Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 39

Réttur - 01.01.1940, Side 39
lýsa yfir að hún stöeði eindregið með finnsku hvítliðunum í stríðinu, og til þess að reka þingmenn Sósíalistaflokksins úr þeim virðulega félagsskap. Svo brátt var þeim í brók, að þeir gerðu allar þessar samþykktir áður en miðstjóm Sósíalistaflokksins hafði tekið nokltra afstöðu til þessara mála. Isleifur Högnason var rekinn úr þingmannasamband- inu, enda þótt hann hefði aldrei verið meðlimur þess. Héð- inn Valdimarsson var bannfærður, eins og hinir þingmenn Sósíalistaflokksins, enda þótt hann berðist eins og Ijön fyr- ir því að Sósíalistaflokkurinn gengi í lið með þjóðstjómar- herskörunum og finnsku hvítliðunum í stríði þeirra gegn Sovétríkjunum. Fundir voru haldnir í skólunum og skólastjórar og kenn- arar látnir halda æsingaræður, rétt eins og það væru síð- ustu hvatningarorð áður en lagt yrði til mannskæðrar or- ustu. Rektor Menntaskólans lýsti því yfir frammi fyrir nem- endunum, að þeir sem ekki stæðu með finnsku hvítliða- stjórmnni, ættu ekki skilið að anda að sér sama andrúms- lofti og aðrir íslendingar. Nemendur væru reknir úr skól- um, ef þeir játuðu á sig þann glæp að hafa samúð með Sovétlýðveldunum. Þau tíðindi bárast frá Svíþjóð, að sprengjuefni hefði ver- ið komið fyrir í húsi Kommúnistaflokksins í Luleá og 5 manneskjur brenndar inni, þar á meðal konur og böm. Um þetta skrifaði Alþýðublaðið í forustugrein 28. marz, að kommúnistar hefðu „engan rétt eða ástæðu til að bera sig upp undan slíku ofbeldisverki”. Með öðrum orðum: Eitt af málgögnum ríkisstjómarinnar á Islandi lýsti því yfir að „kommúnistar” séu réttdræpir og þeir hafi engan rétt til þess að bera sig upp undan því, að konur þeirra og börn séu brennd inni. Enda þótt ekki tækist að æsa upp til pólitískra hermdarverka hér á landi, þá verður þeim, sem að svona skrifum standa, með engri sanngimi gefið að sök, að þeir hafi látið sitt eftir liggja. Nefnd var sett á stofn til þess að sjá um að Þjóðviljinn fengi engar auglýsingar og til þess að annast það, að allir 39

x

Réttur

Subtitle:
Tímarit um þjóðfélagsmál
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-2964
Language:
Volumes:
73
Issues:
885
Registered Articles:
Published:
1915-1993
Available till:
1993
Locations:
Keyword:
Description:
Lögfræði. Stjórnmál.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar: 1. Hefti - Megintexti (01.01.1940)
https://timarit.is/issue/283167

Link til denne side:

Link til denne artikel: Veraldarstríð og verkalýðshreyfing.
https://timarit.is/gegnir/991006539219706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Hefti - Megintexti (01.01.1940)

Handlinger: