Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hjónin Jadwiga og KrzysztofZiuzianski búa skammt frá mið-bænum. Þar eiga þau mynd-arlegt heimili og til að drýgjatekjurnar taka þau erlenda nemendur inn á heimilið á vegum tungu- málaskóla. Jadwiga er fædd og uppalin í borginni en Krzysztof ólst upp í bænum DabroaGórnicza sem er um 60 km frá Kraká, þar sem er ein stærsta stálnáma í Evrópu. Hann flutti til Kraká á námsárun- um og lærði vélaverkfræði í háskólanum Politechnika Krakowska. Jadwiga lærði garðyrkju í landbúnaðarháskóla. Kynntust í siglingu á Wislu Þau kynntust um borð í báti á ánni Wislu sem rennur í gegnum borgina. „Systir mín var í siglingakúbbi og tók mig með sér í vor- partíið sem fór fram um borð á 200 manna báti sem sigldi á Wislu. Þar kynntumst við Krzysztof og örlög okkar voru ráðin,“ segir Jadwiga. Þau eiga fjögur börn á aldrinum 19 til 24 ára. Þrjú þeirra búa heima, Gabby, Matheus og Mary, öll í námi, en Sofie sem er næstyngst býr og starfar á Írlandi. Fjöl- skyldan hefur búið í núverandi húsnæði, sem þau eiga sjálf, frá árinu 1982 eða um það leyti sem kommúnistar voru að missa völdin í landinu. Menn lifðu í stöðugum ótta Krzysztof segir sögu Póllands bæði vera bæði blóðuga og sorglega. „Nágrannaþjóðir herjuðu látlaust á landið og í rúm 120 ár var Pólland ekki til opinberlega. Í fyrri heims- styrjöldinni varð Pólland illa úti, hér var helsti vígvöllurinn, því löndin þrjú sem skiptu landinu á milli sín voru í stríði hvert við annað. Af því að Pólland var ekki op- inbert ríki voru Pólverjar neyddir í heri Rússlands, Þýskalands og Austurríkis og þvingaðir til að berjast hver gegn öðrum.“ Pólland varð sjálfstætt ríki þegar styrjöld- inni lauk en landið var í rúst. Þrátt fyrir að Pólland hefði undirritað griðasáttmála við Þýskaland og Rússland fór svo að Hitler og Stalín hugðust skipta landinu á milli sín. Þýskaland réðst inn í Pólland 1. september 1939 og hinn 17. september réðust Sov- étríkin inn í austur Pólland. „Þetta voru hræðilegir tímar. Foreldrar okkar Jadwigu muna vel eftir þessu og tala oft um þessar hörmungar,“ segir Krzysztof. „Fjöldahand- tökur og aftökur voru daglegt brauð og menn lifðu í stöðugum ótta, margir voru sendir í útrýmingarbúðir og sáust ekki framar.“ Pólland var undir stjórn nasista í þrjú ár og höfðu þeir áform um að útrýma pólskum gyðingum. Settar voru upp útrým- ingarbúðir víða um Pólland, s.s. í Maidanek, Birkenau og Oswiecim (Auschwitz). Í út- rýmingarbúðunum létust milljónir manna, gyðingar frá allri Evrópu, Pólverjar, Rússar o.fl. Fólk umhyggjusamara áður Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk settu Rússar á fót kommúnistastjórn fyrir Pólland í Lublin. Jadwiga segir að það mik- ilvægasta hafi verið að kaþólska kirkjan hélt velli og trúin sameinaði þjóðina. Árið 1978 var Karol Wojtyla, erkibiskup í Krakow, kjörinn páfi og var sá fyrsti í nær 500 ár sem ekki var ítalskur. Hann tók upp nafnið Jan Pawel II (Jóhannes Páll). „Páfinn breytti miku fyrir fyrir landið okkar, hann heimsótti Pólland árið 1979, hann gaf okkur hugrekki og von, vildi styðja okkur til frelsis og var sannkallað sameiningartákn þjóð- arinnar. Það kemur aldrei annar svona mað- ur,“ segja þau hjón, en 2. apríl sl. var liðið ár frá dauða páfans, og tóku milljónir manna um allt Pólland þátt í messum til minningar um hann. Á kommúnistaárunum var ástandið afar erfitt segja þau. „Að vísu hafði fólk vinnu, en launin voru lág og fátt fékkst í búðum. Margar vörur fengust eingungis út á skömmtunarseðla, maður fékk t.d. 2,5 kg af kjöti á mánuði, eitt sápustykki, einn lítra af vodka og 20 sígarettupakka. Þess vegna stóð maður oft í vöruskiptum við aðra, og hamstraði ef eitthvað stóð til,“ segir Krzysztof. Jadwiga tekur undir það og segir að fólk hafi verið hjálplegt og staðið saman ef einhvern vantaði eitthvað. „Þá var fólk umhyggjusamara gagnvart náunganum en í dag, ég er samt ekki að segja að ég vilji kommúnistasjórn aftur, en mér finnst fólk í dag hugsa meira um að eignast allt og græða. Mér finnst fjöl- skyldan og fólkið mikilvægara en efnisleg gæði.