Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Michael Muller Með síðustu tveimur plötum sínum, sem komu út 1999 og 2002, varð Red Hot Chili Peppers ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, leikvangar troðfylltust og sölumet voru slegin trekk í trekk. Platan nýja er tvöföld, tuttugu og átta lög hvorkimeira né minna. Meðtveimur síðustu plötumsínum, Californication (1999) og By the Way (2002), varð Red Hot Chili Peppers að einni af vinsælustu rokksveitum heimsins, leikvangar troðfylltir og sölumet slegin trekk í trekk. Platan nýja er unnin með Rick Rubin og alls voru 38 lög kláruð, og var upprunalega áætlunin að gefa út þrjár plötur með sex mánaða millibili. Lendingin var hins vegar tvöföld plata, sú fyrri ber undirtitilinn Jupiter en sú síðari Mars. Sveitina skipa sem áður þeir Anthony Kiedis (söngur), Flea (bassi), Chad Smith (trommur) og John Frusciante (gítar). Hér fara hugleiðingar hvers og eins þeirra um plötuna. Anthony Kiedis „Það tók auðvitað á að semja allan þennan bunka, en að velja úr honum var auðveldara,“ segir Kiedis, spurður hvort hann hafi ekki hvítnað við að standa frammi fyrir öllum þessum fjölda. „Við bara settum uppáhaldslögin okkar niður á lista, hver og einn. Rick (Rubin) var með í því. Svo var þetta bara einföld at- kvæðagreiðsla.“ Kiedis er hvergi smeykur við að gefa út tvöfalda plötu, en þess má geta að platan sem kom sveitinni endanlega á kortið, Blood Sugar Sex Magik (1991), er sautján laga og vínylútgáfan tvöföld (sem var í þá daga enn nokkuð algengur miðill). „Það má segja að þú getir heyrt tuttugu ára sögu sveitarinnar í gegn- um þessi lög. Svona plötur eru alltaf viðkvæmar fyrir gagnrýni, því að menn leita logandi ljósi að uppfyllingarefninu og tala síðan um það út í rauðan dauðann að þessi eða hin platan hefði getað orðið frábær „einföld“ plata. Okkur finnst að hvert og eitt einasta lag sem á plöt- unni er hafi eitthvað sérstakt við sig. Við urðum að koma þeim út og þá öll- um.“ Á fyrstu smáskífunni, „Dani Cali- fornia“, kemur línan „California, rest in peace“ fyrir. Red Hot Chili Pepp- ers hafa verið iðnir við að yrkja um heimasvæði sitt á síðustu plötum. En þessi lína er ekki endilega neikvæð segir Kiedis. „Það er bara merkilegt að þetta svæði þar sem ég ólst upp er mikill suðupottur fyrir alls kyns sköpun og athafnasemi. Engu að síður virðist það orðið í æ ríkari mæli tákn fyrir innantóma menningu og fjöldafram- leitt drasl. Þessa mynd fá þeir sem búa ekki þarna en þetta er ekki bein- línis mín upplifun. Þannig að setn- ingin er jákvæð, það sem á að hvíla í friði er þessi falsmynd. Kalifornía er svo miklu meira en ísköld drauma- verksmiðja.“ Stadium Arcadium er þriðja plat- an í röð sem þessi liðskipan sveit- arinnar tekur þátt í, sem er met. Endurkoma Frusciante í hópinn var mjög mikilvæg, bæði fyrir sveitina og ekki síst hann sjálfan. Kiedis vill þó ekki meina að allt sé nú í lukk- unnar velstandi. „Maður er stöðugt að glíma við djöflana og það er gott. Ég er loksins farinn að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu. Erfiðleikar, og það hvernig maður tæklar þá, gerir lífið merking- arbært og fyllra.“ John Frusciante Gítarleikari Red Hot Chili Pepp- ers kannast vel við þá djöfla sem Kiedis nefnir. Tannlaus, vannærður og nánast dauður úr óreglu fannst hann á sínum tíma, en til allrar ham- ingju tók hann sig rækilega í gegn og er mikill miðpunktur í tónlist RHCP í dag. Fíkninni er nú beint í heilsu- samlega farvegi og Frusciante spáir og spekúlerar mikið í tónlistinni, hann eyddi heilu sólarhringunum einn og yfirgefinn að taka upp gít- arparta. „Við skellum saman grunni en svo fæ ég að vera í friði og fikta,“ segir hann um hljóðritunarspeki sveitar- innar. „Í þetta skiptið hafði ég mik- inn áhuga á að hafa lögin poppuð – en um leið gera mikið af tilraunum (eins og heyra má á By the Way, þar sem Frusciante á sannkallaðan stjörnuleik). Ég vildi knýja fram eins konar heildaráru, að það að hlusta á plötuna í heild sinni væri eins og að fara í ferðalag. Það hefur virkilega hjálpað til að hafa gert nokkrar sóló- plötur, ég er farinn að kunna al- mennilega á hljóðverið og get fengið fram það sem ég vil.“ Frusciante hefur aldrei verið feiminn við að taka sóló, en í rokkinu er of oft farið óvarlega með slíkt. Það er erfitt að gera svona hluti smekk- lega en Frusciante er orðinn býsna góður í listinni. Sólóin nikka gítar- hausnum í áttina að kanónum eins og Hendrix, Zeppelin, Santana og fleir- um. „Gítarhetjustælar eru klárlega „úti“ meira og minna og ég verð að viðurkenna að ég er farinn að sakna þessa,“ segir Frusciante. „Einhvern tíma myndaðist andstaða við þetta og fólk fór að spila hraðar og ein- faldar. Ég er orðinn leiður á þessu. Clapton og þetta lið var með fram- sækna tónlist á sínum tíma en það er eins og fólk gleymi því alltaf. Sjáðu bara Zeppelin, það er „þungur skít- ur“. Á vissan hátt er ég að votta þessum tíma virðingu mína. Hjartað var á réttum stað þá.“ Frusciante hefur meðfram störf- um sínum sem gítarleikari RHCP átt umsvifamikinn sólóferil, plöturn- ar orðnar sjö, smá- og stuttskífur nokkrar. Samstarf við aðra, meðal annars Joe Lally úr Fugazi, er einn- ig í gangi. „Það er allt að gerast á þeim vett- vangi, m.a. ný Ataxia-plata (verkefni sem hann rekur ásamt Lally og Josh Klinghoffer). Sem betur fer er ég með hljóðver heima þannig að ég get stokkið í þetta við og við, þegar glufa Ljósmynd/Michael Muller Langt er síðan hljómsveitarmeðlimir vöktu athygli á sér með því að láta mynda sig með sokkana sína á göndlunum. Út í geim Nú um helgina kemur út tvöfalda platan Stadium Arcad- ium, sem er níunda hljóðversplata Kaliforníusveitarinnar Red Hot Chili Peppers. Arnar Eggert Thoroddsen gluggaði í nýlegt viðtal við sveitina og stiklar á stóru í sögu hennar. ’Tónlistin er það eina sem skiptirmáli, það er hún sem við lifum fyrir og gefur okkur tilgang.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.