Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 1
Úrræðaleysi gagnvart
börnum með geðraskanir
ÚRRÆÐALEYSI ríkir hjá mörgum skóla-
stjórum gagnvart nemendum með geðrask-
anir og erfiða hegðun. „Þetta brennur á
stjórnendum. Ég finn að þetta liggur á þeim
og þeir kvarta yfir þessu,“ segir Hanna
Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Ís-
lands.
Sálfræðingar hjá þjónustumiðstöðinni Mið-
garði segja að markmiðið hljóti að vera að
gera skólana meira sjálfbjarga til að taka á
þessum málum. „Kennarar segja gjarnan við
okkur að þeir hafi ekki þekkingu til að takast
á við margt af því sem fer fram inni í bekkn-
um. Það eru kennararnir sem eru með þess-
um krökkum allan daginn og það er mik-
ilvægt að styðja þá og gera þeim kleift að
mæta þessu,“ segja þeir.
Kennaranemar benda á að meira þyrfti að
kenna um börn með sérþarfir í náminu við
KHÍ.
„Við þyrftum að læra um geðraskanir, lík-
amlegar fatlanir, langveik börn og svo fram-
vegis,“ segir Auður Ásgeirsdóttir, sem út-
skrifast úr KHÍ í vor. Aðrir taka undir og
benda á að meiri agastjórnun þyrfti sömuleið-
is í námið.
Grétar Marínósson prófessor í sérkennslu-
fræðum við KHÍ segir að eins og staðan sé í
skólakerfinu í dag sé það ekki sérfræði-
menntaða fólkið sem sinni börnunum með
mestu sérþarfirnar, það er sálfræðingar,
hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar, námsráð-
gjafar eða sérkennarar. Þetta geri stuðnings-
fulltrúar.
„Við erum komin í þá stöðu að þeir sem
hafa minnsta menntun í þessum efnum, sinna
þessum börnum mest. Þetta er svolítið sorg-
legt og raunar gegn öllum hugmyndum um
hvernig eigi að fara með þessi mál,“ segir
hann.
Bara ekki í mínum bekk!
Sú stefna að hverfisskólar taki við öllum
nemendum, fötluðum sem ófötluðum, gengur
undir nafninu skóli án aðgreiningar. „Ætli
95% kennara segist ekki vera fylgjandi þess-
ari stefnu en síðan fylgir á eftir: Bara ekki í
mínum bekk! Það er það sama og skólarnir
segja oft: Við erum fylgjandi stefnunni, en
bara ekki núna og ekki hér,“ segir Grétar.
Hann segir framkvæmd stefnunnar að
stórum hluta fara eftir því hversu mikils skól-
inn treysti sér til og hvort menn séu til dæm-
is vanir að umgangast fatlaða. Aðrir segja að
meiri bjargir verði aftur á móti að koma til.
Ísland er meðal þeirra landa sem hafa fæst
börn í sérdeildum og sérskólum miðað við
samanburðarlönd. Innan við 1% íslenskra
nemenda er í sérdeildum eða sérskólum. Í
Finnlandi er hlutfallið 5,3%.
Innan við 1% íslenskra
nemenda er í sérdeild-
um eða sérskólum
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Allt litrófið í einni skólastofu | 10–15
STOFNAÐ 1913 123. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Hvíl í friði,
Kalifornía
Arnar Eggert Thoroddsen stiklar á
stóru í sögu Red Hot Chili Peppers | 22
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Arnar, Bjarki og stóru f-in Margfalt úr verki Ekki jafn
gaman að spila einn Sólin er risin og sumar í bænum Atvinna | Stuðl-
að að vinnuréttindum fatlaðra Tapaðir vinnudagar flestir á Íslandi
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
TÍSKUSÝNING útskriftarnema í
fatahönnun við Listaháskóla Ís-
lands fór fram í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi á föstu-
dagskvöldið. Tíu tilvonandi hönn-
uðir sýndu þar sex til átta al-
klæðnaði að viðstöddu fjölmenni
en færri komust að en vildu í sæti.
Meðal sýningargesta voru blaða-
menn frá erlendum tískublöðum.
Fatahönnuðunum var klappað lof
í lófa að sýningu lokinni.
Morgunblaðið/Ómar
Tískusýning útskriftarnema LHÍ
VAXANDI krytur milli Rússa og Banda-
ríkjamanna birtist nú með margvíslegum
hætti. Þannig sagði viðskiptadagblaðið
Vedmosti í gær að ríkisflugfélagið Aeroflot
ætlaði ekki að kaupa bandarískar Boeing-
farþegaþotur eins og áður var rætt um. Í
staðinn væri nú íhugað að kaupa evrópskar
Airbus-þotur. Haft var eftir ónafngreindum
embættismönnum í Moskvu að ástæðan
væri andstaða Bandaríkjanna við inngöngu
Rússa í heimsviðskiptastofnunina, WTO.
Rússar hafa náð samningi við Evrópu-
sambandið um að liðkað verði fyrir inn-
göngu þeirra í WTO, en Bandaríkjamenn
vilja að stjórnvöld í Moskvu beiti sér gegn
svonefndum sjóræningjaútgáfum á tónlist
og kvikmyndum og þjófnaði á hugbúnaði.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna,
hefur undanfarna daga verið á ferðalagi um
nokkur ríki Evrópu og Mið-Asíu. Hefur
hann gagnrýnt Rússa hart og varað þá við
að reyna að beita fyrrverandi sovétlýðveldi
þvingunum. Sagði hann í ræðu í Litháen að
þeir ættu ekki að nota útflutning á gasi og
olíu sem „tæki til að hræða eða kúga, ann-
aðhvort með því að takmarka útflutninginn
eða tilraunum til að einoka flutningsleiðir“.
Rússar segja ummæli Cheneys líkjast
upphafi að nýju, köldu stríði. „Ræðan gerir
með afgerandi hætti út af við leifarnar af
hugmyndum um langtímasamstarf Rúss-
lands og Bandaríkjanna,“ sagði stjórnmála-
skýrandinn Gleb Pavlovskí í samtali við
Interfax-fréttastofuna.
Kaupa
Rússar Air-
bus-þotur?
Krytur fara vaxandi
milli ráðamanna í
Moskvu og Washington
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MIKIÐ er um að farsímar týnist eða þeim
sé stolið. Sjaldan er hægt að góma þjófana
sem skipta þegar í stað um kort í símanum
svo að ekki sé hægt að
rekja slóðina. En nú
hefur indverskt fyr-
irtæki í Mumbai, Micro
Technologies, fundið
svar, að sögn danska
blaðsins Jyllandsposten.
Fyrirtækið hefur
hannað hugbúnað sem
komið er fyrir í minni
farsímans og sendir
búnaðurinn með sjálf-
virkum hætti tölvu-
skeyti til fyrri eiganda með upplýsingum
um nýja númerið og all-nákvæma stað-
setningu á gemsanum. Hægt er að nota
hugbúnaðinn, sem kostar um átta dollara
eða tæpar sex hundruð krónur, í mörgum
gerðum Nokia, Panasonic og Samsung.
Micro Technologies segist þegar hafa selt
um 10.000 eintök af búnaðinum á netinu.
Blaðið segir hentugast að biðja síðan
lögregluna um að hringja í nýja númerið
og fá þjófinn til að skila gripnum. Vara-
samt geti verið að hringja sjálfur, hvað þá
að heimsækja þjófinn enda óvíst hvernig
viðtökurnar yrðu.
Saumað að
símaþjófum
♦♦♦