Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 35

Réttur - 01.01.1940, Side 35
Tillögur Sósíalistaflokksins. Þegar styrjöldin breiddist til Norðurlanda í byrjun apríl- mánaðar, missti Island um það bil helming af þeim við- skiptum, sem það hafði við önnur lönd fyrir stríðið. Ekki virtist þjóðstjómarliðið rumska neitt við þessi tíðindi, nema konungsvaldið var flutt inn í landið í daucans ofboði. En þingmenn Sósíalistaflokksins fluttu eftirfarandi þings- ályktunartillögu í sameinuðu Alþingi: „Alþingi ályktar að gera nú þegar, sökum þess háska er yfir þjóðinni vofir af völdum ófriðarins, gagngerðar ráð- stafanir til að tryggja svo sem framast er unnt líf, öryggi og afkomu allra þjóðfélagsþegna. Álítur Alþingi óhjákvæmi- legt, að á slíkum tímum sé eitt látið yfir alla ganga og því beri sérstaklega að gera ,eftirfarandi ráðstafanir: 1. Að koma upp margháttuðum atvinnuframkvæmdum til að bæta upp það atvinnutjón, sem verður af völdum styrjaldarinnar, jafnframt með það fyrir augum, að hag- nýta sem bezt gæði landsins til að afla þjóðinni nauðsynja. 2. Að afnema allar hömlur sem standa í vegi fyrir því að kaup verkafólks og láglaunamanna geti hækkað í réttu hlutfalli við hækkað verðiag. 3. Að hlutast til um að framfærslustyrkur og aðrir op- inberir styrkir hækki að fullu í hlutfalli við aukinn fram- færslukostnað. 4. Að koma upp skömmtun á nauðsynjavörum, sem horf- ur eru á að ekki verði hægt að afla nægilegt af, og nái sú skömmtun til allra. 5. Innflutningur á óþarfa vörum, þar með- talið áfengi, verði bannað, að svo miklu leyti, sem telja má að ekki verði fyllilega nægur gjaldeyrir til innflutnings á nauðsynja- vörum. 6. Ef skortur verður á húsnæði, að taka leigunámi þá hluta stóríbúða, sem óþarft má telja að eigandi noti til eig- in þarfa. 7. Að láta framkvæma tafarlaust hinn ýtrasta sparnað í þjóðarbúinu, afnema aukagreiðslur og aðrar óþarfa 35

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar: 1. Hefti - Megintexti (01.01.1940)
https://timarit.is/issue/283167

Link til denne side:

Link til denne artikel: Veraldarstríð og verkalýðshreyfing.
https://timarit.is/gegnir/991006539219706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Hefti - Megintexti (01.01.1940)

Handlinger: