Réttur


Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1971, Blaðsíða 48
það enn rækilegar en hingað til. Holland hefur fordæmt Nato fyrir stuðninginn við Portúgal. Og í þeirri nefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem fjallar um afnám nýlendukúgunar, var samþykt ályktun, sem fordæmdi Portúgal fyrir eiturefnahernaðinn í Angola. Unesco — menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, — hefur ákveðið að styðja að því að koma upp skólum á hinum frelsuðu svæðum. — Það þarf að viðurkenna frelsishreyfingu Angoiu- búa sem fulltrúa þjóðarinnar. SUDAN í síðari hluta júlí gerðu ungir herforingjar í Sudan skyndibyltingu og steyptu Numeiry hershöfðingja af stóli, sem brotist hafði til valda í maí 1969- Ekki var sannað að kommúnistaflokkur Súdan, sem talinn var sterkasti kommúnista- flokkur Afríku, stæði á bak við þessa bylt- ingu. En nokkrum dögum síðar braust Num- eiry, sem aðeins hafði verið settur í stofu- fangelsi, til valda á ný og lét nú kné fylgja kviði: ógnarstjórn var komið á í landinu, hinir byltingarsinnuðu herforingjar drepnir, gengið var milli bols og höfuðs á kommún- istaflokknum, hinn aldni formaður hans, Madjoub, er setið hafði í fangelsi, var dæmd- ur til hengingar, þótt engin sök væri á hann sönnuð. Var nú greinilegt að afturhaldsöflin í landinu ætluðu að nota tækifærið, til að reyna að kæfa verkalýðshreyfinguna og komm- únistaflokkinn í blóði líkt og afturhaldið í Indónesíu reyndi með blóðbaðinu mikla 1965. Ognarstjórn Numeiry sætti miklum mót- mælum frá verkalýðshreyfingu og komm- únistaflokkum, eklci síst sósíalistísku land- anna. Svaraði Numeiry með brottrekstri ým- issa sendiherra þeirra. Sovétríkin hafa stutt Súdan mjög fjárhagslega, borgaralegar heim- ildir telja að Sovétríkin hafi látið Súdan fá vopn, vélar og matvæli fyrir 3—4 miljarða ísl. króna síðasta ár. — Það var í frásögur fært að kínverska alþýðustjórnin hefði óskað Numeiry til hamingju með að hafa sigrast á byltingarmönnum. Sé það satt, gerist utan- ríkispólitík Kínverja all kaldrifjuð. Stuðningur Sovétríkjanna við Arabalöndin hefur verið gífurlega mikill. Er hann veittur þeim sem þjóðum, er berjist gegn imperial- ismanum. En svo rétt sem sú stefna er fræði- lega séð, að styðja fornar nýlenduþjóðir í frelsisbaráttu þeirra, þá sýnir reynslan af Indónesíu og Arabalöndunum nú, hvílík vandkvæði eru á framkvæmd hennar. Þeir þjóðlegu borgarar eða hershöfðingjar, sem taka þátt í að hrista nýlenduokið af þjóð sinni, geta í einu vetfangi breytst í harðvítuga kúgara gagnvart alþýðu landsins og leita þá jafnframt oft til auðhringanna til að festa völd sín, eins og gerst hefur í Indónesíu. I Arabalöndunum hafa þessir menn sums stað- ar skreytt sig með nafni sósíalista, svo sem í Egyptalandi, þar sem arabíska sósíalistabanda- lagið er eini lögleyfði flokkurinn. Hefur þetta gengið svo langt að jafnvel marxístískir kommúnistaflokkar hafa litið á þá sem sósíal- istíska flokka. Ljóst er að mikil þörf er á gagnrýni og endurskoðun á allri þessari af- stöðu þegar þessir valdhafar koma fram sem böðlar og blóðhundar gagnvart verklýðs- hreyfingu og marxistískum sósíalisma. Það mun ekki fjarri lagi sem sagt hefur verið að þessir valdhafar séu með fæturna í Moskvu en hjartað í Washington. AUÐURINN KÝS Forsetaframboð í Bandaríkjunum er for- réttindi miljónamæringa, ef einhver mögu- 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.