Réttur


Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 39

Réttur - 01.08.1971, Qupperneq 39
gerði, er hann öðlaðist sósíalismann sem hugsjón sína og stefnu. Það var þetta fólk í fjötrum fátæktarinnar, sem hóf baráttuna og háði hana með miklum fórnum og hetjulund I hálfa öld hér á landi — og erlendis lengur — unz því tókst að hrista af sér fjötra fá- tæktarinnar með lifskjarabyltingunni 1942—47, sem afnam hina sáru eymd sem almennt fyrirbrigði i lifi alþýðu. Eftir að þessi mikli sigur var unninn — eftir að þungir járnhlekkir fátæktarinnar féllu —, breyttu fjötrar auðvaldsskipulagsins um form og eðli. Þeir fengu þanþol I stað hörku, þannig að teygja mátti þá i það óendanlega, alveg eins og hægt er að fella íslenzka krónu I hið óendanlega.* Hverjum sigri verkalýðsins I hörðum kaupdeilum, hverri hækkun kaupsins I krónum, svaraði ríkjandi borg- arastétt, undirgefin Amerikönum, með minnkun krónunnar, fölsun myntarinnar og síðan með falli krónunnar, hækkun dollarsins. Og launastéttirnar, nýorðnar bjargálna, sýndu nýríkri borgarastétt sitt kristilega langlundargeð, — meirihluti þeirra kaus borgaraflokka til áframhaldandi refsiaðgerða gegn launafólkinu, — og fór svo og togaði I teygibandið á ný, — oft af kyngikrafti, en án skilnings á þeim þjóðfélagcaðstæðum, som gera ríkjandi borgara- stétt kleift að blekkja og leika á launastéttirnar i sifellu, meðan þær ekki öðlast sósíalistískan skiln- ing á samhenginu í faglegri og pólitiskri stéttabar- áttu þeirra.** Þessar launastéttir sem heild skortir þann skiln- ing sem kenning sósíalismans veitir þeim, sem hana meðtaka, á þróun þjóðfélagsins og þarmeð vélabrögðum valdhafanna. Sameining og samruni valds verklýðssamtakanna og hugsjónar sósíalismans i samfellda sósíalistiska verklýðshreyfingu, er kann skil á öllum gangi auð- valdsþjóðfélagsins og rétt svör við refskák auð- valdsins: Það var það stórvirki, sem Marx og Engels kenndu fátækum verkalýð 19. aldarinnar að vinna og byrja þar með að breyta heiminum í sin- um anda og I sina þágu. Þetta verk verður hver kynslóð að endurtaka að nýju, — hver á sinn máta, við sínar sérstöku aðstæður, — sumar í fjöldahreyfingum alþýðunnar i auðvaldslöndum, þar sem við allar freistingar smáborgaralegrar hnignunar, stöðnunar og sléns, valda og metorða, er að etja, — aðrar við skilyrði alþýðuvalda, þar sem siálf misbeiting valdsins er mesta freistingin og kölkun i æðum kerfisins: glöt- um hugsjónarinnar, mesta hættan. Sameining sósíalistískrar hugsjónar og marxist- isks skilnings annarsvegar og valds verklýðshreyf- ingarinnar hinsvegar er ekki hnoss, sem vinnst í eitt skipti fyrir öll. Það er þróunarferill, sem I sí- fellu verður að endurtaka. Hann var framkvæmdur af þeirri kynslóð, sem nú hnígur smásaman til viðar, á árunum 1930—49 fyrst og fremst. Hann þarf að endurtakast nú með breyttu breytandi — við þau nýju skilyrði, er skapazt hafa. Þau verklýðssamtök, sem unnu stórvirkið þá, vcru fóiæk oð fé, en rík að hugsjónum, frán oð sýn á vélræði auðvaldsþjóðfélagsins og djörf í ástungum sínum. — Þau eru I dag, sem heild séð, rik að fé, en of fátæk að sósíalistískri menningu, voldug að afli, en skortir þá sósíalistísku yfirsýn yfir vígvöll þjóðfélagsins, sem gerir verklýðsstétt- inni mögulegt að sjá við brellum borgarastéttarinn- ar:að svara hverju svindli auðvaldsins með verðlag og gengi að unnum faglegum sigrum verkamanna með sameiginlegum stjórnmálalegum aðgerðum allrar alþýðu. Það er ekki nóg fyrir verklýðshreyfinguna að verða risi að afli. Hún þarf einnig að eflast stórum að viti og framsýni. * Sumir myndu segja að fjötur sá hinn nýi væri gerður, svipaður Gleipni hinum forna, úr föstu gildi krónunnar, heiðarleik yfirstétta, sannleiksást Morgunblaðsins, óhlutdrægni útvarpsins og fleiri sllkum efnum, svo sem sjá má af þvi að þau fyrir- finnast ekki af því úr þeim hefur verið undið ,,mjótt silkiband", sem á að fjötra þann, er áður drap sig úr Dróma fátæktar og leysti sig úr Læðingi þræla- laga. ** 1961 hækkaði verkalýður landsins kaup sitt um rúm 13% I júní. Þann 2. ágúst hækkaði rikisstjórn borgarastéttarinnar dollarinn um 13% sem svar, — svo eitt dæmi sé tekið af mörgum. 1966 áttu verk- lýðsfélögin jafnvirði 25 miljóna dollara í atvinnu- leysistryggingasjóði sínum. 1969 hafði sjóðurinn vaxið mikið að islenzkum krónum, en var nú jafn- virði ca. 15 miljóna dollara. Ekkert verklýðsfélag mótmælti stuldi rikisstjórnarinnar á koupmætti sjóðsins. 159

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.