Réttur


Réttur - 01.08.1971, Síða 40

Réttur - 01.08.1971, Síða 40
Þegar Fást verklýðshreyfingarinnar tekst á við Mefistofeles kapitalismans og knýr hann til að láta sér í té hverja endurbótina af annarri, verður hann að gæta þess að staðna ekki, gerast saddur og ánægður, þá hefur Fást tapað leiknum og glat- að sál sinni. Verklýðshreyfingin verður í tímanna rás mikil valdstofnun í auðvaldsþjóðfélaginu, en ef sú valda- stofnun staðnar og hættir að sjá út yfir auðvalds- skipulaglð, missir sjónar á takmarkinu, sósíalism- anum, þá ánetjast hún auðvaldsskipulaginu sjálfu og koðnar niður andlega. Meira að segja eftir að verkalýðurinn hefur sigr- að og afnumið auðvaldsskipulagið, er sú hætta fyrir hendi að hann flæki sig í fjötrum síns eigin ríkis- valds, en glati um hrið sínu sjálfstæða sóknar- hlutverki. Það er margt að varast á langri og erf- iðri leið vinnandi stéttanna fram til fulls frelsis og sósíalisma. En látum okkur nú reyna að skilgreina nokkuð þau fyrirbrigði innan háþróaðs auðvaldsskipulags, endurbætts fyrir baráttu verkalýðsins, sem hafa stundum þau áhrif á alþýðuna sem væri hún i álögum. IV Athugum það, sem helzt hefur þau áhrif að draga úr róttækni, virkni og sósíalistískri vitund verk- lýðshreyfingarinnar á þessu stigi auðvaldsskipu- lagsins, bæði með hliðsjón af okkar eigin þjóðfé- lagi og öðrum svipuðum: a. „Að sætta sig við“. Eftir að sigur hafði unnizt á hinni sáru almennu fátækt fortiðarinnar, — hér með lífskjarabyltingunni 1942—47, — og hinu almenna öryggisleysi vegna atvinnuskorts og kreppna, — með mismunandi al- þýðutryggingakerfum, — kom eðlilega upp sú mannlega tilhneiging að sætta sig nú við þetta, vernda hið fengna, en halda ekki sókninni áfram til valda verkalýðsins og fulls frelsis. — Hér þarf verkalýðurinn að muna að þótt þessar lífskjara- og endur-bætur séu frá hans sjónarhól mikill sigur á kapítalismanum, — þá eru þær frá kapítalismans sjónarmiði hugsaðar til tryggingar gegn sósíalist- ísku byltingunni, gegn valdatöku verkalýðsins. Auð- Þá leiztu aftnr, vinur, — það var þín dauðasynd; þá varð þitt fjör að lúa, hún hvarf hin fagra mynd; og vcena sveitin víða, sem var þér nóg og öllttm: nú varð hún þraungur dalur og luktur háum fjöllum. Þorsteinn Erlingsson: Myndin. valdið treystir á að sefa alþýðuna með þessari undanlátssemi — og það er einmitt það, sem því ekki má takast. Það er verklýðshreyfingunni nauð- syn að meta sína sigra, varðveita sína erfð, en halda baráttunni áfram sleitulaust, unz fullur sigur er unninn, láta hvorki baslið né sigrana smækka sig. Nútíma tækni og vísindi skapa grundvöll og möguleika á miklu betri lifskjörum en alþýðan nú nýtur og miklu fullkomnara öryggi, — en þetta fellur ekki alþýðu manna í skaut, nema hún sjálf ráði ríkjum. b...... hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám.“ Þessar Ijóðlínur Stephans G. úr „Kveld" tákna máski betur en flest annað þá aðferð, sem auð- valdið nú hefur þróað upp á ótrúlega hátt og hættu- legt stig, — aðferðina við að stjórna og móta hugsun fjöldans Janganir hans og þrár, með hinum voldugu áhrifatækjum sínum: fjölmiðlum nútímans. I þessum efnum ríkir allt að því einræði auðvalds- ins í hinum borgaralegu lýðræðisríkjum, þar sem annaðhvort eru sjónvarp og útvarp einokað í hönd- um borgaralega stjórnenda eða blöðin eru I eigu örfárra manna, þvi raunverulega eru það pening- arnir, sem hafa prentfrelsið við okkar aðstæður (sbr. Spring-blöðin þýzku, tveggja hringa blaða- einokun í Bretlandi, Morgunblaðið hér). Þessir meira eða minna einokuðu fjölmiðlar borgarastétt- arinnar eru einskonar skoðanaverksmiðjur, sem hafa að takmarki framleiðslu „dauðra sálna": ut- þurrkun persónuleikans, steyping allra I sama borg- aralega mótið, stöðlun úreltra hugmynda. Þannig 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.