Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 42
þessu gegn andstæðingum sínum í Sósíalistaflokknum. Það
þurfti ekki annnað en „vitað væri” eitt eða annað) um þá,
sem þessir herrar vildu ná sér niðri á, þá nægði það til þess
ofsækja þá opinberlega, og gera þá óalandi og óferjandi
öllum bjargráðum. Það átti með öðrum orðum að afnema
ritrelsið,, málfrelsið, hugsanafrelsið og öll þessi lýðréttindi
sem landsmönnum eru tryggð í stjórnarskránni. Það átti
að afnema lýðræðið í nafni lýðræðisins.
Það var á það bent af Vilmundi Jónssyni og fleiri þing-
mönnum að það væri varhugavert fyrir Alþingi að svifta
svona umsvifalaust af sér lýðræðisgrímunni. Það varð að
ráði að gerbreyta tillögunni. Samþykkt var almennt orða-
lag um vemdun „lýðræðisins” og stjóminni falið að end-
urskoða löggjöfiná um landráð.
„Island sjálfstætt ríki”.
Nóttina 10. apríl, eftir að Þjóðvefjar höfðu hernumið
Danmörku, samþykkti Alþingi einróma að Island skyldi taka
öll sín mál í sínar hendur og ríkisstjómin fara með kon-
ungsvaldið fyrst um sinn, þar sem konungi væri ókleyft að
gegna embætti sínu á íslandi.
Að forminu til var þarmeð náð lokatakmarkinu í alda-
langri baráttu Islands fyrir sjálfstæði sínu. Einhvem tíma
hefðu það þótt mikil tíðindi.
En það var enginn fögnuður og engin hrifning. Það var
eins og menn finndu það á sér, að loft allt væri lævi blandið.
Hertaka íslands.
10. maí var ísland hertekið af brezkum her.
Þjóðstjórnarþingmennimir ákváðu eins og áður er sagt
að bannfæra sósíalista í byrjun Finnlandsstríðsins í vetpr,
vegna þess að þeir myndu fagna erlendum her, sem ef til
vill kynni að koma og hertaka landið.
Nú kom þessi erlendi her. Og nú reyndi á sjálfstæðishetj-
nmar.
Hverjir voru það, sem fögnuðu komu þessa erlenda hers?
Voru það sósíalistarnir ? Og hverjir hvöttu þjóðina til mót-
42