Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 53

Réttur - 01.01.1940, Side 53
að Sovétríkjunum. 1 öðru lagi hafa Rússar ekki gert sig seka um annað en það að semja við fasistaríkið Þýzkaland — nákvæmlega það, sem „lýðræðisríkin” voru stöðugt að gera, fram til 1. sept. 1939, án þess að gagnrýnendur Rússa sæjú í því nokkur „svik við lýðræðið”. Það var til dæmis' ekkert fundið að því, er Danmörk gerði í fyrra við Þýzka- land samskonar sáttmála og Sovétríkin, og var þó sá sátt- máli vissulega einhliða greiði við Þýzkaland, með því að Danmörk varð að gera hann fyrir hræðslu sakir og hafði ekki bolmagn til að tryggja sér utanríkispólitískt sjálfstæði upp úr því. Öðru máli gegnir um Sovétríkin. Þau gerðu samning- inn sem frjálst ríki og hafa meira að segja notað hann til að veikja aðstöðu þýzka fasismans í mjög þýðingarmiklum atriðum. Þau hafa tekið frá honum hálft Pólland, eyðilagt hernaðaraðstöðu þeirra í litlu Eystrasaltsríkjunum og rekið þaðan erindreka Hitlers, eyðilagt alla möguleika hans á þvi að skapa sér hernaðaraðstöðu í Finnlandi, brotið á bak aft- ur yfirráðaaðstöðu hans á Eystrasalti, lokað hemaðarleið hans til Suður-tJkraínu með því að taka aftur á vald sitt Bessarabíu, sem Rúmenía hafði hemumið af Rússum eftir heimsstyrjöldina og norðurhluta Búkóvínu. Öll Austur-Ev- rópu-pólitík Hitlers hlyti héðan af að hanga í lausu lofti. Yfir þessu öllu myndu þeir gleðjast, sem þykjast gagnrýna Rússa af umhyggju fyrir óförum fasismans, ef hugur fylgdi máli. Finnlandsstríðið. Flestir munu nú viðurkenna, að minnsta kosti í hjarta sínu, að stefna Sovétríkjanna í Finnlandsmálum síðastliðinn vetur, hafi eingöngu markazt af hemaðarlegum sjónarmið- um og að afstaða þeirra hafi verið skiljanleg og eðlileg. Víman er nú mnnin af mönnum, og málin hafa skýrst. Menn blygðast sín nú fyrir það, hvemig þeir létu, meðan barizt var í Finnlandi, eins og alltaf er, þegar múgæsingar em famar að hjaðna, sem æstar haf verið upp af óhlutvönd- um öflum í óhreinum tilgangi. Svo rólyndir era menn nú orðnir, að þeir fást varla til að hneykslast að nokkm ráði, 53

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.