Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 11
ar ráði einfaldlega þetta fólk segir hún skól- ann vera kennslustofnun og að hann fái fyrst og fremst fé til kennslustunda og til að ráða kennara. Innan við 1% nemenda í sérúrræðum Ísland er meðal þeirra landa sem hafa fæst börn í sérúrræðum miðað við samanburð- arlönd, það er önnur lönd í Evrópu. Innan við 1% íslenskra nemenda er í sérdeildum og sérskólum. Á upplýsinganetinu Eurydice (eurydice- .org), sem inniheldur tölfræði um menntun í Evrópu, kemur fram að á Íslandi hafi fjöldi nemenda sem settir hafi verið í sérbekki, sér- deildir eða sérskóla alltaf verið lágt hlutfall af öllum nemendum. Þar segir að árið 2004 hafi 155 nemendur verið í fjórum sérskólum landsins á grunnskólastigi og um það bil 50 nemendur í sérdeildum í almennum skólum. Hvar eru þá hinir? Inni í almennu bekkj- unum. Það er sú stefna sem oftast er talað um sem skóla án aðgreiningar. Í aðalnámskrá grunnskólanna segir að grunnskólar eigi að taka við öllum börnum hvernig sem á standi um atgervi þeirra til líkama og sálar, fé- lagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða greind og greindarskort og allt þar á milli. Þótt stefnan um blöndun í bekki sé eldri er það þarna, árið 1999 þegar ný útgáfa skrár- innar er gefin út, sem fest er á blað að meg- instefnan sé sú að „allir nemendur eigi þess kost að stunda nám í heimaskóla sínum“. Samkvæmt því á almenni skólinn að taka við öllum börnum í hverfinu en foreldrar hafa enn val um að senda börn sín í sérskóla. Það Og geta kennarar þá „mætt öllum nemendum“, eins og krafan er? Prúðum nemendum, samviskusömum, líkamlega fötluðum, afburða- greindum, félagsfælnum, málglöðum í meira lagi — öllu litrófinu? grunnskóla Reykjavíkurborgar. Haft var eft- ir henni að í 20 manna bekk þar sem kannski væru fimm einstaklingar með hegðunarfrá- vik, segðu kennarar að þeir réðu einfaldlega ekki við hlutina án þess að fá aðstoð í formi þroskaþjálfa, fleiri kennara eða fjármagns. „Ég finn að þetta liggur mikið á mörgum kennurum,“ sagði hún. Það sama á við um þá kennara sem Morg- unblaðið ræddi við. „Ég er ekki geðlæknir og heldur ekki sálfræðingur,“ benti einn sem dæmi á. „Kennarar eru almennt með alltof stóra bekki til að geta kynnst nemendum sín- um nægilega vel og fylgst með hvort eitthvað sé að,“ fullyrti annar. Uppeldisnámskeið og föstudagssamvera Víða er ýmislegt gert til að mæta börnum með geðraskanir og hegðunarfrávik og taka á verkefni áður en það verður að vandamáli. Í mörgum skólum hafa verið stofnuð ráð- gjafar- eða lausnarteymi, þar sem sitja til dæmis sálfræðingar og námsráðgjafar og kennarar geta leitað til með erfið mál og þeg- ið ráð. Það finnast hegðunarver, jákvæð aga- stjórnun, föstudagssamvera með foreldrum og mánaðarlegar umsagnir sem sendar eru út um félagslegt gengi barnsins í skólanum. Það eru SOS námskeið fyrir þá sem koma að uppeldi barna í Reykjanesbæ. Það er PMT- verkefni (Parent Management Training) í Hafnarfirði og bráðlega á Akureyri. Finna má hluti eins og lífsleiknideild við Grunn- skólann í Sandgerði, sem er fyrir nemendur sem eiga við námserfiðleika, hegðunarvand- kvæði eða félagslega erfiðleika að stríða. Fleira má telja til. Engin leið er hins vegar að gera tæplega 200 skólum skil. Víðsvegar er unnið frábært starf – en víða eru líka kennarar í vanda, ráðalausir for- eldrar og skólastjórar á milli steins og sleggju. Eins og fram kom í síðustu grein eru skólamálin ástæða þess að flestir foreldrar leita til Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar fyr- ir börn með sérþarfir. Sums staðar eru skólamál barnanna komin í mikinn ólestur. Úrræðaleysi brennur á skólastjórnendum Formaður Skólastjórafélags Íslands, Hanna Hjartardóttir, segir úrræðaleysi hjá mörgum skólastjórum gagnvart nemendum með geðraskanir og erfiða hegðun. „Þetta brennur á stjórnendum. Ég finn að þetta liggur á þeim og þeir kvarta yfir þessu,“ segir hún. Í félaginu eru 570 skóla- stjórar, aðstoðarskólastjórar, deildarstjórar og starfsmenn á skólaskrifstofum. Hanna bendir á að það hafi margsýnt sig að hætta sé á að skólastjórar kikni undan álaginu og að fljótt verði vart við svokallaða kulnun í starfi. „Það er meðal annars