“ Allir viðbúnir því versta 13. desember 1981 var lýst yfir herlög- um í Póllandi. Jadwiga og Krzysztof segja ástandið hafa verið ferlegt. „Staðan var erfið, fólk vissi ekki hvort yrði stríð, allir voru viðbúnir því versta. Menn voru teknir fastir sem pólitískir fangar, útgöngubann var á kvöldin og skortur á öllu. Eina nótt- ina var símanum lokað og engar sjónvarps- útsendingar voru í meira en viku.“ Þetta ástand varði á annað ár, en verkamenn voru farnir að krefjast úrbóta. „Það var bannað að stofna nýja stjórnmálaflokka, en hægt var að stofna verkalýðsfélög, og þau urðu mjög pólitísk. Fyrsti forsetinn okkar var Lech Walesa sem hafði áður unnið í skipasmíðastöð í Gdansk. Hann var forseti frá 1986 til 1996 en það var ekki alveg komið lýðræði. T.d. voru allir fjölmiðlar ritskoðaðir, fólk hafði ekki tjáningarfrelsi og ekki mátti segja sannleikann um sögu þjóðarinnar, sem er slæmt því enn hefur ekki tekist að fá hann fram,“ segja þau hjónin. Atvinnuleysi og lág laun Krzysztof rekur lítið fyrirtæki sem framleiðir hurðarhúna og lamir. Hann byrjaði með fyrirtækið sitt árið 1984. „Það var erfitt að byrja, hagkerfið var ekki frjálst, maður varð að hafa skráningu og sérstakt leyfi sem var erfitt að fá. Í dag geta allir stofnað fyrirtæki, það þarf bara að skrá það. En í þá daga skipti máli að hafa góð sambönd.“ Fyrirtækið stækkaði með hverju ári og þegar best lét í kringum aldamótin, var hann með 14 manns í vinnu. „En nú er allt á niðurleið og bara einn og stundum tveir starfsmenn, eftir að inn- flutningur var gefinn frjáls, hefur verið flutt inn fullt af kínverskum ódýrum vörum sem ég get ekki keppt við. Nú lang- ar mig að eignast lítið hótel í Kraká fyrir ferðafólk, sérstaklega Íslendinga,“ segir Krzyzstof og hlær. Jadwiga vann heima þegar börnin voru lítil, en áður en elsta barnið fæddist sá hún um opinbera garða í Kraká Á milli barna vann hún sem markaðsráðgjafi í snyrti- vörusölu, um tíma í fyrirtækinu hjá Krzysztof, en núna vinnur hún í konfekt- búð. „Þetta er kannski ekki draumastarfið en hér er mjög erfitt að fá vinnu, sér- staklega fyrir konu á mínum aldri. At- vinnuleysi í Póllandi er mikið, um 20%. Ég held satt best að segja að það sé verra núna en áður. Trúlega er ástandið verst austan til í landinu, en við verðum vör við að vinir barna okkar fá enga vinnu, ef þau hafa ekki sambönd. Unga fólkið vill auðvit- að fá vinnu í samræmi við sína menntun en það fær ekki vinnu og margir fara úr landi.“ Jadwiga segir að ef fólk hafi unnið í eitt ár geti það fengið atvinnuleysisbætur, en unga fólkið sem er að koma úr námi fær engar bætur. „Launin eru líka lág, lág- markslaun eru um 800 zloty á mánuði, 1.300 zl svona meðallaun, en kannski eru þau eitthvað hærri í Kraków, svona 2.200, en það eru mjög fáir með há laun. T.d eru hjúkrunarfræðingar aðeins með 800–1.000 zl á mánuði, og verksmiðjufólk með um 5 zl á tímann“. (1 zl= 25 íkr) Þau Jadwiga og Krzysztof segjast ekki bjartsýn, „þó að tuttugu ár séu liðin frá kommúnistastjórninni er t.d hagkerfið í ólagi. Þegar kommúnisminn var höfðu menn þó alltaf eitthvað að borða og vinnu. Við viljum samt alls ekki