Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 45
ERLEND p m i VÍÐSJÁ mm HváH HEIMSVELDI Á HELVEGI Upplausnin í bandaríska þjóðfélaginu gengur hröðum skrefum. Ameríska auð- mannastéttin hefur ginið yfir of stórum bira, er hún ætlaði sér heimsforræði. Nú verður ameríska þjóðfélagið að borga brúsann. Bandaríkin — auðugasta og sterkasta her- veldi heims — hefur tapað stríði í fyrsra skipti í sögunni, árásarstríði sínu á eina fá- tækusm þjóð veraldar. „Hið breska gull skal fúna fyr en frelsisþrá sé börð á dyr,” — kvað Stephan G. forðum. Forsetar Bandaríkjanna og herforingjar í 20 ár eru uppvísir að því að hafa logið að þingi og þjóð um stríðið í Indó-Kína. Her Bandaríkjanna í Víetnam er í upp- lausn — og þar með er her þeirra að bíða óbætanlegt siðferðilegt tjón: 89 þúsund bandarískir hermenn struku úr herdeildum sínum á síðasta ári. Yfir 90 þúsund hermenn voru dæmdir af herrétti í fyrra. 12 þúsund hermenn, að meðaltali 19 ára, sitja í her- fangelsum. Það fást ekki nægir sjálfboðaliðar, þrátt fyrir allan áróður. „Við stöndum frammi fyrir mannaskorti, sem nálgast hrun," segir sjóherforinginn Elmo Zumwalt aðmír- áll. Andúð almennings á hernum hefur tek- ið við af aðdáuninni fyrrum. „Dead for what" (dáinn fyrir hvað?) lét Montgomery-fjöl- skyldan í San Fransisco setja á legstein 19 ára sonar síns, Steve, er féll í Víetnam. Ridgeway herforingi, er var herráðsfor- maður eftir síðustu heimsstyrjöldina, segir: „Aldrei á æfi minni hefur álit hersins orðið fyrir öðrum eins hnekki og sokkið eins djúpt og nú." — Og hvað bíður hermannanna er heim koma? Hvorki þakkir né atvinna. Þeir bætast í atvinnuleysingjaherinn, sem er 5 miljónir fyrir. Þeir koma heim, hafa það á tilfinningunni að háfa verið blekktir og svikn- ir til að berjast, hafa lært að drepa, haía sýkst af eiturnautn (30.000 amerískir her- menn í Víetnam neyta heroins), og þjóðin veit ekkert hvað við þá á að gera. Heima fyrir bíða best skipulögðu glæpafyrirtæki heims þess að hagnýta sér slíka menn. — Herinn er orðinn ótryggur, óvíst hvort hann hlýðir þeim fyrirskipunum, er næst kunna að verða gefnar. Dollarinn er í upplausn, — dollarinn, sem átti að drottna og hefur drottnað, er ekki lengur gulls ígildi. Ræða Nixons 16. ágúst var raunverulega gjaldþrotayfirlýsing ríkisstjórnar hans, hvað efnahagslífið snerti, — og um leið tilraun til að velta kreppunni í Bandaríkjunum yfir á önnur auðvaldslönd. Síðan Nixon tók við í janúar 1969 hefur tala atvinnuleysingjá í Bandaríkjunum vax- ið úr 2,6 miljónum upp í 5,3 miljónir. Samt vex verðbólgan með 6% á ári. Og fram- leiðslan í iðnaðinum minnkaði í júlí sl. um 0,8%. — I hinu lofsungna landi frelsisins er gripið til þrælataka: Allar kauphækkan- ir bannaðar, — og forstjórar auðhringanna fagna, en forustumenn verklýðssamtakanna hóta stéttastyrjöld. Og um leið setja þessir 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.