Réttur - 01.01.1940, Síða 52
neski herinn á miklu meira af öllum nýtízku hergögnum en
sá þýzki.
Það er staðreynd, að Þjóðverjar hafa á síðari árum þjóðst
af þrálátri og sívaxandi vanmáttarkennd gagnvart Rússum
og íbúum Sovétríkjanna, þessari stórþjóð, sem hefur þre-
faldan mannfjölda á við Þýzkáland sjálft, þessari ,miklu
þjóð, sem á einum tuttugu árum hefur tífaldað iðnaðarfram-
leiðslu sína og er orðin meiri iðnaðarþjóð og jafnvel hern-
aðarlega öflugri þjóð en Þjóðverjar sjálfir. Þjóðverjar sjá,
að framfarimar í Sovétríkjunum eru svo stórstígar og hrað-
fara, að þeir hafa engin tök á að fylgjast þar með og hljóta
að dragast því meir aftur úr sem lengur líður. Til skamms
tíma voru Sovétríkin hemaðarlega veikust á sjónum allra
stórvelda, en nú þegar eiga þau jafnmikinn herskipaflota
sem Japan og Þýzkaland saman (Japan átti til þessa meiri
flota en nokkurt land að undanteknum Bretlandi og Banda-
ríkjunum). Það er staðreynd, að Sovétríkin em nú orðin
öflugasta hernaðarveldi heimsins. Þau verða ekki sigmð
með vopnum héðan af. Auðvaldið hefur misst af því tæki-
færi.
Gagnvart slíkum jámhörðum staðreyndum hljóta jafnvel
stéttarsjónarmið auðvaldsins að víkja, og því ákváðu ráða-
menn Þýzkalands að beina geiri sínum í vesturátt, en ekki
til austurs. Af þessu er augljóst, að þýzk-rússneski samn-
ingurinn á ekki rætur sínar í neinni „vináttu” eða „innri
skyldleika” nazisma og bolsévisma, eins og hin hemaðar-
pólitísku „gení” í íslenzkum blöðum og útvarpi segja, þeg-
ar þau em að skýra fyrir sér og öðmm leyndardóm hins
þýzk-rússneska samnings. Hitler er þvi gert mjög rangt til,
þegar hann er af þessum ástæðum sákaður um bolsévika-
vináttu.
Jafnfráleit vom hin móðursjúku hróp um, að Rússar
hefðu svikið lýðræðisríkin, sem hér yfirgnæfðu allt, eftir að
fréttist um undirritun þýzk-rússneska samningsins. I fyrsta
lagi er varla hugsanlegt, að „lýðræðisríkin” sjálf hafi getað
búizt við nokkurri tryggð af hálfu Rússa eða umhyggju fyr-
ir þeirra hag, eftir öll launráðin, sem þessi ríki höfðu brugg-
52