Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldumál og skólamál eru mik-ilvæg málefni sem snerta marga.Hér er Íslandi eru starfandi lands-samtök foreldra sem sinna for-eldrastarfi sem snýr að leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þau nefnast Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Elín Thorarensen er framkvæmdastjóri landssamtakanna. „Þýðingarmikið er að foreldrar geri sér grein fyrir mikilvægi foreldrasamstarfs og ávinningi þess, sem felst m.a. í betri líðan nemenda, auknum námsárangri og jákvæð- ari viðhorfum foreldra og nemenda til skól- ans.“ segir Elín. En eru foreldrar duglegir að koma að starfi landssamtakanna almennt? „Foreldrar starfa innan hvers skóla en við styðjum við starfsemi foreldrafélaga og for- eldraráða skólanna með fræðslu og ráðgjöf. Auk þess höfum við tengingu við foreldra í gegnum fulltrúaráð okkar.“ Hvað geta foreldrar gert til þess að auka samstarf heimila og skóla? „Með því að taka þátt í starfi skólanna og hafa gott samband við kennara barns síns. Þeir geta einnig tekið þátt í samstarfi innan bekkjarins, það hefur sýnt sig að starfið sem unnið er þar skiptir gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef að fólk talar saman og ákveður í sameiningu reglur sem gilda fyrir alla nemendur í bekknum, t.d. varðandi útivist, hvenær á að slökkva á tölvum og sjónvarpi á kvöldin og það að börnin viti að fylgst sé með þeim, er mikil forvörn gegn vímuefnum og því að börnin leiðist út í einhverja óæskilega hegðun.“ Er þetta starf nægilega öflugt eins og er? „Á mörgum stöðum er það öflugt, t.d. í mörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu, en víða má gera betur. Það er nauðsynlegt fyrir alla skóla að staldra reglulega við og skoða hvernig samstarfið gengur og hvað má betur fara.“ Aðkoma foreldra hér minni að skólastarfi en í nágrannalöndum Eiga foreldrafélög að hafa meira vægi en þau hafa í dag í skólastarfinu? „Já, að mínu mati og þá sérstaklega for- eldraráðin. Aðkoma foreldra hér er miklu minni í skólastarfi en í nágrannalöndunum. Með aukinni áherslu á einstaklingsmiðað nám er mikil umræða um það að til þess að það gangi vel upp þurfi samstarfið við for- eldra að vera mun markvissara en það hefur verið fram að þessu.“ Hvað sjáið þið fyrir ykkur sem gott sam- starf? „Gott samstarf byggist á virðingu og trausti milli skólans og foreldranna, þeir síð- arnefndu skynja að hlustað er á þá og til- lögur þeirra og skólinn leggur sig fram um að afla upplýsinga hjá foreldrunum um stöðu nemandans. Skólar og foreldrar þurfa að hafa sameiginlega sýn og stefnu hvað varðar skólastarfið. Þetta er lykillinn að far- sælu og árangursríku skólastarfi. Mikilvægt er fyrir foreldra að átta sig á að það að taka virkan þátt í skólastarfi barna sinna eykur möguleika þeirra á að hafa áhrif í samfélaginu. Þetta er mjög góð leið fyrir nýlega aðflutta að kynnast öðrum og innviðum þess samfélags sem það býr í. Þetta er líka besta leiðin til að kynnast starfi skólans og námi barnsins og hvað það er að gera allan þann tíma sem það er í skól- anum.“ Er erfiðleikum bundið að fá foreldra til svona samstarfs? „Það er misjafnt, fólk er önnum kafið og þarf þá að gefa sér tíma til að sinna þessu. Það sem gerir samstarf milli skóla og for- eldra oft á tíðum erfitt er tímaskortur beggja aðila en tölvuvæðingin hefur þó bætt þar talsvert úr, hægt er að koma miklum upplýsingum á milli fyrir tilverknað tölvu- póstsins. En á hinn bóginn ber þess að gæta að ekki eru allir foreldrar og skólar eins vel tölvuvæddir.“ Er aðstöðumunur hjá skólum eftir lands- hlutum? „Við hjá Heimili og skóla höfum und- anfarið horft mjög markvisst til þess að efla foreldrastarfið á landsbyggðinni, m.a. með því að byggja upp svæðissamtök foreldra. Á nokkrum stöðum á landinu hafa skólar verið sameinaðir og þá þarf að skoða hvernig má laga foreldrastarfið að breyttum aðstæðum.“ Samvinna er lykill að farsælu skólastarfi Morgunblaðið/Sverrir F.v. María Kristín Gylfadóttir og Elín Thorarensen. Fjölskyldu- og skólamál eru mikil- væg málefni sem marga snerta. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Elínu Thorarensen, framkvæmda- stjóra Heimilis og skóla – landssam- taka foreldra, sem vinna að vaxandi samstarfi milli foreldra og skóla. gudrung@mbl.is HEIMILI og skóli – landssamtök for- eldra hefur undirritað samning við bakhjarla að starfsemi sinni. „Þessi stuðningur gerir okkur kleift að sinna betur hlutverki okkar, að miðla upplýsingum um gildi foreldra- samstarfs og stuðla að uppbyggingu þess á landsvísu,“ segir María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla. „Þessi stuðningur fyrirtækjanna gefur einnig skýr skilaboð út í sam- félagið, að þau láti sig varða hags- muni barna og foreldra í landinu. Ég tel að fjölskyldan sé afskipt stærð í samfélaginu. Á flestum heimilum vinna báðir foreldrar úti og vinnuvik- an er löng, það skiptir því máli fyrir foreldra að gera verið öryggir um börn sín meðan þeir eru að störfum. Stuðningur fyrirtækjanna stuðlar að þessu. Það er raunverulegur ávinn- ingur að foreldrasamstarfi og við vonum að þetta hjálpi til að auka skilning á eðli og markmiði foreldra- samstarfs. Þess ber og að geta að hluti af starfsemi Heimilis og skóla er að koma sjónarmiðum foreldra á fram- færi við yfirvöld. Nú nýlega skipaði menntamálaráðherra nefnd um heild- arendurskoðun á grunnskólalögunum. Í þeirri nefnd á ég sæti fyrir hönd Heimilis og skóla – landssamtaka for- eldra. Það er einhugur í nefndinni um að laga vankanta sem eru á grunn- skólalögunum og breyta ákvæðum í ljósi reynslu. Það sem foreldrar vilja fyrst og fremst tryggja við endur- skoðun grunnskólalaga er að hags- munir barna séu hafðir að leiðarljósi, velferð þeirra og umhverfi. Við viljum einfaldari rammalöggjöf og minni miðstýringu, jafnræði allra barna til náms eftir getu og aukna þátttöku foreldra í stjórnun skóla sem er að okkar mati eðlilegt framhald af auknu sjálfræði skóla.“ Einfaldari löggjöf og minni miðstýringu Morgunblaðið/Eggert Frá undirskrift bakhjarlasamninga. F.v. Gísli Jafetsson og Finnur Sveinbjörnsson frá Sparisjóðunum á Íslandi, Sara Magnúsdóttir frá Eymundsson, María Kristín Gylfadóttir frá Heimili og skóla, Finnur Ingólfsson og Ásgeir Baldurs frá VÍS og Elín Thorarensen frá Heimili og skóla. DEILDARBIKARINN BESTU LI‹IN BERJAST TIL ÚRSLITA MÆTUM OG HVETJUM STRÁKANA TIL DÁ‹A!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.