Réttur - 01.01.1940, Side 81
ur hann aS túlka í heimspekilegum ritum og
jafnvel í leikriti. En þegar stríSiS skáll á milli
Austurríkis og Frakklands 1859 og Italía reis upp til
þjóSlegrar sameiningar, þá skrifaði Lassalle smábækl-
ing og krafðist þess af Prússlandi, að það notaði nú
tækifærið og sameinaði þýzk lönd í samfelt riki.
Prússastjórn hlýddi ekki ráðum hins rauða lýðveldis-
manns og það jafnvel þótt einhver slyngasti sendiherra
hennar, Bismarck, réði henni til þess sama. 1 stað póli-
tískra aðgerða á erlendum vettvangi sló 1 mikla deilu
innanlands milli Prússastjórnar og frjálslynda flokks-
ins. Deilan snerist upphaflega um skipulag prússneska
hersins og fjárveitingar til hans, en brátt urðu átökin
um það, hvort þingræði skyldi ríkja í landinu eða öfl-
ug, en þingbundin konungsstjórn. Frjálslyndi flokkur-
inn hélt fast við fjárveitingarrétt stjórnarskrárinnar,
konungur stóð á þeim rétti, er guð hafði gefið honum,
og þóttust báðir aSilar hafa lög að mæla. Nú þótti Lass-
alle tími kominn til að kveðja sér hljóðs. Snemma á
árinu 1862 hélt hann fyrirlestur í Berlín, tók frjáls-
lynda flokkinn á kné sér og útlistaSi fyrir honum deilu-
efnið. Þetta er ekki spursmál um rétt eða órétt, þetta
er spursmál um vald. Nokkrum mánuðum síSar settist
Bismarck í forsætisráSherraembættið, og hinn opinskái
aðalsmaður sagði þinginu þaS sama: Réttarspursmál
geta hæglega orðiS valdaspursmál, herrar mínir, sagði
hann.
Lassalle reyndi nú í fyrstu aS vingast viS frjálslynda
flokkinn og fá hann til að beita konungsvaldið bitrari
vopnum. Hann lagSi til aS þingmenn gerðu verkfall og
tæki ekki lengur þátt í þingstörfum, þar sem stjórnin
veitti fé til hersins, þótt engin fjárveitng lægi fyrir. En
frjálslyndi flokkurinn sinnti þessu engu. Lassalle varð
þá úrkula vonar um að geta fengiS nokkru áorkað
meðal hinnar frjálslyndu borgarastéttar, og hugsaði
henni þegjandi þörfina.
Um þetta leyti voru verkamannasamtök sem óðast
81