Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 13 arnir eða sérkennararnir. „Við erum komin í þá stöðu að þeir sem minnsta menntun hafa í þessum efnum, sinna börnunum mest. Þetta er svolítið sorglegt og raunar gegn öllum hugmyndum um hvernig eigi að fara með þessi mál,“ segir hann. Leggur skólinn lítið fram? Margir benda á að góð samvinna heimilis og skóla sé grundvallaratriði í því að ráða bót á erfiðleikum nemenda, ekki síst hegðunar- erfiðleikum. Ónóg samvinna þarna á milli sé einn veikasti hlekkur skólastarfsins. „Ég talaði um það við kennarann að við hefðum skilaboðabók, þar sem skráð væri niður ef eitthvað gerðist áður en drengurinn kæmi í skólann og ef eitthvað kæmi upp á yfir daginn, bara svo allir vissu hvað væri að ger- ast. Kennarinn vildi það ekki,“ segir móðir hins 12 ára gamla Valdimars sem er með Tourette og byrjaði nýlega að sýna ofbeldis- hegðun. „Okkur kennaranum gekk ekki nógu vel að vinna saman. Samstarfið við kennar- ann er hins vegar það mikilvægasta og ef það virkar ekki, þá verður þetta svo erfitt,“ segir hún. „Menn verða að átta sig á mikilvægi þess að skólinn og heimilin vinni saman að málunum og séu samstiga,“ segir önnur móð- ir. Almennt má segja að það standi upp úr hjá mörgum foreldrum að skólinn sé óvirkur og legði lítið fram að eigin frumkvæði. Oft mætti grípa miklu fyrr inn – áður en smámál yrði að stórmáli. Agastjórnun og ofvirkni í Kennó En hafa kennarar þekkingu til að takast á við þetta? Auður Ásgeirsdóttir, sem útskrifast úr KHÍ í vor segist ekki hafa hugmynd um hvernig fást eigi við til dæmis ofvirk börn með mikinn athyglisbrest. „Við höfum í raun ekki farið neitt sérstaklega í mál eins og þessi í náminu í Kennó, þetta hafa bara verið hlutar af námskeiðum og valnámskeið. Við þyrftum að læra um geðraskanir, líkamlegar fatlanir, langveik börn og svo framvegis,“ segir hún. Aðrir nemendur taka undir og benda á að meiri agastjórnun vanti sömuleiðis inn í nám- ið. Markmiðið hlýtur að vera að gera skólana meira sjálfbjarga til að taka á þessu. Þetta segja sálfræðingar hjá þjónustumiðstöðinni Miðgarði. „Kennarar segja gjarnan við okkur að þeir hafi ekki þekkingu til að takast á við margt af því sem fer fram inni í bekknum. Það eru kennararnir sem eru með þessum krökkum allan daginn og það er mikilvægt að styðja þá og gera þeim kleift að mæta þessu,“ segja þeir. Í könnun sem Gallup gerði fyrir tveimur árum voru foreldrar barna í sérskóla spurðir að því hvað þyrfti að breytast að þeirra mati í hverfisskóla barnsins til að barnið gæti stundað nám þar. Í 78% tilfella var svarið sérhæfð þekking kennara og starfsfólks. Í um 50% tilfella var svarið viðhorf en nefna mátti fleiri en einn svarmöguleika. Arthur Morth- ens, forstöðumaður hjá menntasviði Reykja- víkurborgar, bendir á að auðvitað væru sum börn það erfið að þau gætu ekki verið í bekk. „Það getur alveg verið þannig, en það vill stundum verða að menn fara styttri leiðina og einfaldari með því að segja: Fjarlægjum barnið. Kennarar segja líka oft að þetta eigi bara ekki að vera þeirra vandi. Aðrir, til dæmis sérkennarar, eigi að sinna þessum börnum eða þau eigi heima í sérskólum,“ seg- ir Arthur og leggur áherslu á að vandi liggi ekki í höfði barns heldur í samspili barnsins og umhverfisins. Aðspurður segir Grétar Marínósson, pró- fessor í sérkennslufræðum við KHÍ, þetta ekki jafnmikið áherslusvið í kennaranáminu og það ætti að vera, miðað við hversu brýnt þetta sé talið í skólum. „En það má heldur ekki líta á það sem svo að þetta standi og falli með grunnnáminu í Kennó. Það er með þetta eins og svo margt annað, það er ekki hægt að læra allt áður en maður hefur störf. Þess vegna eru allir skólar komnir með símenntunaráætlun,“ segir hann og bætir við: „Þar sem kennararnir vinna sem teymi og leysa málin í sameiningu, þar sem náið samstarf er við foreldra og menn þekkja krakkana vel, koma ekki upp svona erfið mál. Þar er gengið út frá því að þessir krakkar séu í lagi, það geti verið gott að vinna með þeim og þau hafi hæfileika, miðað við ef þú ferð í aðra skóla og heyrir kannski frá skólastjóranum að það séu alltaf 5% sem séu til vandræða og gengið er að því vísu. Þá gengur lífið út á að finna þessi 5% nógu snemma og halda þeim í skefjum eða vísa þeim í burtu í sérúrræði. Þetta er ákveðinn hugsunarháttur. Skólarnir þvo oft hendur sínar og benda á einhverja aðra,“ segir hann. Það virðist raunar sem margir bendi á ein- hverja aðra þegar kemur að börnum með hegðunarfrávik og geðraskanir. Líkt og kom- ið verður inn á í lokagrein greinaflokksins virðast menn gjarnan benda hver á annan – ríki, sveitarfélög og jafnvel einstök ráðuneyti. Undir hvern eiga þessi mál að heyra? Hver á sinna meðferð og hver á borga hana? „Og þarna verða börnin stundum bitbein á milli þessara aðila,“ benti viðmælandi á. Og nú nálgast kosningar … Í greinunum hefur verið bent á að mismun- andi sé eftir skólum og sveitastjórnum hvern- ig á skólamálum sé tekið og málum barna með hegðunarfrávik og geðraskanir. Rekstur grunnskólanna hefur síðan árið 1996 verið á höndum sveitarfélaganna. Framundan eru sveitastjórnarkosningar. Margvísleg málefni verða rædd í tengslum við þær á næstu dög- um. „Er þetta ekki eitthvað sem ætti að ræða í sambandi við kosningarnar?“ spurði kennari Morgunblaðið og bætti við: „Það væri grá- upplagt!“  Málið snertir 45.000 nemendur, tæplega 5.000 starfsmenn við kennslu og skólastjórnun, um 180 skóla og ótal sveitarfélög. Margir benda á að huga verði að því hvað gerist í frímínútum og úti á skólalóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.