Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 29

Réttur - 01.04.1973, Side 29
19■ marz. Verkamannafélag Siglufjarðar semur við „Bergenska gufuskipafélagið" um að Akureyrarvörurnar í Novu verði ekki af- greiddar neinstaðar án leyfis Verkamannafé- lags Akureyrar og Verkam.fél. Siglufjarðar. 25. marz. Bæjarstjórn Akureyrar og Verka- mannafélag Akureyrar undirskrifa samning, þar sem kauptaxti Verkamannafélagsins er viðurkenndur og kauplækkunartilraun í tunnusmíðinni hrundið. Einnig að málshöfð- anir skuli niður falla. — Þar með er unninn fullur sigur í kaupdeilunni og klofnings- og kauplækkunartilrauninni hrundið. 1.—4. apríl. Þing Verkalýðssambands Norðurlands (V.S.N.) á Akureyri. Gefur út ávarp til verkalýðs, er birtist í „Verkamann- inum" 7. apríl. Þar er skorað á allan verka- lýð að sameinast gegn vaxandi hættu á fas- isma. Skýrt var þar og frá því að uppi hefðu verið hugmyndir um að senda „Ægir" norður hlaðinn hvítliðum, að fyrirætlanir hefðu ver- ið um að flytja þá Jón Rafnsson og Þórodd Guðmundsson nauðuga burt með „Dettifossi". (Slíkir nauðungarflutningar á verkalýðsfor- ingjum höfðu verið framdir 1932 á Axel Björnssyni í Keflavík og Hannibal Valdi- marssyni í Bolungavík. 4. apríl. Jón Rafnsson kallaður fyrir rétt hjá bæjarfógetanum á Akureyri kl. 10. Þeg- ar hann neitar að svara fyrir stéttadómstóli, er hann dæmdur í varðhald. Þing V.S.N. sendir bæjarfógeta mótmælabréf og krefst þess að Jón verði látinn laus. — Þóroddur Guðmundsson kallaður fyrir rétt kl. 4'/2. Neitar að svara, en sleppt. — Klukkan 6 safnast nokkur hundruð manns saman fyrir utan bæjarfógetaskrifstofurnar (í húsi KEA). Einar Olgeirsson heldur ræðu af vörubíls- palli. Mótmæli samþykkt. Jón Rafnsson lát- >nn laus. — Á fundi við Verklýðshúsið tala þeir Jón og Einar síðan til mannfjöldans. Þannig lauk þessari viðureign með alger- Verkfalli lýst yfir. Fylkingar mótast — og siga saman. 93

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.