Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 35
ÞAÐ stytti upp á þriðjudaginn.
Náttúran hefur drukkið í sig lífs-
safann undanfarnar tvær vikur.
Hún er drukkin, hún er að springa
út; skógar og engi, garðar og tún,
snarbrattar hlíðar og værðarlegar
eyjar. Þetta verður allt orðið
hvanngrænt eftir viku, segja
heimamenn á sinni fornyrtu mál-
lýsku. Þar sem nú er gul sina verð-
ur kafagras. Fyrstu helgina í maí,
hvert ár, skipuleggur ferðafélagið
við Innri-Sunnfjörð gönguferð um
heiðarnar á Straumsnesi. Já, við
ætlum í göngutúr.
Við höldum út með Dalsfirði,
krækjum fyrir Flekkefjörð og
keyrum framhjá Lillingstone-hús-
inu, þar sem enskir aristókratar
bjuggu í heila öld. Kannski fáum
við okkur eitthvað að borða þar á
leiðinni heim? Gönguhópurinn bíð-
ur okkar við traktorsslóða upp af
bænum Innra Åsnes. Bóndinn á
bænum er að bera kúamykju á
bröttu túnin sín. Oj bara, þetta er
ógeðsleg fýla, segja börnin. Nei,
þetta er svo góð lykt, segja foreldr-
arnir, þetta er vorlykt. Börnin segj-
ast engan áhuga hafa á einhverju
„kúaskítsfýluvori“. Þau eru alfarið
á móti þessari gönguferð. Einmitt
þegar búið var að setja upp
trampólínið heima í Dalsåsen, segja
þau, þurfum við endilega að fara í
einhverja helvítis „kúaskítsgöngu“.
Við erum allt í allt 25 og aldurinn
frá 8 ára og upp í 75, segir leið-
sögumaðurinn sem heitir Oddvar
Åsnes, og bætir því við að leiðin
upp á heiðina kallist „Ingridsstien“
og að sá stígur sé nokkuð brattur á
köflum.
Fyrsti spottinn liggur eftir trakt-
orsslóðanum upp í fjallshlíðina en
svo komum við að litlu tréskilti og
þar beygjum við inn í dimman
greniskóginn. Bolir trjánna eru
ótrúlega háir og beinir og skóg-
arbotninn mjúkur. Maður býst
hálft í hvoru við að sjá brauðmola á
stígnum eftir Hans og Grétu. Og
þarna í svartri moldinni er greini-
legt far eftir stórar klaufir. Skóg-
arguð skjögrar milli trjánna. Nei,
þetta er eftir hjört, segir Oddvar,
það er mikið af þeim en þeir eru
mjög styggir. Þegar ofar dregur
tekur við laufskógur, þótt engin
séu laufin, í besta falli brum. Það
er rétt að Ingrids-stígurinn er
brattur, og varla fyrir lofthrædda
mætti bæta við en það má reyndar
segja um Noreg eins hann leggur
sig. Uppi á brúninni tekur Sylv-
stein-heiðin við, þar er allt vaxið
mittisháum einiberjarunnum. Við
erum í 400 metra hæð beint fyrir
ofan lygnan sjóinn í þröngum firði.
Við göngum lengra inn á heiðina og
æjum við hlaðna ferkantaða vörðu.
Útsýnið er stórfenglegt. Í suðri
raða sér fjallsranar í daufbláum lit-
brigðum fram í sjóinn eins og risa-
vaxin dýr sem standa á vatnsbakka
til að svala þorsta sínum. Í vestri
opnast hafið í bláu mistri með ótal
eyjum. Þarna úti er eyjan Utver,
vestasti staður Noregs, segir Oddv-
ar, þar er stór viti og steinhella úr
hörðu bergi með djúpum rákum frá
víkingatímanum. Talið er að víking-
arnir hafi notað hann til að brýna
sverð sín á leið sinni til Skotlands
og Írlands. Og ef skyggnið væri
betra í dag ættum við að geta séð
nokkra olíuborpalla. Þegar dimmir
getur maður sé eldana frá þeim.
Við göngum suður heiðina í átt
til Vardea-heiðar. Aldursforseta-
rnir í hópnum þeir August og Leiv
eru fyrrum bændur við Dalsfjörð,
þeir komu með báti yfir fjörðinn til
að slást í för með hópnum. Þeir
kenna börnunum að tálga göngu-
prik og segja okkur að heima hjá
þeim sé stytta af Ingólfi Arnarsyni,
sama styttan og í Reykjavík. Ing-
ólfur og Leifur komu nefnilega héð-
an frá Dalsfirði, segja þeir. Þeir
hafa áreiðanlega brýnt sverð sín
við steinhelluna á Utver. Ég er
frændi Leifs, segir Leiv og hlær
með björtum augunum. Ætli það
hafi ekki verið 1955 þegar íslenski
forsetinn kom á farþegaskipinu
Heklu hingað inn í fjörðinn og það
var kór fram á bryggju. Það er
ógleymanlegt og svo var styttan
sett upp í túninu heima hjá okkur.
Þeir August og Leiv hafa, eins og
margir Norðmenn á þessum slóð-
um, föðurlegar kenndir gagnvart
Íslendingum. Þeir eru stoltir af af-
kvæminu og hlæja góðlátlega að
unglingastælunum.
Eftir að hafa gengið í klukkutíma
í gegnum einiberjarunna, stiklað
yfir mýri og þrætt einstigi upp og
niður kletta, komum við að gömlu
seli á Vardea-heiðinni. Þar var búið
að kveikja í viðarkubbi í eldstæði
sem var útbúið í vegghleðslu. Vatn
var hitað í stórum katli og hópnum
boðið upp á ketilkaffi. Einhver
hafði tekið með sér pylsur og þær
voru grillaðar á steinhellu við hlóð-
irnar. Það var svolítil réttarstemn-
ing þarna við hlaðna veggi kringum
gamalt sel, hátt upp á heiði vestast
í Noregi. Þetta er hin fullkomna
hamingja í augum Norðmanna, var
okkur sagt. Og börnin? – Jú þau
voru að tálga prik.
Kúaskíts-
ganga
Bréf frá Noregi
eftir Hjálmar Sveinsson
Fréttasíminn
904 1100