vegna úrræða- leysis gagnvart nemendum og út af málum sem upp koma og mönnum finnst þeir ekki geta leyst. Slíkt fær auðvitað á fólk,“ bendir hún á. Hanna segir að meðal annars vanti fleiri pláss á Barna- og unglingageðdeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss (BUGL). „Þeir sem þyrftu að komast á BUGL verða að bíða og einungis allra veikustu krakkarnir kom- ast inn. Hinir eru bara í skólunum og eiga kannski ekkert heima þar. Við þyrftum einn- ig að sjá fleiri úrræði inni í sjálfum skól- unum, til dæmis fleiri stuðningsfulltrúa og fleira fagfólk sem getur hjálpað okkur að leysa úr vanda sem upp kemur,“ segir hún. Aðspurð hvað komi í veg fyrir að skólastjór- skal þó bent á að mörg barnanna með hegð- unarfrávik og geðraskanir voru í almennu bekkjunum áður en stefnan var sett á blað. Þónokkrir urðu til að benda Morgun- blaðinu á hversu talan um hlutfall barna í sér- úrræðum er lág. Að bera tölur um þetta sam- an á milli landa getur verið erfitt, þar sem skilgreiningar eru mismunandi. Eftirgrennsl- an leiddi þó í ljós að hlutfallið í Danmörku er 2,2%, Hollandi 5,2% og í Finnlandi sem dæmi 5,3%. Samkvæmt Eurydice voru 3,9% af finnskum nemendum í sérbekkjum eða í sér- skólum árið 2004 og 1,5% tóku að hluta til þátt í skólastarfinu í almennum skóla. Bara ekki í mínum bekk … Viðmælendur Morgunblaðsins lýsa stefn- unni um skóla án aðgreiningar almennt sem fallegu markmiði, fallegri hugarsýn, og að auðvitað sé gott að fatlaðir og ófatlaðir nem- endur umgangist hver annan og að við lærum að við séum ekki öll eins. „Þarna er verið að halda samfélaginu saman sem einni heild en ekki hólfa allt niður,“ sagði einn. Margir gagnrýna hins vegar framkvæmdaþáttinn og segja að meiri bjargir verði að koma til. Fjöl- mennir bekkir með mörgum börnum með sér- þarfir og einum kennara, gangi ekki upp. „Ætli 95% kennara segist ekki vera fylgj- andi þessari stefnu en síðan fylgir á eftir: Bara ekki í mínum bekk! Það er það sama og skólarnir segja oft: Við erum fylgjandi stefn- unni, en bara ekki núna og ekki hér. Fram- kvæmd stefnunnar fer mjög mikið eftir því hversu mikið skólinn treystir sér til að gera og hvort menn séu til dæmis vanir að um- gangast fatlaða. Þegar á hólminn er komið eru krakkar með sérþarfir lítið vandamál,“ segir Grétar Marínósson, prófessor í sér- kennslufræðum við KHÍ. „Vandamálið eru hinir fullorðnu með sínar hugmyndir um hvað sé hægt og hvað ekki. Þegar þetta er rætt eru stærstu bekkirnir í skólunum líka mjög oft nefndir, enda er það kennurum til framdráttar. Meðaltal barna í almennum bekk í grunnskóla á landsvísu í dag er hins vegar 16-17 og í Reykjavík um 20. Þó að þar finnist líka 24 og 26 manna bekkir er það bara ákvörðun skólans og fræðslu- yfirvalda að gera það þannig,“ segir Grétar. Hrefna Haraldsdóttir foreldraráðgjafi bendir á að í dag sé mikið rætt um svokallaða einstaklingsmiðaða námskrá. „Það er stund- um ekki nógu vel staðið að því af hálfu kenn- ara að aðlaga námsefni fyrir börn með sér- þarfir. Ég held hins vegar að kennarar standi oft einir og boðleiðirnar séu ef til vill ekki skýrar innan skólans. Þetta er margvíslegur vandi og við græðum ekki á að finna blóra- böggla,“ segir hún. Barn sem lendir í átökum við starfsfólk Styrinn um blöndunina í skólakerfinu virð- ist ekki standa um fjölfötluð börn sem hafa aðstoðarmann með sér eða barn í hjólastól sem ekki á við náms- eða félagserfiðleika að stríða. Hann virðist fyrst og fremst standa um börnin sem til dæmis eru mjög hvatvís og lenda jafnvel í átökum við starfsfólk. Hann snýst einnig um börn með hávaða og læti, þótt það tengist raunar ekki endilega skóla án aðgreiningar. „Ýmislegt er á pappír í dag en ekki á borði. Foreldrar hafa samkvæmt stefnunni val um hverfisskóla en við sjáum börnin oft hrekjast þaðan í sérskólana vegna þess að þau fá ekki þann stuðning sem þau þurfa,“ segir Ragna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 11 ÍVAR er 14 ára og verður fimmtán í sumar. Hann hefur mikinn áhuga á tölvum og finnst gaman að grúska í hinu og þessu. Ívar er með svokallaða fé- lagsþroskaröskun eða eins og foreldrar hans kalla það: Félagslega lesblindu. Hann er sein- þroska félagslega. Ívar var 7 ára þegar