Réttur - 01.01.1940, Blaðsíða 56
Fáir atburðir hafa orðið möxmuin tilefni til eins rangra
og fjarstæðukenndra ályktana og Finnlandsstyrjöldin. Sam-
kvæmt löggiltri framsetningu hinnar leigðu auðvaldspressu
átti Finnlandsstríðið að hafa sannað, að rússneski herinn
væri skipulagslaus hjörð, vopnlítil, hálfnakin, kunnáttulaus
og heimsk, sem léti Finna tæla sig í hverja gildruna af ann-
arri. Á hverri viku hættu fjölmennar hersveitir sér inn á
hemaðarsvæði Finna, sem létu þær sækja fram eins og hent-
ugt þótti og umkringdu þær síðan í ró og næði og gjöreyddu.
Hópur skynlausra skepna er varari um sig næst, ef hann
hefur gengið í gildru og orðið fyrir áfalli, en Rússamir
gengu vikuna eftir í nákvæmlega sömu gildruna, vom um-
kringdir og brytjaðir niður tugþúsundum saman. Og þriðju
vikuna gengu þeir enn í hina sömu gildru og eins í fjórða
sinn og fimmta sinn og sjötta sinn o. s. frv. Þannig var
auðvelt fyrir hinar finnsku skíðamannahersveitir að brytja
Rússana niður hundmðum þúsunda og jafnvel milljónum
saman, því að auðvitað höfðu hinir rússneskulhermenn varla
séð skíði, hvað þá, að þeir kynnu á skíðum. Hver Finni skaut
að meðaltali 50 Rússa, þvi að auðvitað kunnu rússneskir
hermenn ekki að fara með byssu. Rússarnir vom blátt áfram
murkaðir niður eins og hráviði, eða þeir helfrusu tugum
þúsimda saman á hjarnbreiðum Finnlands. Hroðalegar sög-
ur voru af þessu sagðar. Og í frásögnum dagblaða og út-
varps og af samtölum manna á meðal mátti gera fróðlegar
sálfræðiathuganir á því, hvernig meinlausar borgarasálir
fylltust óslökkvandi blóðþorsta og gleymdu sjálfum sér í of-
umautn þeirrar sælu fullvissu, að á degi hverjum yrðu þús-
undir rússneskra hermanna að þola kvalafullar lemstranir
og dauða. Svona háskalegum meinsemdum í sálarlífi fjöld-
ans getur hin ræktaða múgæsing valdið.
Sannleikurinn um Finnlandsstríðið er í sem fæstum orð-
um þessi: Hin upphaflega hemaðaráætlun herforingjaráðs
Rauða hersins var sú að brjótast vestur að Helsingjabotni
þar sem Finnland er mjóst og klippa það þannig í sundur
í miðju. Þessi tilraun mistókst, eins og rússneskir herfor-
ingjar viðurkenna sjálfir, og ástæðan var sú, að veður spillt-
56