Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 6
6 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÖRF er á að fræða börn og ung- linga um að þau verði að segja full- orðnum frá því fái þau fregnir af því að vinir eða kunningjar hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, jafnvel þó svo að þau hafi lofað að halda því leyndu, sagði Þorbjörg Sveinsdóttir, verkefnisstjóri á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, í erindi sínu á ráðstefnu samtakanna Blátt áfram. Þorbjörg vísaði m.a. í niðurstöður rannsóknar sem Rannsókn og greining gerði á kynhegðun ungs fólks og kynferðislegri misnotkun og náði til tæplega 10.500 fram- haldsskólanema. Þar kemur fram að í flestum tilfellum er vinum sagt frá ef aðili hefur orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. Hún segir það vanmetinn þátt og mikilvægt að börn og unglingar viti hvernig þau eiga að bregðast við. „Við þurfum að kenna börnunum okkar að segja frá ef einhver segir þeim frá kyn- ferðislegu ofbeldi. Þetta eru leynd- armál sem eru alltof mikil byrði fyrir börn og unglinga að bera. Við þurfum einnig að hafa það í huga að börn segja vinum sínum frá í von um að þau leiti til fullorðinna, vegna þess að þau skortir sjálf kjark,“ segir Þorbjörg og segir dæmi um það úr Barnahúsi. Þorbjörg telur mikilvægt að hafa þetta í huga og þá sérstaklega fyrir kennara og aðra sem eru í aðstöðu til að fræða ungmenni. Mikil áhrif fjölmiðla Á ráðstefnunni kynnti Kristín Berta Guðnadóttir, nemi á fjórða ári í félagsráðgjöf við Háskóla Ís- lands, jafnframt niðurstöður úr rannsóknarverkefni sem hún vann um áhrif fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðislega misnotkun á mála- fjölda í Barnahúsi. Hugmyndin að verkefninu vaknaði í kjölfar útgáfu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem Gerður Kristný skráir sögu Thelmu Ásdísardóttur um grimmi- legt ofbeldi frá hendi föður síns, en bókin kom út í október í fyrra. Kristín Berta velti því fyrir sér hvort slík umfjöllun skilaði sér í auknum tilkynningum til barna- verndarnefndar en bókin vakti, eins og kunnugt er, gríðarlega athygli og skapaði mikla umræðu í þjóð- félaginu. Í rannsóknarverkefninu voru fréttir fjögurra mánaða skoðaðar, í Morgunblaðinu og sjónvarpsfrétt- um og Kastljósi Ríkisútvarpsins. Skemmst er frá því að segja að gríðarlegur munur var á milli októ- bermánaða árið 2004 og 2005. Í október árið 2004 komu níu börn í rannsóknarviðtal í Barnahúsi en í október ári síðar voru viðtölin við börn 27 – af þeim greindu sextán frá kynferðisofbeldi í viðtalinu. Til samanburðar komu fimmtán börn í viðtal í Barnahúsi í september í fyrra og ellefu börn í ágúst. Þar að auki komu níu börn beint í meðferð hjá Barnahúsi í október- mánuði á síðasta ári og voru því alls 36 börn sem þangað komu. Ætla má að 25 þeirra hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Á öllu árinu 2004 komu 166 börn í rannsóknarviðtal í Barnahús en þeim hafði fjölgað í 183 börn árið á eftir. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að á árinu 2004 voru fáar sem engar fréttir um tilkynningaskyldu fólks, þ.e. ef grunur leikur á að barn hafi orðið fyrir misnotkun, en þær voru þrettán í októbermánuði árið 2005. Vinum í flestum tilfellum sagt frá kynferðislegu ofbeldi Verða að læra að rjúfa gefin loforð um þögn Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAMKEPPNI í símaþjónustu jókst í gær þegar Hive-fjarskiptafyrir- tækið tilkynnti um þá nýjung að bjóða viðskiptavinum sínum upp á almenna símaþjónustu. Greitt er ákveðið mánaðargjald fyrir heimasíma hjá Hive, en ókeypis er að hringja í aðra heimasíma. Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hive, segir að einn stærsti munurinn á heimasíma hjá Hive og samskonar þjónustu hjá samkeppnisaðilunum séu ódýrari símtöl til útlanda. Viðskiptavinir muni geta hringt á 75–93% lægra verði til útlanda úr heimasímum, t.d. kosti símtal til allra helstu viðskiptalanda Íslands 4,90 kr. mínútan. Meðal þeirra landa sem falla í þann flokk eru Bandaríkin, flest Evrópulönd, Hong Kong og Kína. Samkvæmt verðskrá Og Voda- fone og Símans kostar símtal til Bandaríkjanna, Hong Kong og flestra landa Evrópu 19,90 kr. mínútan, og símtöl til Kína 69 kr. mínútan. Einungis þeir sem eru þegar viðskiptavinir Hive geta fengið heimasíma hjá fyrirtækinu, enda notar símakerfið ADSL-línu við- komandi til að flytja símtöl. Það er í raun lykillinn að því að bjóða upp á ódýrari þjónustu, segir Arnþór, enda geri ný tækni mögulegt að nota sama kerfið til að flytja símtöl, netumferð og jafnvel