Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ NÚ Í KI LJU GUNNAR Felix- son, stjórnarfor- maður Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyj- um, gagnrýndi í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins sl. föstudag þau sjónarmið að nýj- ar atvinnugreinar leysi sjávarútveg af sem kjölfesta í atvinnulífinu og yfirlýsingar á Við- skiptaþingi nýlega þar sem fram- leiðsla var afskrifuð sem framtíðar- atvinnugrein og þjónusta hafin til skýjanna. Gunnar sagði einnig að of- uráhersla á uppbyggingu stóriðju undanfarinna ára hefði sett stein í götu annars atvinnurekstrar. „Stjórnvöldum er mikill vandi á höndum, og ég tek fram, svo virðu- legir gestir aðalfundarins misskilji það ekki, að ég er hér ekki bara að tala um ríkisstjórn landsins heldur einnig hin sístækkandi sveitarfélög,“ sagði Gunnar í ræðu sinni. „Stjórnvöld verða að haga efna- hagsstjórninni með þeim hætti að við upplifum ekki aftur efnahagsástand á borð við það sem hér hefur ríkt undanfarin misseri. Og ég efa að stjórnvöldum sé yfirleitt heimilt að mismuna atvinnugreinum með sér- tækum aðgerðum eins og skýr dæmi eru um. Ofuráhersla á uppbyggingu stóriðju undanfarinna ára hefur sett stein í götu annars atvinnurekstrar, jafnvel rutt starfsgreinum úr vegi og valdið þenslu á einum stað en sam- drætti og erfiðleikum annars stað- ar,“ sagði hann. Gunnar sagði Íslendinga fara oft á tíðum mikinn og afskrifa sjávarút- veginn sem undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar að minnsta kosti annað hvert ár í þjóðmálaumræðunni. „Nýjar atvinnugreinar spretta upp og í kjölfarið koma gjarnan yfirlýs- ingar um að eftir ekki ýkja langan tíma leysi þær sjávarútveginn af sem kjölfesta í atvinnulífi á Íslandi. Á ný- afstöðnu Viðskiptaþingi var fram- leiðsla til dæmis afskrifuð sem fram- tíðaratvinnugrein landsins og þjónusta hafin til skýjanna. En at- vinnugreinar – hvernig sem þær eru skilgreindar og hvort sem menn tala um sjávarútveg og landbúnað eða framleiðslu og þjónustu – verða ekki byggðar upp án sambýlis hver við aðra. Þjónusta þrífst ekki lengi án framleiðslu eða hvernig ætla menn að þjóna hver öðrum án framleiðslu matvæla, iðnvarnings eða hátækni- búnaðar svo eitthvað sé nefnt? Það er fráleitt og skammsýnt að halda að einmitt sjávarútvegurinn kalli ekki á aukna þjónustu við við- skiptavini og neytendur í framtíð- inni. Fiskimiðin eru allt í kring um landið. Hlutverk sjávarútvegsins er að nýta þau með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Sjávarútvegurinn þarf og mun laga sig að breyttum tímum. Hann þarf hins vegar að þróast hraðar úr áherslu á veiðar og vinnslu yfir í markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini og neyt- endur.“ Taka púls á sjávarútveginum Bæði Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra voru viðstaddir fundinn og sagði Gunnar það heiður og ánægjuefni að ráð- herrarnir tveir sæju sér fært að vera viðstaddir. „[…]og eins og þar segir: elstu menn muna ekki eftir því að ráðherra sé á aðalfundi þessa félags hvað þá tveir,“ sagði hann. „Og ef þetta er til marks um að ríkisstjórnin sé að taka púls á sjávarútveginum, milliliðalaust, þá hefur hún vandað val sitt því staða og horfur í sjávar- útveginum og samfélagsleg áhrif at- vinnugreinarinnar kristallast óvíða með jafn skýrum hætti og í Vinnslu- stöðinni og umhverfi fyrirtækisins, Vestmannaeyjum.“ Gunnar Felixson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju hérlendis Þjónusta þrífst ekki lengi án framleiðslu Gunnar Felixson Egilsstaðir | Jón Eggert Guðmunds- son hóf strandvegagöngu sína til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands að nýju í gærmorgun á Egils- stöðum. Sl. sumar gekk hann á fimm vikum 986 km, frá Hafnarfirði suður og austur um til Egilsstaða og á nú fyrir höndum að ganga 2.114 km norður og vestur um land- ið fram í miðjan ágúst nk. Gangan er sú lengsta sem vitað er um hér- lendis og verður skv. Jóni Eggerti slegið Íslandsmet við 1.414 km markið og hvað varðar heildarlengd göngunnar. Jón Eggert er 38 ára og starfar sem kerfisfræðingur hjá Reikni- stofu bankanna, en auk þess er hann líffræðingur og kaupsýslu- maður. Meðal fjölbreyttra áhuga- mála má nefna köfun og neðansjávarrannsóknir, leitir að skipsflökum og skráningu þeirra og margt fleira. „Ég er tilbúinn og hef undirbúið mig í allan vetur,“ sagði Jón Egg- ert í samtali við Morgunblaðið við upphaf göngunnar. Fyrsta spölinn áleiðis til Borgarfjarðar eystri gekk hann með Eiríki Bj. Björgvinssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, og nokkrum göngumönnum úr Krabbameinsfélagi Austurlands. „Núna veit ég betur hvað ég á fyrir höndum en þegar ég lagði upp í fyrrasumar. Ég er t.d. búinn að ganga fyrirfram til öll þau skópör sem ég býst við að nota í ferðalag- inu svo ég lendi ekki í blöðruveseni eins og í fyrra. Ég hef líka und- irbúið mig aðeins öðruvísi, verið í lóðalyftingum í vetur og æft göngu á jafnsléttu til að æfa upp réttu vöðvahópana.