Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 84

Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. MIKIL mildi var að ekki fór verr þegar eld- ur kviknaði í bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í gær- morgun. Málsatvik voru þau að bifreiðinni var ekið á vegrið við Kúagerði og við það rifnaði gat á bensíntank. Mikill eldur kvikn- aði í kjölfarið en ökumanni og tveimur far- þegum tókst að komast út úr bílnum áður en illa fór. Ökumaður bílsins brenndist lít- illega í andliti og á höndum og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en farþegarnir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var bíll- inn gjörónýtur og brunarústir einar á veg- inum. Lögreglan segir að mun betur hafi farið en efni stóðu til, því ekki munaði miklu að bifreiðinni væri ekið fram af mislægum gatnamótum í kjölfar þess að hún lenti á vegriðinu. Ekki er hægt að rekja óhappið til ölvunar en talið er að ökumaður hafi sofnað undir stýri. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um eld í kyrrstæðum jeppa í Kópa- vogi um klukkan hálffjögur í fyrrinótt og er hann talinn mikið skemmdur. Að sögn slökkviliðs eru eldsupptök enn óljós en ekki er útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn barst jafnframt í fólksbif- reið er stóð rétt hjá jeppanum og skemmd- ist hún einnig nokkuð. Bílarnir voru mann- lausir þegar eldurinn kviknaði og engin slys urðu á fólki. Hætt komin þegar eldur kom upp í bíl FLAUTULEIKARINN, söngvarinn og lagasmiðurinn Ian Anderson, sem fór fyrir bresku sveitinni Jethro Tull, leikur á stórtónleikum í Laugardalshöll þriðjudaginn 23. maí, ásamt hljóm- sveit og með- limum úr Reykja- vík Sessions Chamber Orch- estra. Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika hér á landi en Jethro Tull kom hingað til lands árið 1992 og lék fyrir fullu húsi á Akranesi. Ian And- erson stofnaði Jethro Tull í London árið 1968 og er víða þekktur sem maðurinn sem kynnti þverflautuna fyrir rokkinu. | 76 Ian Anderson leikur í Höllinni Ian Anderson ÞUNGAUMFERÐ á Íslandi eykst stöðugt og í fyrra óku þungir bílar 167 milljónir kíló- metra eftir íslenska vegakerf- inu. Þungu bílarnir eru vöru- bílar, hópbifreiðir og öll farartæki yfir 3,5 tonn. Þau þrýsta margfalt meira á þjóð- vegina en fólksbílar og slíta þeim því hraðar. Allra stærstu vagnlestirnar af vörubílum, sem eru 49 tonn og með tengivagn, leggja tæplega 87.000 sinnum meira álag á veginn en venjulegur fólksbíll. Þungaumferðin myl- ur grjótið í undirbyggingu vegarins þannig að burðarþol hans skemmist. Þrýstingurinn frá þunga- umferðinni kemur sérlega illa við vegakerfið þegar frost byrjar að fara úr jörðu, bæði á vorin og í hlýindum um miðjan vetur. Þá þiðnar efsti hluti vegarins og vatn kemst inn í burðarlögin. Vegurinn verður nánast eins og svamp- ur og mikið álag getur stór- skemmt hann. Til að minnka skemmdir eru settar á þunga- takmarkanir. Vegagerðin hef- ur nú þróað nýjan mælabúnað til að meta raka- og frost- ástand í vegum og hefur sett upp frostdýptarmæla víða um land. Mælarnir munu geta veitt betri upplýsingar um ástand veganna og hvaða þyngd þeir þola. Tekið til alvarlegrar athugunar Vegamálastjóri, Jón Rögn- valdsson, segir það hafa kom- ið illa við Vegagerðina þegar leyfilegur öxulþungi var hækkaður úr 10 tonnum í 11,5 tonn, til samræmis við til- skipun frá Evrópusamband- inu. Þetta hafi leitt til þess að vegir sem hannaðir voru fyrir þessa breytingu þarfnist styrkingar fyrr en ætlað var. „Ég á ekki von á öðru en að auknir flutningar á landi verði í brennidepli þegar sam- gönguáætlunin verður endur- skoðuð í haust,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann segir að í ljósi þróunar í landflutningum sé ekki annað hægt en taka mál- ið til alvarlegrar athugunar. „Það þarf auðvitað að gera eitthvað í þessu og breikka þá vegi sem eru of mjóir til að breiðir bílar geti mæst með góðu móti. Við munum skoða þetta mál ofan í kjölinn.“ Vegagerðin hefur þróað frostdýptarmæla sem geta minnkað skemmdir af völdum þungaumferðar Þungaumferð þrýstir á vegakerfið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vegakerfið er ekki hannað til að bera 11,5 tonna öxulþunga. Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Þrýst á þjóðvegina | 22 LJÓST er að skemmdirnar á Flat- eyri í kjölfar aftakaveðursins sem þar gerði sl. föstudagskvöld eru mun meiri en menn gerðu sér grein fyrir í næturhúminu. Er tjónið talið skipta tugum milljóna króna. Í morgunsárið í gær voru með- limir björgunarsveitarinnar Sæ- bjargar á Flateyri mættir á svæð- ið, auk fulltrúa tryggingafélaganna og umboðsmanns Viðlagatrygg- ingar á Ísafirði. Hreinsunarstarf hófst snemma dags í gær en brakið úr trésmíðaverkstæðinu, sem splundraðist í veðurofsanum, hafði dreifst víðsvegar um eyrina og valdið tjóni jafnt á bílum og húsum. „Staðan er slæm. Þetta lítur illa út og við erum að tala um miklar skemmdir,“ sagði Ívar Kristjáns- son, formaður björgunarsveitar- innar Sæbjargar á Flateyri, þegar blaðamaður náði tali af honum, en þá var hreinsunarstarf í fullum gangi. Fjöllin magna upp vindinn Aftakaveður það sem gerði á Flateyri kallast Grundarendaveð- ur. Að sögn Einars Sveinbjörns- sonar veðurfræðings geta skilyrði slíks aftakaveðurs skapast þegar krappar suðvestanlægðir fara norður með Vesturlandinu, en þá stendur hvass vindur þvert á fjöll- in, sem brjóta upp vindinn og magna hann á tilteknum stöðum. Samkvæmt mæli Veðurstofunnar mældust mestu vindhviður 43,9 m/s, en að sögn Einars er ekki úti- lokað að hviðurnar hafi verið mun krappari. Vildu björgunarsveitar- menn á Flateyri, sem vanir eru að vera úti í vondum veðrum, meina að hviðurnar hefðu náð allt að 60 m/s í aftakaveðrinu sl. föstudag. Skemmdir í aftakaveðrinu á Flateyri mun meiri en talið var í fyrstu Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, var meðal þeirra fjölmörgu sem virtu fyrir sér skemmdir á húsum á Flateyri í gærmorgun. Tjón talið hlaupa á tugum milljóna króna Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is  Ótrúlegt að sjá | 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.