sjónvarpsútsendingar. „Hagkvæmnin og hagræðið sem af þessu fæst er verulegt, þegar einungis þarf að reka eitt fjar- skiptakerfi til þess að gera það sem mörg ólík og ósamstæð kerfi gerðu áður,“ segir Arnþór. Um 65% heimila á landinu geta gerst áskrifendur hjá Hive eins og staðan er í dag, segir Arnþór. Kerfi fyrirtækisins nær til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ í Hafnarfjörð, auk þess sem Vestmannaeyjar eru inni í kerfinu. Hann segir að stefnt sé að frekari uppbyggingu á kerfinu til að auka fjölda þeirra sem geti tengst því. GSM-þjónusta á næsta leiti? Hive er nú með um 15% mark- aðshlutdeild á ADSL-þjónustu á landsvísu, og um 20% þegar ein- göngu er litið til þess svæðis sem fyrirtækið starfar á, segir Arn- þór. Hann segir að stefnt sé að því að ná svipuðu hlutfalli í heimasímaþjónustu, en jafnframt sé stefnt að því að auka hlutdeild félagsins á báðum sviðum. Aðspurður segir Arnþór að Hive sé nú að skoða alvarlega næsta skref á fjarskiptamark- aðinum; að bjóða viðskiptavinum sínum upp á GSM-þjónustu. Ný tækni þar sem GSM-símtöl eru flutt í gegnum þráðlaust net sé að ryðja sér til rúms, og ekki ólík- legt að félagið reyni að hasla sér völl á því sviði í framtíðinni. „Við væntum þess að Ísland muni fylgja þeirri þróun sem ver- ið hefur í Vestur-Evrópu, þar sem ráðandi farsímafyrirtækjum er gert skylt að opna sín fjar- skiptakerfi fyrir smærri aðilum, […] að veita aðgengi að sínu GSM-kerfi í þeim tilgangi að auka samkeppni og gera minni aðilum kleift að komast inn á markaðinn án þess að fjárfesta sjálfir í möstrum og sendum,“ segir Arn- þór. Hive-fjarskiptafyrirtækið færir sig á heimasímamarkaðinn Kostar 5 krónur að hringja til Kína Morgunblaðið/Ómar Þorsteinn Baldur Friðriksson, markaðsstjóri Hive, hringir úr nýja kerfinu í gær, undir vökulu auga Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sl. fimmtudag hafnaði kröfu Jóns Ólafssonar um að felld yrði niður rannsókn ríkislög- reglustjóra á hendur honum, hefur verið kærður til Hæstaréttar. Ragnar Aðalsteinsson, hrl og verj- andi Jóns, segir að í málinu reyni á skylda þætti og hafa komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og hæstarétt bæði Svíþjóðar og Noregs. Hélt Ragnar því m.a. fram fyrir hér- aðsdómi að í rannsókn ríkislögreglu- stjóra væri verið að rannsaka sömu háttsemi og þegar hefði verið rann- sökuð hjá skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, sem hefði ákvarðað Jóni refsingu með skattaálagi. Óheimilt væri að refsa fyrir sama brotið tvívegis og láta hann undir- gangast öðru sinni opinbera rann- sókn á háttsemi sem þegar hefði ver- ið refsað fyrir. „Það er ekki rétt sem segir í úr- skurðinum að það sé verið að rann- saka eitthvað ann- að en þegar hefur verið rannsakað,“ segir Ragnar. „Það er þessi tvírefsing sem er brot gegn sjöunda viðauka við Mannréttinda- sáttmála Evr- ópu,“ segir Ragn- ar. Afar mikilvægt mál „Þetta er að mínu viti afar mikil- vægt mál, ekki eingöngu í þessu til- viki, heldur fyrir mörg önnur. Þegar Hæstiréttur Noregs fjallaði um sambærileg tilvik var hann full- skipaður. Hins vegar eru kærumál hér almennt flutt skriflega fyrir þriggja manna dómi en heimilt er að fjölga dómurum í fimm og flytja þau munnlega í undantekningartilvik- um.“ Skattamál Jóns Ólafssonar Úrskurður kærður til Hæstaréttar Ragnar Aðalsteinsson INNRITUN í framhaldskóla vegna náms næsta vetur, skóla- árið 2006-2007, fer fram frá 15. maí næstkomandi til 12. júní, en allar umsóknir um nám í dag- skóla næsta vetur verða nú raf- rænar. Sótt verður um á netinu og berast umsóknirnar beint til viðkomandi framhaldsskóla. Allir nemendur í 10. bekk grunnskóla fá sendar heim leið- beiningar ásamt veflykli sem veitir þeim aðgang að innritun í skólana. Umsækjendur sem luku námi fyrir árið 2005 þurfa að sækja um veflykil á www. menntagatt.is. Umsækjendur velja skóla til að sækja um og skóla til vara, auk námsbrauta og annars sem í boði er í einstökum skólum. Hægt er að breyta umsóknum allt þar til frestur rennur út 12. júní, en eft- ir það er hægt að fylgjast með af- greiðslu umsóknarinnar. Fái nemandi ekki inni er umsókn send til þess skóla sem nefndur er til vara. Fá bréf sent heim Þegar umsóknir hafa verið af- greiddar fá umsækjendur sent heim bréf um afgreiðsluna og þurfa þeir að staðfesta veitta skólavist með greiðslu innritun- argjalds. Nám í kvöldskóla og fjarnám er með hefðbundnum hætti og fer innritun fram í þeim skólum sem hafa slíkt nám í boði. Innritun í framhalds- skóla er til 12. júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.