Réttur


Réttur - 01.08.1971, Síða 37

Réttur - 01.08.1971, Síða 37
er undarlegt með ykkur Islendinga. Þegar þið spyrj- ið um elnhvern mann, þá spyrjið þið: Er hann gáf- aður — eða hvað starfar hann. En þegar spurt er um mann hjá okkur, þá er sagt: Hvað á hann miklð fé?" Hvaðan kom Islendingum arfur sá, — það mann- gildismat og sá manndómsandi, sem einkennir flestar Islendingasögur og gert hefur Auði Vé- sieinsdóttur og Ingjald i Hergilsey að eilifum föru- nautum vorum og fyrirmyndum, svo fremi þjóðin reynist sjálfri sér trú? Arfurinn kom frá því ættasamfélagi, sem þjóð- veldið þyggði á í upphafi, því fátæka, en frjálsa og stéttlausa samfélagi manna, sem jafnt Islend- ingar sem Indíánar og allar aðrar þjóðir hafa ein- hverntíma búið við.* Engels segir i „Uppruni fjöl- skyldunnar" um Indíána þossa ættsveitasamfélags: „Hvltir menn, sem kynnzt hafa óspilltum rauð- skinnum, hafa dáðst að persónulegum virðuleik þeirra, dirfsku, heiðarleik, skapstyrk og hreysti, — og er það sönnun þess, hvers konar einstaklinga slíkt samfélag skóopar." (bls. 128 I ísl. þýðingunni). II Þessi arfur, þetta manngildismat, hefur átt I vök að verjast allt tímabil siðmenningarinnar svonefndu, allt skeið stéttaþjóðfélags og rikisvalds í sögunni. Þau öfl, sem skópu hinar miklu framfarir siðmenn- ingarinnar, sem óhugsandi voru á grundvelli ætta- samfélagsins, minna oss á sjálfslýsingu Mefisto- felesar við Fást: „lch bin ein Teil von jener Kraft, der stets das Böse will, und stets das Gute schafft."** Engels lýsir þeim öflum svo, að leyst- ar hafi verið „úr læðingi hinar grómfengustu hvatir manns'nc og ástríður, sem þroskuðust nú á kostnað allra annarra eiginleika hans. Helber ágirndin hefur verið hreyfiafl siðmenningarinnar allt frá upphafi og til okkar daga. Auður, auður og aftur auður, Enn þá getur Islendinga, eilífðin sem verður löng, hafi þeir það eitt að iðju englum með að kyrja söng. Asatrú á hugann hálfan. Hálfu fremur margur kýs Einherji í Valhöll vera en vœngjað þý í Paradís. örn Arnarson: Sigurður hreppstjóri. það var meginkeppikeflið. Og það var ekki auðlegð til handa samfélaginu, sem að var keppt, heldur rikidæmi hins vesæla einstaklings." ( O.c. bls. 230). Svo þungbært, sem auður og vald yfirstéttanna var fyrir alþýðuna, er undir þvi ctundi, — svo mannspillandi var það fyrir einstaklinga yfirstéttar- innar. Islendingasagnirnar af Halldóri Snorrasyni og Snoglu-Halla andspænis Haraldi harðráða sýna oss enn manndóm manna íslenzka ættasamfélags- ins gagnvart voldugum drottnaranum. Og sigild er hugleiðing yfirstéttarkonunnar spönsku í snilldar- verki Hans Kirks „Þrællinn", sem er svo skylt Is- lendingasögunum að eðli, — er hún ræðir um Indíánonn „sinn", sem ekki lét kúgast: „En ég hsf aldrei hitt mann fyrr. Það er afar einkennilegt. Hann er úr heimsálfu, er við álitum frumstæða, og hann er þræll minn. Mér var heim- ilt að drepa hann, ég gat gert við hann, hvað sem már sýndist. En ég, sem hef elskað valdið og að- eins það, gat ekki náð valdi yfir honum. Núna, þegor öllu er lokið, veit ég hve valdið er voðalegt. Það drap það i mér, er hefði átt að lifa, það drap hann og það drap okkur öll. Það eyðileggur allt upphaflegt og ósvikið í okkur, allt það, er ætti að veita okkur ánægju.“ Ég hef i bók minni „Ættasamfélag og rikisvald i þjóðveldi Islendlnga" rætt þennan uppruna vorn °3 óhrif hans á þjóð vora, menningu og sögu °g skal því ekki frekar um þann þátt fjölyrða hér. ** Ónákvæm þýðing Bjarna frá Vogi á þessu var: Ég er hluti af afli því, sem gjarnt á illverk, góðverk sifellt ratar í. 157

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.