Réttur


Réttur - 01.04.1973, Side 72

Réttur - 01.04.1973, Side 72
INNLEND n r VÍÐSJÁ □u : YFIRLIT FRÁ 15. FEBRÚAR 15. febrúar: Lagt fram á alþingi frumvarp til laga um heildsölu lyfja, stjórnarfrumvarp. Undirbúið af nefnd sem Magnús Kjartans- son heilbrigðisráðherra skipaði. Um svipað leyti kemur fram frumvarp um lyfjafram- leiðslu ríkisins. Ekki tókst að afgreiða þessi frumvörp á þinginu. 21. febrúar: Lagt fram á alþingi laga- frumvarp um að ríkið fái allan rétt til um- ráða og nýtingar háhitasvæða. Þetta frum- varp varð að lögum á þinginu. 26. febrúar: Samþykkt á alþingi að heim- ila ríkisstjórninni að fullgilda viðskiptasamn- ing við EBE. Samningur þessi kveður á um gagnkvæmar tollalækkanir, en yfirstjórn EBE áskilur sér þó fyrirvara um lækkanir tolla af sjávarafurðum unz „viðunandi” lausn fæst á landhelgismálinu. 8. marz: Morgunblaðið leggur til að Is- lendingar biðji Breta um að þeir láni einn dráttarbátanna, sem gæta veiðiþjófanna, til að hjálpa til í Eyjum. Þjóðviljinn nefnir Morgunblaðið af þessu tilefni „þriðja drátt- arbát brezkra hugsmuna í íslenzkri land- helgi". 9. marz: Samkomulag næst milli háseta og „togaraeigenda". Kjarni samkomulagsins er að hásetalaun hækka um 27%. Verkfall há- seta hefur nú, 9- 3-, staðið í 45 dag. En togaraflotinn var stöðvaður áfram því nú voru yfirmenn í verkfalli. 12. marz: Kosningar fara fram í Starfs- stúlknafélaginu Sókn og eru það einu kosn- ingarnar um stjórnir sem fram fara í verka- lýðsfélögum á þessu ári. A-listi hlaut 336 atkvæði og var Guðmunda Helgadóttir kjör- in formaður, en Margrét Auðunsdóttir gaf ekki kost á sér á nýján leik. B-listinn hlaut 197 atkvæði. 14. marz: Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, greinir frá því í matarboði ungra kaupsýslumanna (!!!) að hann sé hlynntur því að Islendingar sendi málflytj- ana til Haag-dóstólsins. Morgunblaðið er náttúrlega fyrst til þess að birta fréttina og næstu vikur er hart deilt um málið. Þjóð- viljinn og Tíminn hafa eindregna afstöðu í málinu, þingflokkur Alþýðubandalags og Framsóknar sömuleiðis, Bjarni Guðnason úr þingflokki frjálslyndra og Magnús Torfi Olafsson, menntamálaráðherra eru sama sinnis. Engin tillaga kom fram á þinginu um málið áður en því var frestað nema tillaga Bjarna Guðnasonar um að senda ekki mann til Haag. Sú tillaga komst ekki til umræðu. Hannibal flytur tillögu á flokksstjórnarfundi frjálslyndra í maí um að senda mann til Haag, en hún nær ekki fram að ganga. A sama fundi tilkynnir Hannibal að hann vilji losna við ráðherradóm. 19- marz: Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins gerir ályktun um að fráleitt sé að senda mann til Haag (Þjóðv. 20. marz) og næstu vikur á eftir birtast æ fleiri mót- 136

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.