Réttur


Réttur - 01.01.1940, Side 54

Réttur - 01.01.1940, Side 54
þegar Sovétríkin taka Bessarabíu og Búkóvínu á vald sitt eða þegar Eystrasaltslöndin litlu ganga í Samband sósíal- istiskra sovétlýðvelda, og væri þó vissulega hægt að skapa álíka múgæsingar út af þeim málum og Finnlandsmálunum, ef vel væri á haldið. Ástæðan er augljós. Hinar tvær samsteypur í Evrópu, þýzka og brezka samsteypan, eru nú báðar í þvílíkri að- stöðu, að þær verða að eiga vingott við Sovétríkin og kepp- ast um hylli þeirra. 1 blöðum og útvarpi Bretlands og Þýzka- lands og þeirra ríkja, er af þeim hafa „dependerað”, var nærri því hlutlaust og skikkanlega frá þessum atburðum sagt, ekki vegna þess, að Rússar hefðu betri eða verri mál- stað en í Finnlandsstríðinu og svo oft áður, heldur vegna þess, að' nú var ekki talið hentugt frá pólitísku sjónarmiði að stofna til æsinga. trt af Finnlandsstríðinu urðu t. d. eng- ar lýðæsingar í Þýzkalandi, vegna þess, að ráðamenn þar í landi höfðu í sambandi við þýzk-rússneska samninginn póli- tískan hag af því að stofna ekki til þeirra. 1 Bretlandi og Frakklandi gengu múgæsingarnar fjöllunum hærra, vegna þess að þar þóttust ráðandi menn hafa pólitiskan hagnað af þeim. Þaðan barst svo múgsefjanin hingað til lands. Hinir pólitísku forráðamenn hér á landi eru svo sem ekki svo sjálf- stæðir, að þeir geti stofnað til slíkra múgæsinga af eigin rammleik, hvert pólitískt kjörorð verða þessir sönnu Islend- ingar að fá hjá andlegum foringjum sínum erlendis. Þann- ig stóð á því, að hagsmunir pólitískrar klíku í London réðu því, hvernig mestur hluti íslenzku þjóðarinnar leit á Finn- landsmálið. Þetta ætti að geta orðið mörgum hollur lær- dómur, svo að þeir láti ekki öðru sinni óhlutvanda pólitíska forkólfa teyma sig út í glórulausa og tilefnislausa tryllingu, sem þeir þurfa að blygðast sín fyrir hálfu ári síðar. — Eins og alkunnugt er, var varnaraðstaða Sovétríkjanna í fyrra mjög veik við norðvesturlandamærin og umhverfis Kyrjálabotn. Það var hægt að skjóta frá Finnlandi á Lenin- grad, aðra'stærstu borg landsins og eina aðaliðnaðarmiðstöð þess. Kyrjálaflóinn lá opinn fyrir, svo að sigla mátti þangað inn fjandsamlegum herskipum í skotfæri við Leningrad. 54

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.