Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 48

Réttur - 01.01.1940, Side 48
innlimar Hitler Tékkóslóvakíu alla. 22. sama mánaðar tekur hann svo Memellandið, og Mússólini, sem líka vill sýnast maður, leggur undir sig Albaníu hinn 9. apríl. Nú var svo komið, að almenningur í Frakklandi og eink- nm Englandi þoldi ekki mátið, og æ háværari kröfur heyrð- ust um, að þetta yrði að stöðva. Raunsæismenn, eins og Winston Churchill og Lloyd George, sýndu fram á, að vam- arbandalag gegn frekara ofbeldi í álfunni væri einskis nýtt nema Sovétríkin væru aðili að því. Almenningsálitið í Englandi var orsök þess, að Chamber- lainstjómin sá sér ekki annað fært en taka upp samninga við Sovétríkin um vamarbandalag, hversu mjög sem henni hlýtur að hafa verið þetta um geð. Ef til vill mætti undrast, að Sovétríkin skyldu vilja setjast að samningaborði með stjóm, sem stefnt hafði að því um langa hríð að æsa stríðs- eldana gegn þeim, eins og áður er að vikið, en á því er sú skýring, að Rússar vissu um almenningsálitið í Englandi og hafa sjálfsagt vonað, að því myndi takast að steypa Chamb- erlainstjóminni og koma til valda frjálslyndari stjórn. Mál- in vom þess verð, að tilraunin væri gerð. » Samningaumleitanir í Moskva. Chamberlainátjóminni var ekki steypt, þó að það hefði verið mjög auðvelt verk, svo sem almenningsálitið var í Englandi um þessar mundir, til dæmis með forystu Verka- mannaflokksins, sem í þessu efni stóð vægast sagt mjög lé- lega í stöðu sinni. En brezka stjómin neyddist, eins og kunnugt er, til að leita hófanna hjá sovétstjóminni um möguleika á sameiginlegum aðgerðum gegn frekari ofbeldis- beitingu í álfunni. Sovétstjórain lagði fram sínar tillögur í málinu í þrem atriðum: 1) Gerður skyldi gagnkvæmur vam- arsáttmáli Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna, sem koma skyldi til framkvæmda, ef eitthvert,þessara ríkja yrði fyrir árás. 2) Sáttmáli þessi skyldi látinn ná til allra þeirra ríkja ,er lörid áttu að vesturlandamærum Sovétríkjanna, en ekki aðeins Póllands og Rúmeníu, eins og brezka stjómin virtist vilja (en áður hafði brezka stjómin tekið ábyrgð á 48

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.