Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 70

Réttur - 01.01.1940, Page 70
kostnaði. Tekur hann með sýnishorn úr Refsrímum, sumt ágætar vísur. Hótelrottur, eftir Guðmund H. Eiríksson, útg. ísafold- arpr.sm. — Petta eru sjö smásögur: Hátelrottur, Karl og kerling í koti, Tímóþeus gamli, Miðsumarsdraumur, í rökkrinu, Ástarþrá, Jólakvöld listamannsins. Sumar sögurnar eru aðeins rissmyndir, ófullgerðar að sjá. Lík- legt virðist, að höf. hafi lifandi fyrirmyndir i huga við það flest.. Hann getur sagt vel frá, en falast stundum tökin, svo sem í fyrstu sögunni, sem er á kafla full af siðferðilegum palladómum frá brjósti hans sjálfs innan um hlutlausu frásögnina. Lengsta sagan, Miðsumars- draumur, er um svo snjáð og slitið skáldsöguefni, að höf. tekst ekki að gera neitt merkilegt úr henni. Yið sög- una um Tímóþeus og rottuungann tekst honum aftur upp. Pessi höf. gæti hitt á að semja ágætar smásögur. Heyrði ég í hamrinum II, eftir Sigurjón Friðjónson. — Petta er 2. h. af þremur í ljóðasafni því, sem Sigur- jón á Laugum er að birta þessi árin. Flest munu kvæð- in vera ffá seinni árum, og hann hefur aldrei ort feg- urr en nú, er elli fer að honum. Hann er maður, sem fyrr og síðar á ævi hefur ort þau ljóð, sem Einar Ben. talar um í dúlúðarkvæðum sínum: „Vér eigum söngva heyrnarheimi yfir, sem hjartað kvað, svo enginn vissi til”. Nú þegar lífsönn bóndans minnkar, reynir hann að yrkja þessa söngva hjartans upp á venjulegu íslenzku máli. Ósjálfrátt verður þó skáldmál hans svo fágað, óm- rænt og fjarrænt að venjulegir lesendur eins og ég éiga erfitt með að festa á því hendur. Eins og huldufófkið smvgur ljúflingsmálið úr .greipum við raunsæja rannsókn, og sumir segja svo, áð töfrafegurð þess sé blekking, fyrst áþreifanleikann skortir, en aðrir, að ekki megi saka huldufólk um þótt það dyljist hversdagsaugum, né afneita fegurð og djúphyggju skálds, sem yrkir eins og Lauga- bóndinn. 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.