Réttur - 01.01.1940, Qupperneq 60
ar til hemaðar í Noregi, og því tókst þeim aldrei að ná þar
varanlegri fótfestu, þrátt fyrir mikla yfirburði á sjónum.
Hinn 10. maí gera svo Þjóðverjar innrás sína í Holland,
Belgíu og Luxemburg, og sama dag hertaka Bretar Island,
en höfðu áður tekið Færeyjar. Leiftursókn Þjóðverja er haf-
in. Á fáum dögum leggja þeir undir sig Holland og mestan
hluta Belgíu, brjótast síðan gegnum framhald Maginotlín-
unnar á norðurlandamæmm Frakklands, taka Paris, sundra
franska hemum og leggja undir sig mestan hluta Frakk-
lands á örfáum vikum.
Það er óhætt að segja, að hinn skjóti ósigur Frakklands
er eitt af því óvæntasta, sem komið hefur fyrir í þessari
styrjöld. Það var eins og öflugustu víggirðingar í heimi á
landamærum Frakklands væru þýzka hemum til lítillar eða
éngrar hindnmar, hann fór gegnum þær á fáum dögum.
Hverju sæta þessar ótrúlegu ófarir, sem varla eiga sinn
líka í hemaðarsögunni? Enginn vafi erá því, að sú skýring;
hefur mikið til síns máls, að herstjóraaraðferð Frakka hafi
verið of einhliða miðuð við vamarstríð 1 ofurtrausti á hinum
öflugu víggirðingum, að þá skorti mikið á við þýzka herinn
að því er snerti nýtízku sóknarvopn.
En þetta er áreiðanlega ekki nema hálf skýring á málun-
um. Frakkar eiga ósigur sinn fyrst og fremst að kenna
þeirri ótrúlegu spillingu og svikum, er þróuðust með þeim á
æðstu stöðum. Meðal æðstu herforingja og ráðherra vom
menn, sem keyptir vom af þýzkum nazistum og unnu vitandi
vits að ósigri Frakklánds í stríðinu, af ótta við það að verk-
lýðshreyfingin kynni annars að verða sterkari en hollt værf
hagsmunum franska auðvaldsins.
Flestir munu minnast Munkakuflamálsins, sem var á döf-
inni í Ffakklandi fyrir fáum ámm. Þá komst upp, að öflugur
félagsskapur var starfandi í Frakklandi og fékk fé frá
Þýzkalandi. Félagsskapurinn hafði safnað sér miklum birgð-
um þýzkra vopna og vann að fasistiskri uppreisn. Inn í
þetta mál vom flæktir margir af auðugustu og valdamestu
mönnum Frakklands, svo sem Bonnet, er lengi var^utan-
60
I