Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 37

Réttur - 01.01.1940, Side 37
qt Á þessum tímum hefur íslenzka þjóðin ekki ráð á að búa við stjóm, sem þverskallast við aðl gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, til að afstýra hallæri meðal mikils hluta íbúanna. Vilji ríkisstjórain ekki sinna þessum frum- stseðustu kröfum, hlýtur það að vera nauðvöm fólksins að sameinast — án tillits til þess hvar í flokki menn standa — um að koma þessari stjóm frá og velja sér trúnaðarmenn, sem duga betur. Og að lokum: öll þjóðin verður að mótmæla einum rómi, ef sjálfstæði hennar og hlutleysi verður skert, hver sem í hlut á. Enda þótt vér fáum ekki reist rönd við ofbeldinu, verður að líta á hvem þann, sem varg í véum, sem reynir að sljóvga meðvitund þjóðarinnar um rétt sinn, eða aðstoða erlent vald til að festa sig í sessi í landinu. Islendingar! Höldum fast á rétti vorum til sjálfstæðis. Verkamenn, bændur, fiskimenn, starfandi menn í bæjum og sveitum! Skipum oss þéttar saman um rétt vorn til að lifa í landinu og njóta þess, sem vér öflum”. # Finnagaldur, stríð gegn Sovét-lýðveldunum, ofsóknir gegn Sósíalistafloklmum. Styrjöldin milli finnsku hvítliðanna og Sovétlýðveldanna var heldur en ekki hvalreki fyrir afturhaldið hér heima. Óvænt tækifæri til að beina huganum frá hinum óþægi- legu viðfangsefnum í landinu sjálfu. Flestir munu nú hafa áttað sig til fulls á þvi, að þessi styrjöld var ekki stríð milli Finnlands og Rússlands út af fyrir sig, eins og margsinnis hefur verið viðurkennt bæði í París og London, heldur var hér mn að ræða styrjöld milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna, sem vom að búa sig und- ir árás á Rússland og notuðu finnsku hvítliðana sem verk- færi. Atburðimir hafa síðan sannað, svo sem bezt verður á kosið, að'Sovétlýðveldin áttu í vamárstríði, sem þeim bar skylda til að heyja fyrir land sitt og hinn alþjóðlega sósíal- isma. Þjóðstjómarherramir hér heima vom heldur ekki lengi 37

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.