Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 33
systur er mikilvægur hluti af sam-
vinnu þeirra.
Uppspretta orkunnar
Meðan á dvöl hennar stóð hugsaði
ég um fortíð hennar og líf í skógum
Gombe þjóðgarðsins. Þar sat hún oft
ein í rigningunni og naut þess að
hlusta á dropana falla á laufin allt í
kring. Hún gekk, hljóp og klifraði
eftir öpunum sem hún reyndi að
skilja og skrifaði svo bækur um sam-
félag þeirra og líf. Nú er sú vitneskja
í bókum, starfi og hugum fólks og
hún og ímynd hennar hefur orðið
miðpunktur þess samfélags sem hún
lifir og starfar í.
Árangur starfs hennar er sýnileg-
ur um allan heim. En einnig er til
staðar álagið og þreytan sem því
fylgir að vera ímynd sem fólk oft að-
eins vill eiga hlut í með því að hafa
hitt hana og fengið tekna af sér
mynd með henni. Álagið af því að
vera ávallt þessi ímynd og veita svo
mörgum hluta af tíma sínum dregur
eðlilega stöðugt úr henni kraft. Þeg-
ar hún sagði mér frá Gombe og öp-
unum talaði hún um nána vini og ný-
legt hvarf Fifi sem var aðeins smáapi
þegar Goodall steig fæti þar fyrir 40
árum síðan var henni mikið áfall. Ég
velti því fyrir mér hvaðan hún fengi
kraftinn til að halda þessu starfi
áfram.
Boðskapnum miðlað
Stóri dagurinn rann upp og við
kláruðum að skreyta sviðið með
trjám og útilegubúnaði meðan leik-
arinn Michael York las yfir texta
kvöldsins. Goodall kom og sat í saln-
um eftir að hafa talað við hóp barna.
Hún fylgdist með og brosti til þeirra
sem mættu augnaráði hennar. Upp-
selt var á sýninguna og löng biðröð
myndaðist í rökkrinu fyrir utan leik-
húsið.
Sýningin hófst með myndefni af
simpönsum og viðtölum við fólk. Afr-
ísk tónlist var spiluð milli þess sem
Michael York las um ævi hennar
með breskri leikhúslegri rödd sinni
og bauð loks Goodall upp á sviðið.
Nærvera hennar færði stemninguna
frá einfaldri afþreyingu yfir í áþreif-
anlega samkennd og upplifun meðal
áhorfenda þegar hún sagði frá starfi
sínu og lífi og kynnum af því fólki
sem veitir henni kraft til að stíga um
borð í næstu flugvél á leið til næsta
fyrirlesturs. Hún sagði frá fólki víðs-
vegar um heiminn sem hefur yfir-
stigið líkamlega fötlun sína og öðrum
sem hafa leyst mikilvæg samfélags-
leg vandamál og hversu mikil hvatn-
ing allt það fólk er fyrir hana.
Loks talaði hún um börnin og
möguleika á framförum og breyting-
um ef þau fá tækifæri til að taka þátt
í lausn þeirra vandamála sem ekki
aðeins hrjá þau núna heldur munu
mæta komandi kynslóðum og þá
mun erfiðari viðfangs. Löng hlykkj-
ótt biðröð myndaðist við lok kvölds-
ins þar sem fólk beið eftir áritun frá
Goodall og York í bækur sínar. Hún
tók á móti öllum sem að borðinu
komu með áhuga og brosi sem virtist
laust við nokkra þá þreytu sem ég
hefði talið eðlilega.
Haldið af stað á ný
Daginn eftir töluðum við saman
meðan hún kraup við grænu ferða-
töskuna sína og pakkaði fyrir brott-
för. Forvitni apanna í Gombe leiddi
til þess áður fyrr að oft kom hún að
tjaldinu þar sem föt hennar og eigur
lágu á víð og dreif eftir að þeir höfðu
þaulkannað innihaldið. Hún er laus
við slík vandamál þessa dagana.
Við skoðuðum ljósmyndir sem
sýndu slæman aðbúnað nautgripa á
stóru búi í Ameríku. Reynsla hennar
og upplifanir varðandi aðbúnaði
dýra í matvæla, rannsóknar og af-
þreyingariðnaði hafa ekki aðeins
mótað starf hennar heldur einnig
matarvenjur sem grænmetisæta.
Eftir að hafa fengið að kynnast
henni og öllu því starfi sem hún hef-
ur unnið gladdi mig að geta sýnt
henni ljósmyndir mínar og sagt frá
því sem ég geri. Ég kvaddi hana er
hún hélt af stað til halda enn einn
fyrirlesturinn með tilgang sinn og
takmark á hreinu, að bæta það sem
þarf til að heimur okkar geti þrifist
um ókomin ár.
Höfundur er ljósmyndari og rit-
höfundur í hjáverkum. Fleiri greinar
frá ferðum hans um þrjár heimsálfur
og kynnum hans af fólki þar eru
væntanlegar.
’Hún gekk, hljóp ogklifraði eftir öpunum
sem hún reyndi að
skilja og skrifaði svo
bækur um samfélag
þeirra og líf.‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 33
Fáðu fréttirnar
sendar í símann
þinn
Búðu þig undir Hátíð ha
fsins 10.-11. júní