Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 19
vinnuafl komi til landsins, að grunn-
upplýsingar um íslenskt samfélag
séu aðgengilegar og að fólkið þekki
sín réttindi og skyldur. Í þessum efn-
um hafi ASÍ til dæmis beitt sér fyrir
átaki undir yfirskriftinni Einn réttur
– ekkert svindl, þar sem miðlað sé
upplýsingum um réttindi og skyldur
launþega á tíu tungumálum, m.a. í
Leifsstöð og á vinnustöðum.
„Það er jákvætt að umræða um
málefni innflytjenda sé að aukast. Þá
þarf að hafa í huga að Ísland nýtur
nokkurrar sérstöðu því að 93% inn-
flytjenda hér á landi eru virk á
vinnumarkaði, en til samanburðar
eru Danir að berjast við að koma því
hlutfalli upp í 50%. Við þurfum á
fleiri vinnandi höndum að halda og
því er framlag innflytjenda á vinnu-
markaði gríðarlega mikilvægt fyrir
íslenskt samfélag. Enda finnst okkur
eðlilegt að heimurinn sé opinn
Íslendingum. 30 þúsund Íslendingar
búa erlendis, en 14 þúsund erlendir
ríkisborgarar hér á landi. Við ættum
að fagna því að fólk vilji koma hingað
og tryggja því sómasamleg starfs- og
lífsskilyrði.“
stöðu. Og þar fundum við slóð út úr
okkar ógöngum.
Eftir þetta leið nokkur tími án
þess tækifæri gæfist, að sögn Haiou,
en nú voru nuddararnir orðnir þrír
sem gerði það að verkum að svigrúm
var örlítið meira en áður. Þá var
þriðji nuddarinn sendur á svæðið
þar sem Alþjóðahúsið er til húsa.
„Við komum okkur saman um að
hann myndi spyrjast fyrir þar,“ seg-
ir Haiou. „Hann óskaði eftir því að
okkur yrði útvegaður kínverskur
túlkur, fékk númerið hjá Magnúsi
og hringdi í hann til að láta vita af
sér.“
Síðan leið mánuður áður en þeir
mæltu sér mót við Magnús. Það var
klukkan 10 um kvöld á bar beint á
móti Nuddstofunni. Magnús hlýddi
á sögu þremenninganna, punktaði
hjá sér og hafði samband við lög-
fræðing Alþjóðahússins. „Við hitt-
umst síðan aftur með henni og þá
fóru hjólin að snúast.“
Peningaleysi forðað
Að sögn Haiou var það mjög góð
tilfinning að hitta fólk sem gat orðið
að liði, en einnig stressandi þótt það
ætti að vera nokkuð öruggt að ekki
kæmist upp um þá svona seint um
kvöld.
Lögfræðingurinn hafði samband
við Útlendingaeftirlitið og Vinnu-
málastofnun og tryggði að Kínverj-
unum yrði ekki vísað úr landi ef þeir
fyndu vinnu annars staðar. „En við
vorum peningalausir og það hélt aft-
ur af okkur. Ef við brenndum allar
brýr að baki okkur, hvar áttum við
þá að búa og hvernig áttum við að
komast af?
Það varð okkur til bjargar að við
gátum nýtt okkur reikning sem
vinnuveitandi okkar hafði stofnað
fyrir dóttur sína, þar sem hún gerði
einn okkar að prókúruhafa. Þar voru
5 milljónir sem við tókum út og gát-
um framfleytt okkur með. Við end-
urgreiddum upphæðina síðar fyrir
utan um 300 þúsund sem við þurft-
um til framfærslu.“
Haiou segist ekki vita af hverju
vinnuveitandinn gerði einn nuddar-
ann að prókúruhafa. „En hann hafði
nokkrum sinnum farið með henni til
að taka út af reikningnum.“
Þrifu áður en þeir hættu
Í byrjun desember árið 2003 kom
loksins að því að þremenningarnir
struku frá vinnuveitanda sínum, en
áður gættu þeir þess að gera hreint
á nuddstofunni. Síðan hringdu þeir í
Magnús og hann sótti þá.
„Við fórum til Hjálpræðishersins
og okkur líkaði mjög vel þar. Við
höfðum peninga og vorum því borg-
unarmenn. Yfirmaðurinn þar reynd-
ist okkur mjög vel og var tilbúinn að
hjálpa til eins og hægt var. Ég var
þar í þrjá til fjóra mánuði.“
Síðan gerðist það að vinnuveitandi
þeirra auglýsti eftir einum þre-
menninganna í DV. „Hún setti aug-
lýsingu í blaðið eftir týndum manni
og lét gamla mynd fylgja. Það má
segja að við höfum verið eftirlýstir!
Samt hringdum við í hana þegar við
fórum, þannig að það átti ekki að
koma henni á óvart. Sá sem auglýst
var eftir rak augun í myndina, en
það var ekki við því að búast að Ís-
lendingar þekktu hann af myndinni.
Hann fór hinsvegar lítið út eftir
þetta.“
Þremenningar finnast á mynd
En vinnuveitandinn komst engu
að síður á sporið og enn spilaði DV
hlutverk, því einn Kínverjanna var á
mynd sem birtist í blaðinu frá sam-
komu hjá Hjálpræðishernum. „Það
var haldinn kvöldverður á aðfanga-
dagskvöld, útigangsmönnum boðið
og forsetinn mætti einnig. Þar var
tekin mynd, sem DV komst yfir og
birti í blaðinu og hann [nuddarinn]
var á myndinni.“
Það varð til þess að vinnuveitand-
inn mætti á staðinn. „Okkur var auð-
vitað brugðið, en við urðum að taka
þessu karlmannlega. Það fóru fram
viðræður og einn okkar, sá sem hún
hafði auglýst eftir, fór með henni.