kommúnisma aft- ur, því þá voru mörg vandamál, komm- únistunum var sama um fólkið. Því miður er enn þessi hugmyndafræði til staðar í ráðamönnum þjóðarinnar“. Óvissutímar í Póllandi Kraká var höfuðborg Póllands til forna og er elsta borg landins með yfir 1000 ára sögu. Borgin var sett á heimsminjalista UNESCO árið 1979, og var menningarborg Evrópu árið 2003. Þar býr tæp milljón manna og ferðamenn laðast í æ ríkara mæli að borginni. Guðrún Vala Elísdóttir heimsótti Kraká, kynntist fjölskyldunni Ziuzianski og heilsaði upp á Jerzy Tosek Warszwiak sem áður bjó í 10 ár á Íslandi. Ljósmynd/Guðrún Vala Ziuziuanski-fjölskyldan við eldhúsborðið; frá vinstri Gabby, Jadwiga, Mary og Krzysztof — einka- sonurinn Matheus var ekki heima og Sofie í Írlandi. Ljósmynd/Guðrún Vala Útimarkaður er út um allt í Kraká, þar er hægt að kaupa allt milli himins og jarðar. Jerzy Tosek Warszwiak, eða Jazekeins og hann er kallaður, býr í Krakáen bjó í Borgarnesi í 10 ár, frá 1992– 2002. Þar kenndi hann við tónlistarskóla Borgarfjarðar og setti svip á tónlistarlífið. „Upphaflega ætlaði ég bara að vera í eitt ár, en það var svo skemmtilegt að vera á Íslandi að árin urðu 10. Þar er frábært fólk, ég eignaðist marga góða vini sem ég held sambandi við og fólk hefur komið hingað til mín í heimsókn.“ Jazek segir margt hafa breyst í Póllandi á þessum áratug og að í fyrstu hafi verið erfitt að koma aftur. „Ég var heppinn og fékk aftur starfið mitt sem prófessor við tónlistarakademíuna. En af því að launin eru svo lág kenni ég líka við menntaskóla og einn dag í viku í bænum Rzeszów en þangað er tæplega þriggja tíma akstur.“ Þegar Jazek var á Íslandi saknaði hann lognsins og góða veðursins frá Póllandi. „Og pólsku pylsanna og jólamatarins sem ekki fæst á Íslandi. Núna þegar ég er kom- inn til Póllands sakna allra íslensku vinanna minna, og vinnunnar. Mér fannst vinnu- staður minn rólegur og þar var gott and- rúmsloft, hér er miklu meira stress.“ Jazek segir að meira frelsi sé á Íslandi í vinnu og betri aðbúnaður. Þar sé hugsað um starfs- fólk, laun séu góð og heilsa fólks skipti máli. Framtíð Póllands björt Jazek segir Kraká vera komna í tísku. „Hingað kemur fólk sem vill menningu og listasöfn, það kemur til að skemmta sér og jafnvel til að gifta sig. Breytingar hafa verið hraðar, 100 ný hótel hafa risið, öll þjónusta er 500% betri en áður og veitingastöðum hefur fjölgað ört. Allar þessar breytingar eru merkilegar, borgin er hreinni, minni mengun en áður, og unnið hefur verið að því að gera borgina eins og hún getur best orðið. Fyrir 15–18 árum var einungis 100 fm hús við flugvöllinn og hingað komu 2–3 flugvélar á dag, en núna koma 60 flugvélar á dag og um tvær milljónir manna fara um flugvöllinn á ári.“ Áður en Jazek flutti til Íslands var óða- verðbólga í Póllandi. Núna hefur betra jafn- vægi komist á og telur Jazek ástandið vera gott fyrir fólk í góðri vinnu, en hræðilegt fyrir atvinnulausa. „Margir fara til útlanda til að vinna og sumir sakna kommúnist- anna, en ekki ég. Hér deyr enginn úr hungri en fátækt er ennþá mikil. Ég held að fram- tíð Póllands sé frábær, eftir 10–15 ár verður landið orðið líkara Þýskalandi. Þegar við fáum evruna í stað zloty, sem vonandi verður eftir 2–3 ár, og Schengen-samning- urinn verður tekinn upp verður allt betra. Það vantar bara meiri metnað í stjórnendur landsins, og að þeir líti til Norðurlandanna og vesturs í leit að fyrirmyndum en ekki til Hvíta-Rússlands eða Úkraínu.“ Ætlaði að vera í eitt ár á Íslandi Jazek Tosek ánægður og bjartsýnn fyrir Póllands hönd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.