Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 34

Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 34
34 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á stórbýlinu Korpúlfsstöð-um voru fyrr á tímumráðsmannsíbúðir, 39herbergi handa vinnu-fólki, matsalur fyrir um 70 manns, fjós fyrir 300 kýr og full- komið mjólkurbú. Var fjósið talið hið fullkomnasta á Norðurlöndum á sín- um tíma og eru Korpúlfsstaðir eitt merkasta hús í byggingar- og at- vinnusögu þessarar aldar. Korpúlfs- staðir fá nú brátt nýtt hlutverk því að síðastliðinn mánudag var undir- ritað samkomulag um Sjónlistamið- stöð á Korpúlfsstöðum sem verður samstarfsverkefni Reykjavíkur- borgar, SÍM – sambands íslenskra myndlistarmanna, Form Ísland – samtaka hönnuða og Iðntæknistofn- unar. Skipt í þrjá hluta Sjónlistamiðstöðin skiptist í þrjá hluta. Hönnunarsetur verður aðset- ur fyrir nýsköpunarstarf hönnuða úr ólíkum hönnunargreinum þar sem fjölbreytt hönnunarferli á sér stað í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Vinnustofur SÍM verða leigðar út til félagsmanna Sambands íslenskra myndlistarmanna. Í boði eru um 30 vinnustofur í allt að þrjú ár í senn á mjög hagstæðum kjörum. Í þriðja lagi verður vel tækjum búið mynd- og frumgerðarverkstæði starfrækt í Sjónlistamiðstöðinni. Allir félagar SÍM og Form Ísland auk annarra samstarfsaðila Sjónlistamiðstöðvar fá aðgang að verkstæðunum gegn vægu gjaldi. Hönnuðurinn Hrafnkell Birgisson er einn þeirra sem mótað hafa hug- myndir um Sjónlistamiðstöð á Korp- úlfsstöðum, en hann er nýskipaður formaður Form Ísland – samtaka hönnuða. Um er að ræða regnhlíf- arsamtök níu fagfélaga hönnuða en einnig geta hönnuðir sótt um ein- staklingsaðild að Form Ísland. Spurður um tilkomu þessa verkefnis, segir hann frá því að síðasta haust hafi Reykjarvíkurborg boðið Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna og Samtökum hönnuða að taka Korp- úlfsstaði á leigu fyrir starfsemi á sviði sjónlista. Eftir að Iðntækni- stofnun hafði sýnt verkefninu áhuga losnaði ákveðinn hnútur varðandi rekstrarfyrirkomulagið og þessir þrír aðilar ákváðu að fara í samstarf um stofnun Sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum. Húsnæðið er stórt og ákaflega fallegt og býður upp á marga möguleika. „Forsendurnar fyrir framtíð Sjón- listamiðstöðvar eru að þar takist að byggja upp líflegt og eftirsóknarvert samfélag. Í fyrstu varð til hugmynd að stóru sameiginlegu verkstæði fyr- ir listamenn og hönnuði en mikil þörf er á slíku og í raun er engin sérstök verkstæðis aðstaða til hér á landi fyrir þennan hóp,“ segir Hrafnkell og er þeirrar skoðunar að Korpúlfs- staðir séu góður kostur fyrir slíka starfsemi. Verkstæðið mun verða vel búið öllum tækjum og tólum og gert er ráð fyrir að starfsmaður verði á verkstæðinu til að leiðbeina við úr- vinnslu verkefna og notkun á tækj- unum. Opið hönnunarstúdíó Starfsemi hönnuða í Sjónlistamið- stöðinni mun að mestu fara fram í hönnunarsetrinu og eru Iðntækni- stofnun, Hönnunarvettvangur og Listaháskóli Íslands einnig aðilar að því. Hrafnkell hefur þróað þessa viðamiklu hugmynd sem tekur á mikilvægum þáttum í hönnunargeir- anum. Hvernig varð þessi hugmynd til, á hún sér einhverja fyrirmynd? „Í rauninni hafði þessi hugmynd kviknað samhliða verkstæðishug- myndinni því að við vildum ekki reka einstaklingsvinnustofur eins og SÍM heldur eitthvað í líkingu við opið hönnunarstúdíó þar sem unnið verð- ur samtímis að ólíkum verkefnum í samstarfi hönnuða og fyrirtækja. Fyrirmyndin er fengin frá Þýska- landi og kallast „Designlabor Bre- merhaven“. Sú miðstöð var stofnuð árið 1990 en árlega koma þangað hönnuðir víðs vegar úr Evrópu til að vinna saman að fjölbreyttum hönn- unarverkefnum. Áhugavert er að sjá hvernig fyrirkomulaginu þar er hátt- að, en á hverju ári er átta til tíu nýút- skrifuðum hönnuðum boðið að dvelja í „Designlabor Bremerhaven“ í allt að níu mánuði. Á meðan á dvölinni stendur takast þau á við krefjandi og raunveruleg verkefni. Þekktir hönn- uðir leiðbeina vinnuhópunum og hafa hönnuðir á borð við Marti Guixé, Gijs Bakker og James Irvine verið listrænir stjórnendur verkefna. Þetta hefur reynst góð