Hann var veikastur fyrir af ýmsum
ástæðum, var t.d. sá sem hafði haft
prókúruna á reikningi dóttur henn-
ar. Hún sakaði hann um að stela
peningunum og að lögreglan væri að
leita hans. Svo gerði hún honum
gylliboð, sem mér skildist á honum
síðar að hún hefði ekki staðið við.“
– Það hefur ekki freistað þín að
snúa til baka?
„Ég var mjög ákveðinn í að fara
ekki aftur í þetta þrælabæli.“
Á eftir að fá greiðslur
Haiou segist hafa orðið himinlif-
andi þegar hann frétti að hann hefði
unnið málið, en þá var hann staddur
í Kína. „Ég varð mjög glaður, ekki
síst yfir því að réttlætið næði fram
að ganga. Ég ber engar sérstakar
tilfinningar í garð fyrrverandi
vinnuveitanda míns, en mér finnst
hann ætti að hugsa sitt ráð og reyna
að verða betri manneskja.“
Og það munar um tæpar 5 millj-
ónir auk dráttarvaxta fyrir mann
sem samdi um mánaðargreiðslur
upp á 10 þúsund á sínum tíma.
„Þetta hefur gríðarlega mikið að
segja. Ef ég lifði lífi venjulegs Kín-
verja myndi þetta duga mér til uppi-
halds til æviloka. En efnuðum Kín-
verjum þætti þetta ekki mikið. Og
auk þess hef ég ekki fengið neinar
greiðslur ennþá.“
Haiou er nú kominn í vinnu á ann-
arri nuddstofu, sem stofnuð var af
viðskiptavini sem hann hafði nudd-
að, og líkar þar afar vel. Hann segir
allan aðbúnað eftir íslenskum stöðl-
um, hvort sem um sé að ræða laun,
vinnutíma eða annað. Og hann fær
launin með skilum, en sendir út fjár-
muni til fjölskyldu sinnar ef þess
gerist þörf. „Sú þörf er minni en áð-
ur,“ segir hann.
Býr enn hjá Hjálpræðishernum
Haiou heimsótti fjölskyldu sína í
Kína ársbyrjun, en eftir að hann
kom heim settist hann aftur að á
Hjálpræðishernum, svo vel líkaði
honum dvölin þar. Hann segist mjög
hrifinn af íslensku samfélagi og
landinu yfirleitt. „Ég er mjög hepp-
inn. Ég veit af fólki sem var nýtt hér
í ákveðinn tíma og síðan hent til
baka. En ég var svo lánsamur að fá
fasta vinnu. Ég hef áhuga á að læra
íslensku betur, en það kemur að því
að ég flyt aftur til Kína því að ég hef
fyrir foreldrum að sjá. Þau eru farin
að eldast.“
– Þú reynir ekki að fá þau hingað?
„Ég hef engan sérstakan áhuga á
að hvetja þau til þess, þar sem þau
yrðu mállaus og ættu erfitt með að
komast inn í samfélagið. Þá er betra
að þau séu á heimaslóðum og uni
sátt við sitt.“
Haiou vill að lokum koma á fram-
færi þakklæti til Alþjóðahússins og
lögfræðings og túlks, því að án
þeirra hefði hann ekki náð rétti sín-
um.
pebl@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 19
Stangarhyl 1 - sími 511 4080 - www.embla.is
Líflegt strandlíf og Notalegur gamall miðbær með þröngum götum og litlum forvitnilegum búðum einkennir Naxos, sem laðar að
ferðamenn sem kjósa að komast í snertingu við ekta grískt mannlíf. Fjölbreytt afþreying stendur gestum til boða en á Naxos finnast
fagrar strendur og hreinn sjór, líklega sá hreinasti í gjörvöllu Miðjarðarhafi. Naxos er einna grónust af Cyclades-eyjunum. Þar er
stundaður mikill landbúnaður og þar eru nokkuð há fjöll, afskekktar víkur og margar skemmtilegar leiðir, hvort sem maður fer um
í bíl eða gangandi. Talsvert er líka um fornminjar sem hægt er að skoða. Úrval af veitingahúsum er fjölbreytt, mörg framúrskarandi
góð, og verðlag hagstætt. Næturlíf með ágætum. Boðið verður upp á ferðir til Mykonos en samnefndur bær er eitt af undrum
byggingalistar í heiminum, lágreistur úr hvítkölkuðum steini, eins og völundarhús í laginu. Það er afar skemmtilegt að láta sig týnast
í ævintýralegu mannlífi gatnanna. Mykonos hefur löngum verið mikill næturlífsstaður; þarna eru veitingahús og búðir opin fram á
nótt og allt upplýst. Að auki eru góðar og fjölbreyttar strendur á eyjunni.
Draumaferð lífskúnstnera
í fylgd Egils Helgasonar
Farastjóri er hinn þekkti fjölmiðlamaður Egill Helgason, en hann er mikill
Grikklandsvinur og þaulkunnugur staðháttum. Hugmynd hans er að gefa
ferðamönnum hlutdeild í því besta sem Grikkland hefur upp á að bjóða
Kynning í máli og myndum
8. maí kl. 20:00 að Stangarhyl 1
Egill mun fjalla um sögu og náttúrufar Naxos og matarmenning
grikkja kynnt og fá gestir að smakka á gómsætum grískum réttum.
Sannkölluð grísk menningarveisla í boði fyrir alla. Aðgangur ókeypis!
.
1. - 15. júní.
18. júní - 2. júlí.
22. ágúst - 5. sept.
5. - 19. sept.
Kynning
í máli og myndum
8. maí kl. 20:00 að
Stangarhyl 1