“ Næring og hvíld mikilvægust Jón Eggert segist koma til með að ganga 25–30 km á dag og stað- næmast á 5 km fresti til hvíldar og næringar. „Í fyrsta stoppi drekk ég vatn, í öðru fæ ég mér ávöxt, í þriðja stoppinu fer ég í flóknari kol- vetni eins og t.d. brauð með kæfu. Svo er ég með Leppin-orkudrykk við höndina og tók 540 flöskur með til ferðarinnar. Ég stigmagna mat- arinntökuna eftir því sem líður á daginn og enda hann með kjöti eða fiski og annarri próteinríkri fæðu til að byggja upp vöðvana. Næt- ursvefninn skiptir líka máli og er um 10 klst. Ég er með I-Pod til að hlusta á meðan ég geng, en að öðru leyti fylgist ég grannt með um- hverfinu, fer í ákveðið hug- leiðsluástand sem erfitt er að lýsa. Dýrmætast við þessa löngu göngu er að upplifa landið og náttúruna á nýjan hátt.“ Jón Eggert mun blogga á hverj- um degi um gönguna á mbl.is og verður hægt að fylgjast með fram- vindunni dag frá degi á slóðinni http://strandvegaganga.blog.is/. Gangan er sem fyrr segir til styrktar Krabbameinsfélagi Ís- lands. Hægt er að leggja fram frjáls framlög inn á sérstakan söfn- unarreikning, 301-26-102005, kt. 700169-2789. Þá er unnt að hringja í söfnunarsímann 907-5050 og verða við það eitt þúsund krónur inn- heimtar með næsta símreikningi. Strandvegaganga Jóns Eggerts til styrktar Krabbameinsfélaginu hafin að nýju Hægt að fylgj- ast með göng- unni á blog.is Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jón Eggert Guðmundsson hóf strandvegagöngu sína í blíðskaparveðri. Með honum gengu fyrsta spölinn Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og félagar í Krabbameinsfélagi Austfjarða. VETURINN í ár er sá fjórði hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga bæði í Reykjavík og á Akureyri, að- eins 1929, 1964 og 2003 voru hlýrri. Þetta kemur fram í gögnum Veð- urstofu Íslands, en þess ber að geta að þar eru vetrarmánuðirnir fjórir skilgreindir sem tímabilið frá des- emberbyrjun til marsloka. Sé apríl- og nóvembermánuðum hins vegar bætt við dettur veturinn, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings, úr þeim fjórða hlýjasta í fjórtánda hlýjasta frá upphafi mælinga í Reykjavík árið 1870. Segir hann þetta þýða að um 9% allra vetra hafa verið hlýrri. Á Akureyri fer veturinn, miðað við sömu mánuði, úr fjórða hlýjasta sæti í það tíunda, en þar hófust samfelldar mælingar árið 1881. Segir Trausti um 7% vetra fyrir norðan hafa verið hlýrri en vet- urinn í ár. Veturinn snjóléttur Að sögn Trausta var veturinn fremur snjólítill um allt land, en á sama tíma var úrkoman umfram meðallag á suðvesturhorni landsins þó þurrara hafi verið fyrir norðan. Eins og fram kom í blaðinu fyrr í vikunni voru aðeins 36 alhvítir dag- ar í Reykjavík í vetur, þar af 3 í apr- íl. Þetta er 29 dögum færra en að meðaltali veturna 1971 til 2000. Að sögn Trausta var veturinn sá sjötti í samfelldri röð snjólítilla vetra í Reykjavík. Bendir hann á að frá því árið 1921 hafi aðeins 14 vetur verið með jafnfáa eða færri alhvíta daga í Reykjavík en þetta árið. Með hlýrri vetrum KYNNT var nýtt merki Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum á aðalfundi fé- lagsins sl. föstu- dag. Merkið hannaði Guðjón Davíð Jónsson, grafískur hönn- uður. Verður það tákn félagsins í framtíðinni í stað gamla merkis Vinnslustöðvar- innar sem hefur fylgt fyrirtækinu undanfarin 60 ár. Nýtt merki kynnt KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á heilsugæsluna í Borgar- nesi eftir bílveltu við Bóndhól á átt- unda tímanum í gærmorgun. Maðurinn missti stjórn á bíl sín- um með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. Var hann einn í bílnum og er grunaður um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi eru meiðsl hans talin minniháttar. Bifreiðin er talin mik- ið skemmd ef ekki ónýt. Þar að auki var einn ökumaður tekinn fyrir ölvun við akstur í um- dæmi lögreglunnar á Borgarnesi í fyrrinótt. Drukkinn ökumaður slas- aðist í bílveltu ÞRETTÁN umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Odda- prestakalli, Rangárvallaprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur rann út 2. maí sl. og embættið veitist frá 1. júlí nk. Umsækjendur eru: Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir Sr. Arnaldur Bárðarson Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur Guðbjörg Arnardóttir guðfræðingur Guðmundur Örn Jónsson guðfræðingur Sr. Guðrún Eggertsdóttir Sr. Ólafur Jens Sigurðsson Salvar Geir Guðgeirsson guðfræðingur Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur Sr. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur Þrettán umsækj- endur um Odda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.