hvatning fyr- ir hönnuði sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ávinningur fyrir samfélagið í heild Á Hönnunarsetrinu er hugmyndin að efna til svipaðs fyrirkomulags og í Bremerhaven en nýútskrifaðir hönn- uðir munu þar geta tekist á við áhugaverð verkefni ásamt öðrum hönnuðum. Ávinningurinn er ekki aðeins hjá hönnuðunum heldur fyrir samfélagið í heild sinni því að hlut- verk Hönnunarsetursins er enn- fremur að efla íslenska framleiðslu og nýsköpun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að leita nýjunga og vilja taka þátt í nýsköpun undir formerkj- um hönnunar geta sóst eftir sam- starfi við Hönnunarsetrið. Starfsár Hönnunarseturs hefst á haustin með því að búnir verða til vinnuhópar í kringum hvert verk- efni. Þeir munu samanstanda af hönnuðum, fulltrúa viðkomandi sam- starfsaðila og fleiri fagaðilum en vinnuhóparnir eru hugsaðir á þann veg að þeir séu sniðnir að verkefnum hverju sinni, stærð þeirra og hversu fjölbreytt þau eru. Rekstur Hönnunarsetursins byggist á því að þau fyrirtæki eða stofnanir sem taka þátt hverju sinni greiði þátttökugjald, nokkurskonar niðurgreiddan hönnunarkostnað en styrktaraðilar munu fjármagna ann- an kostnað. Gert er ráð fyrir því að þeir hönnuðir sem starfa í Hönnun- arsetrinu fái mánaðarlegan styrk auk þess sem gistiaðstaða verður á staðnum fyrir hönnuði erlendis frá. Designlabor Bremerhaven hefur verið að þróa álíka hugmyndir um samstarf við fyrirtæki síðastliðin ár og hafa ýmis áhugaverð verkefni litið dagsins ljós. Alþjóðleg fyrirtæki eins og Alessi og Siemens hafa verið í samstarfi við Designlabor.“ En hvað er framundan hjá Sjón- listamiðstöðinni, nú þegar sam- starfssamningur um Sjónlistamið- stöð á Korpúlfsstöðum hefur verið undirritaður? „Uppsetning mynd- og frum- gerðaverkstæðisins er stærsta verk- efni Sjónlistamiðstöðvarinnar í sum- ar og byggist á velvilja þeirra sem eiga búnað og vilja lána eða gefa til starfseminnar. Það sem er framund- an hjá Hönnunarsetrinu er fyrst og fremst að tryggja fjármagn til verk- efnisins og ákveða verkefni fyrir fyrsta starfsárið. Stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum hönnuða í júní og mun þá liggja fyrir að hvaða verkefnum þeir munu vinna,“ segir Hrafnkell og bætir við að fyrirspurn- ir og ábendingar séu vel þegnar og er netfang Form Ísland form.islan- d@itn.is. Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfs- stöðum er án efa mikilvægur áfangi á sviði hönnunar og myndlistar, í gegnum tíðina hefur verið takmark- að framboð á vinnustofum fyrir hönnuði og listamenn sem starfa á eigin forsendum og bendir Hrafnkell á að í raun hafi lengi vantað tals- verða stoðþjónustu við nýsköpunar- starf í sumum listgreinum hér á landi, ekki síst við vöruhönnun en með tilkomu Sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfstöðum er grunnurinn kom- inn og mun að líkindum styrkjast með hverju árinu sem líður. Að efla íslenska hönnun og nýsköpun Í hlutarins eðli | Korpúlfs- staðir fá nýtt hlutverk með tilkomu Sjónlistamið- stöðvar sem gert hefur verið samkomulag um að þar verði til húsa. Guðrún Edda Einarsdóttir kynnti sér hug- myndir um hina nýju mið- stöð og ræddi við Hrafnkel Birgisson, nýskipaðan for- mann Forms Íslands – sam- taka hönnuða, sem segir að ætlunin sé að efla íslenska hönnun og nýsköpun. Gamalt ferjuhús sem notað er sem hönnunarstúdíó Designlabor Bremerhaven. Hrafnkell Birgisson, formaður Forms Íslands, Áslaug Thorlacius, formaður SÍM, Stefán Jón Hafstein, formaður menningarráðs, og Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, fyrir utan Korpúlfsstaði síðastliðinn mánudag. Korpúlfsstaðir þykja eitt merkasta hús í byggingar- og atvinnusögu Íslands. Hönnuðurinn Anne Havliza, stjórnandi verkefnisins, ásamt nokkrum hönnuðum, sem hlotnaðist sá heiður að dvelja allt að níu mánuði í Designlabor Bremerhaven. Höfundur er vöruhönnuður. hannar@mbl.is OPIÐ ELDHÚS VELKOMIN Í GLÆSILEGAN SÝNINGARSAL OKKAR AÐ LÁGMÚLA 8 sýningarhelgi LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 - HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera.OPIÐ Í DAG - FRÁ KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.