hann fékk greininguna en þá kom einnig í ljós að hann á erfitt bæði með fín- hreyfingar og grófhreyfingar. Að sama skapi varð ljóst, sem foreldrarnir höfðu svo sem vitað, að Ív- ar var afburða vel gefinn. Foreldrarnir benda á að það geti í raun gert málið enn erfiðara, enda sé þá um svo mikinn misþroska að ræða. „Það er svo langt á milli þess sem hann getur og getur ekki,“ útskýrir móðir hans. Lítill stuðningur við kennara Fljótlega eftir að Ívar byrjaði í skóla komu upp vandamál hjá honum félagslega. Foreldrarnir þekktu kennarann og hann hafði mikinn skilning á málinu. Ívar lenti hins vegar í einelti sem illa gekk að vinna með. „Það má segja að annars vegar höfum við mjög góða reynslu af skólanum og hins vegar afar slæma. Það er að segja, við höfum fundið fyrir miklum vilja til að leysa málin en úrræðin hafa verið fá. Við skiljum vel að kenn- ari með 20 börn geti ekki auðveldlega tekið á hegðunarerfiðleikum eða vandamálum sem upp koma í bekk. En þegar því sleppir er ekki sjálf- gefið að það sé eitthvað annað, kennarinn fær stundum svo takmarkaðan stuðning,“ segja for- eldrarnir. Vandamál Ívars koma fyrst og fremst fram þegar hann er með fólki sem hann þekkir ekki og í stórum hópi eins og í skólanum. Þetta er því ekki eitthvað sem foreldrarnir geta „lagað“ heima, milli þess sem drengurinn fer í skólann. Það verður að taka á þessu í skólanum. Eins og foreldraráðgjafi benti Morgunblaðinu á: „Heima hjá þér ertu ekki með 100 börn og ofboðslegt áreiti!“ Skólastjórinn gefur tóninn Ívar var fimm ár í skólanum og leið ekki vel. Hann var ekki endilega með læti í kennslu- stundum en gat að sögn foreldranna verið mjög erfiður við kennarana, staðið uppi í hárinu á þeim og verið með stæla. „Greiningunni sem hann er með fylgir ákveðinn athyglisbrestur og við sáum að þetta myndi illa ganga í efstu bekkjunum í jafnstórum skóla, þegar meira los verður á öllu og kröfurnar aukast. Kennarar verða fleiri en áð- ur og krakkar þurfa gjarnan að fara um allan skóla í tíma. Það hljómar kannski furðulega en getur reynst einhverjum eins og honum ofboðs- lega erfitt. Skólinn réð auk þess ekki við eineltið og drengurinn var búinn að vera í mörg ár inni á bókasafni í frímínútum,“ segja foreldrarnir. Þeir ákváðu í framhaldinu að skipta um skóla og vildu að nýi skólinn yrði fámennari, persónulegri og með minni bekki. Í þeim skóla hefur gengið vel. Foreldrar Ívars benda á að börn sem lögð séu í einelti séu oft þau sem skipti um skóla en ekki þau sem standa fyrir eineltinu og spyrja: Hvaða skilaboð eru það til barnanna? „Það þarf að halda fast utan um börn með hvers konar frávik og hjálpa þeim að vinna úr brestunum. Mestu máli skiptir að sjálfstraustið fari ekki og börnin hafi trú á því að þau geti eitt- hvað,“ segir móðir Ívars. Ívar er í dag á vægum þunglyndislyfjum og foreldrarnir rekja þunglynd- ið til þess hvernig hann upplifir sig og vangetu sína í skólanum og almennum samskiptum. „Eftir að hann fór á lyfin má í raun segja að við höfum fengið hann aftur. Umræðan um að í dag séu bara öll börn á lyfjum og verið sé að lyfja alla upp, getur verið óþolandi. Það er í raun mjög ljótt þegar fólk tjáir sig um lyf og lyfjanotkun án þess að hafa nokkra reynslu af því sjálft eða vita um hvað málið snýst.“ Foreldrar Ívars benda á að miklu meiri sam- vinnu þurfi á milli foreldra og skóla og að hún verði að vera á báða bóga. „Stundum vilja for- eldrar ekki vinna með skólanum en oft sýnir skól- inn heldur engan samstarfsvilja. Áhugi skóla- stjóra skiptir miklu máli. Það er hann sem gefur tóninn. Góð samskipti við kennarann eru líka grundvallaratriði,“ útskýra þeir og bæta við: „Kannski má segja að almennt séum við farin að gera algjörlega óraunhæfar kröfur til skólakerf- isins og þess hvað það á að geta tekist á við. Hitt er annað mál að ein ríkasta þjóð í heimi hlýtur að geta sinnt einhverju eins og þessu svo vel sé.“ „Tölvukall“ með athyglisbrest Það þarf að halda fast utan um börn með hvers konar frávik og hjálpa þeim að vinna úr brestunum. Mestu máli skiptir að sjálfstraustið fari ekki. Hvernig á að bregðast við ef barn truflar mikið eða lendir jafnvel í átökum við starfsfólk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.