pólitískra ofsókna, og hinsvegar af rík- isvaldinu sjálfu með þvingunarlögum, sem banna verkalýðs- félögunum, eigi aðeins að beita verkföllum heldur og að gera samninga við atvinnurekendúr um kaup og kjör. Með breytingu þeirri sem gerð var á lögum um gengis- skráningu o. fl. á haustþinginu 1939 voru þessi þvingunar- lög fullkomnuð. Meginákvæði þessara laga eru eftirfarandi: 1. Samningsrétturinn er tekinn af verkalýðsfélögunum um kaup og kjör meðlima sinna allt árið 1940. 2. Kaupgjald getur ekki hækkað nema á þriggja mánaða fresti og aldrei nema um hluta af „dýrtíðinni”, eins og hún er reiknuð út af þeim sem þar til eru settir, hæst 80% og lægst 50% af verðlagshækkuninni. 3. Þriggja manna nefnd, skipuð af Hæstarétti, Alþýðu- sambandinu og Vinnuveitendafélaginu, skal, ásamt Hagstofu Islands, annast útreikning framfærslukostnaðar, miðað við meðalverð mánuðina jan.—marz 1939. Verkamenn hafa nú þegar fengið reynslu af þessu fyr- / irkomulagi. Meðan verðlag hækkar um allt að 40% hækk- ar kaupið í hæsta lagi um tæp 16%. Þannig fer fram reglu- bundin raunveruleg kauplækkun án nokkurra takmarka, án þess verkamenn fái rönd við reist. Ihaldið vinnur Dagsbrún. En langstærsta áfallið sem Landssambandið og verka- 30

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.