Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 12
12 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Verkefni eða vandamál?
K. Marínósdóttir, framkvæmdastjóri Um-
hyggju, félags til stuðnings langveikum börn-
um.
Umræðan um skóla án aðgreiningar er stór
og mikil og snertir allt frá því hvort betra sé
að vera í bekk með þeim sem eru með svipaða
námslega getu, til þess hversu mikla þekk-
ingu skólarnir hafi á því sem þeir eiga í dag
að sinna.
Hvað með hin börnin?
Erfiðust eru börnin með alvarlegu geð-
raskanirnar. Að sinna þeim og finna út úr
þeirra málum tekur mikinn tíma og ég held
að þetta valdi skólastjórum almennt hugar-
angri. Svo segir skólastjóri sem Morgunblað-
ið ræddi við. Þetta stemmir við könnun sem
Gallup gerði á meðal kennara fyrir nokkrum
árum.
„Foreldrar biðja mann oft um að gera eitt-
hvað fyrir barnið sitt sem maður getur ekki
veitt, vegna þess að maður hefur ekki fjár-
magn til þess. Það er auðvitað mjög erfitt,“
segir skólastjóri í öðrum skóla. Rétt þykir að
nefna ekki nöfn þegar vísað er í börn eða
barnahópa í skóla viðkomandi. Skólastjórinn
nefnir sem dæmi dreng sem kom af leikskóla
í haust, þar sem hann hafði fengið sérúrræði
og mikinn stuðning.
„Mér var sagt að strákurinn þyldi illa að
vera í stærri hópi en með fjórum til tíu nem-
endum og þyrfti helst manninn með sér. Þar
sem hann féll ekki undir viðmiðunarreglur
fékkst ekki sérstakt fjármagn með honum.
Ég fæ 90 sérkennslustundir á viku fyrir nem-
endurna í skólanum. Þetta er allt reiknað eft-
ir ákveðnum formúlum og miðað við nem-
endafjölda. Ef ég ætla að hafa sérstakan
starfsmann með barninu, eins og bent hefur
verið á að það þurfi, nota ég til þess 30 stund-
ir á viku. Það er einn þriðji af sérkennslu-
stundunum sem ég hef fyrir öll börnin í skól-
anum! Hvað þá með hin börnin sem líka þurfa
á þessu að halda?“ segir hann og bætir við:
„Þrátt fyrir að ég vildi svo sannarlega að litli
drengurinn hefði starfsmann með sér get ég
hreinlega ekki komið því í kring. Svona stöðu
stendur maður frammi fyrir og síðan er nán-
ast staðið yfir manni og barið í borðið og sagt
að börnin hafi rétt á manninum með sér.
vexti? Eins og Ólafur Loftsson, formaður Fé-
lags grunnskólakennara, orðar það: „Ég geri
ekki ráð fyrir að þú finnir skólastjóra sem
ekki vilji veita bestu mögulegu þjónustu sem
hann getur en hann hefur náttúrlega bara
eitthvað ákveðið í höndunum og verður að
vinna eftir því.“
Ólafur bendir ennfremur á að kennarar séu
sérfræðingar í kennslu, það sé þeirra starf.
Auðvitað sé hins vegar margt sem tengist
nemendum í erfiðleikum og sé ekki á þeirra
sviði. „Þess vegna verður að hafa fagfólk inni
í skólunum sem kennarar geta leitað til. Ef
upp koma flókin vandamál sem þeir ráða ekki
við, verður að leysa þau í samstarfi við aðra.
Eftir því sem vandamálin verða sértækari
verður erfiðara að ætlast til að kennarar geti
tekið á þeim.“
Lág laun skapa „rennerí“
Þeir sem oft koma inn í málin eru stuðn-
ingsfulltrúar. Hvað er í verkahring þeirra og
hvað ekki er mismunandi eftir sveitarfélögum
og skólum. Félag stuðningsfulltrúa bendir á
að samræmda starfslýsingu vanti. Sums stað-
ar sé menntun sem þeir geti náð sér í, til
dæmis í Borgarholtsskóla, viðurkennd til
launahækkunar og sums staðar ekki. Launin
séu líka mismunandi.
Í Stuðningsfulltrúafélagi Suðurnesja eru
um 50 félagar. Að sögn Guðnýjar Kristjáns-
dóttur félagsmanns sem einnig situr í stjórn
félagsins á landsvísu, eru þeir allir konur. Sé
launatala sem hún gefur upp fyrir ákveðna
stöðu á sínu svæði, umreiknuð í 100% starf,
fást út 140.000 krónur. Það eru um 100.000
krónur útborgaðar á mánuði. Guðný segist
halda að oftast sé stutt vel við nýtt starfsfólk
í skólunum og bendir á að margir starfsmenn
sæki námskeið og annað til að efla færni sína.
Viðmælendur Morgunblaðsins bentu ítrek-
að á að lág laun stuðningsfulltrúa og skólaliða
sköpuðu „rennerí“ sem reyndist sérlega erfitt
fyrir börn sem þurfa mikið öryggi og skýrar
reglur. Mannaskipti væru álag á alla en sér-
staklega þessi börn.
Grétar Marínósson hjá KHÍ bendir á að
þeir sem sinni börnunum með mestu sérþarf-
irnar séu ekki sálfræðingarnir, hjúkrunar-
fræðingarnir, þroskaþjálfarnir, námsráðgjaf-
Góð samvinna heimilis og skóla er lykilatriði og hana verður að efla markvisst.
Þá gengur lífið út á að finna þessi 5% nógu snemma og halda þeim í
skefjum eða vísa þeim í burtu. Þetta er ákveðinn hugsunarháttur.
Þetta verður eins og hálfgerð svipa, að barnið
sé með greiningu og eigi að fá sérúrræði.“
Margir bentu Morgunblaðinu einmitt á að
togstreita skapaðist þegar greiningar frá sál-
fræðingum eða öðrum segðu að barn þyrfti á
sérstuðningi að halda, en ekki fengist sér-
fjármagn með því. Þá skapaðist sú staða að
foreldrar hefðu í höndunum pappír sem segði
eitthvað allt annað en skólinn réði við.
Auðvitað á alls ekki að blanda foreldrum
barna með sérþarfir inn í umræðu um pen-
inga og það hvað kostar að hafa barnið þeirra
í skóla, eins og bent var á í síðustu grein.
Velta má fyrir sér hvort það sé samt við
svona aðstæður sem það gerist.
Sérkennsla fyrir heitavatnspeninga …
Skólastjóri Ölduselsskóla í Reykjavík,
Reynir Daníel Gunnarsson, bendir á að
stundum verði skólastjórar að taka úr öðrum
rekstrarliðum til að geta sinnt sérkennslunni
sem skyldi. „Veðurfarið í vetur hefur til dæm-
is gert það að verkum að útisundlaugin sem
við erum með hérna við skólann, hefur ekki
verið jafndýr í rekstri og venjulega og við
höfum ekki þurft að kaupa jafnmikið heitt
vatn. Þarna skapast smá svigrúm. Oft er
þetta nú ekki flóknara en þetta! Maður reynir
að finna peninga þar sem hægt er, því auðvit-
að vilja allir sinna þessu eins vel og mögulegt
er.“
Aðspurður hvað hann hefði gert ef veður-
farið hefði verið annað svarar Reynir Daníel
sposkur: „Ja, ef það hefði verið harðbruna-
gaddur í allan vetur hefði vonandi einhver
annar liður sparast einhvers staðar annars
staðar.“
Kallast þetta ekki að sníða sér stakk eftir