Réttur


Réttur - 01.08.1971, Page 45

Réttur - 01.08.1971, Page 45
ERLEND p m i VÍÐSJÁ mm HváH HEIMSVELDI Á HELVEGI Upplausnin í bandaríska þjóðfélaginu gengur hröðum skrefum. Ameríska auð- mannastéttin hefur ginið yfir of stórum bira, er hún ætlaði sér heimsforræði. Nú verður ameríska þjóðfélagið að borga brúsann. Bandaríkin — auðugasta og sterkasta her- veldi heims — hefur tapað stríði í fyrsra skipti í sögunni, árásarstríði sínu á eina fá- tækusm þjóð veraldar. „Hið breska gull skal fúna fyr en frelsisþrá sé börð á dyr,” — kvað Stephan G. forðum. Forsetar Bandaríkjanna og herforingjar í 20 ár eru uppvísir að því að hafa logið að þingi og þjóð um stríðið í Indó-Kína. Her Bandaríkjanna í Víetnam er í upp- lausn — og þar með er her þeirra að bíða óbætanlegt siðferðilegt tjón: 89 þúsund bandarískir hermenn struku úr herdeildum sínum á síðasta ári. Yfir 90 þúsund hermenn voru dæmdir af herrétti í fyrra. 12 þúsund hermenn, að meðaltali 19 ára, sitja í her- fangelsum. Það fást ekki nægir sjálfboðaliðar, þrátt fyrir allan áróður. „Við stöndum frammi fyrir mannaskorti, sem nálgast hrun," segir sjóherforinginn Elmo Zumwalt aðmír- áll. Andúð almennings á hernum hefur tek- ið við af aðdáuninni fyrrum. „Dead for what" (dáinn fyrir hvað?) lét Montgomery-fjöl- skyldan í San Fransisco setja á legstein 19 ára sonar síns, Steve, er féll í Víetnam. Ridgeway herforingi, er var herráðsfor- maður eftir síðustu heimsstyrjöldina, segir: „Aldrei á æfi minni hefur álit hersins orðið fyrir öðrum eins hnekki og sokkið eins djúpt og nú." — Og hvað bíður hermannanna er heim koma? Hvorki þakkir né atvinna. Þeir bætast í atvinnuleysingjaherinn, sem er 5 miljónir fyrir. Þeir koma heim, hafa það á tilfinningunni að háfa verið blekktir og svikn- ir til að berjast, hafa lært að drepa, haía sýkst af eiturnautn (30.000 amerískir her- menn í Víetnam neyta heroins), og þjóðin veit ekkert hvað við þá á að gera. Heima fyrir bíða best skipulögðu glæpafyrirtæki heims þess að hagnýta sér slíka menn. — Herinn er orðinn ótryggur, óvíst hvort hann hlýðir þeim fyrirskipunum, er næst kunna að verða gefnar. Dollarinn er í upplausn, — dollarinn, sem átti að drottna og hefur drottnað, er ekki lengur gulls ígildi. Ræða Nixons 16. ágúst var raunverulega gjaldþrotayfirlýsing ríkisstjórnar hans, hvað efnahagslífið snerti, — og um leið tilraun til að velta kreppunni í Bandaríkjunum yfir á önnur auðvaldslönd. Síðan Nixon tók við í janúar 1969 hefur tala atvinnuleysingjá í Bandaríkjunum vax- ið úr 2,6 miljónum upp í 5,3 miljónir. Samt vex verðbólgan með 6% á ári. Og fram- leiðslan í iðnaðinum minnkaði í júlí sl. um 0,8%. — I hinu lofsungna landi frelsisins er gripið til þrælataka: Allar kauphækkan- ir bannaðar, — og forstjórar auðhringanna fagna, en forustumenn verklýðssamtakanna hóta stéttastyrjöld. Og um leið setja þessir 165

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.