Réttur - 01.01.1940, Side 76
Hann var fæddur 11. apríl 1825 í Breslau í Slesíu
og var af Gyðingum kominn í báðar ættir. Faðir
hans var efnaður kaupmaður og allflestir ættmenn
lians fengust við kaupsýplu.
Frá æskuárum hans hefur geymst merkileg sögu-
leg heimild, sem varpar björtu ljósi á sálarlíf þessa
unga, gáfaða Gyðings. Fað er dagbók hans, er hann
hélt 15—16 ára gamall. Af henni verður ráðið, að
Lassalle hefur verið óvenjulega bráðþroska unglingur,
lífsreyndur í mörgum greinum eins og futltíða maður.
Hann segir þar frá leyndustu hugrenningum sínum
og dregur ekkert undan. Hann lýsir verzlunarprett-
um í viðskiptum við jafnaldra sína með óblandinni
kaupmannsgleði kynstofns síns. Skólapörum sínum
gleymir hann heldur ekki, þótt þau séu alvarlegs
eðlis. Hann íalsar t. d. rithönd foreldra sinna þeg-
ar þarf að undirskrifa vitnisburðabækur hans, því
að hann fær alltaf „slæmt” i hegðun. Falsanirnar
komast upp, og Lassalle verður að víkja úr latínu-
skólanum í Breslau. Pá var hann settur til verzl-
unarnáms í Leipzig, gekk námið vel, en kom sér illa
við kennara sína og skólabræður, að því er skóla-
stjórinn vottar, og húsráðandi hans ber honum líka
illa söguna.
1 Leipzig vaknar Lassalle til pólitískrar meðvít-
undar. 16 ára gamall er hann orðinn byltingasinn-
aður lýðræðis- og lýðveldismaður. En hann leynir
því ekki, hver ástæðan er. Hann skrifar í dagbók
sina þessar línur: Ef eg athuga málið gaumgæfilega,
þá er eg fullur eigingirni. Væri eg fæddur prins eða
fursti, myndi eg vera höíðingjasinni og aðalsmaður
af lífi og sál. En eins og ástatt er, þá er eg bara
óbeyttur borgarasonur, og því verð eg lýðveldissinni,
þegar mér vex fiskur um hrygg.
Lærdóms- og uppvaxtarár Lassalles voru pólitísk'
eymdarár Pýzkalands. Landið var bútað í meir en 30
fullvalda ríki. Konungborin meðalmenni og smáhöfð-
76