Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 37
faldaðist á fáeinum árum og munu uppboð Sotheby’s í Hong Kong sem hófust 2004 eiga ekki svo lítinn þátt í þeirri þróun, eða svo álítur Xiaoming Zang, fulltrúi firmans í Kína. Sjálfur listamaðurinn Zhang Xiaogang er enn í hálfgerðu losti eftir 31. mars, trúir varla að þetta hafi átt sér stað, svarar ekki í síma og listhöndlarar ná ekki sambandi við hann. Á sama uppboði fékkst einnig metverð fyrir sex aðra kínverska listamenn: Chen Yifei (1946–2005), Fang Lijun (f. 1963), Liu Xiaodong (f. 1963), Wang Guangyi (f. 1957), Xu Bing (f. 1955) og Zhang Huan (f. 1965). Ekki ónýtt að vera sér meðvitandi um þessi nöfn þótt nokkru erfiðara kunni að vera að muna þau. Vel að hyggja að á hinn veginn mun jafn erfitt fyrir þá asísku að muna nöfn Ásgríms, Jóns Stefánssonar og Kjarvals sem eru nákvæmlega viðlíka óþekkt á þeim fjarlægu slóðum. Hér um samtímalist (Contempor- ary Art) í sannasta og víðasta skilningi hugtaksins að ræða, síður afmarkaðan geira sem skiptir lit eftir hentugleik- um listpáfa og sýningarstjóra. Suðaustur-Asía lætur ekki sitteftir liggja og hjá bæði Christ-ie’s og Sotheby’s hefur fengistmetverð fyrir verk indverskra abstraktmálara. Varla kannast margir hérlendir við nafn málarans Vasudeo S. Gaitonde (1924–2001), en nafnlaust málverk hans frá 1975, met- ið á 800.000 dollara, var nýlega slegið á 1,47 milljónir hjá Christie’s og mál- verkið Tapovan frá 1972 eftir Syed Haider Raza (f. 1922) fór á nákvæm- lega sömu upphæð hjá Sotheby’s, ásamt metverði á verkum marga ann- arra. Fleiri indverskir nútímalista- menn hafa náð milljón dollara mark- inu, þannig var málverkið Mahisasura eftir Tyeb Metha (f. 1925) slegið á nær 1,6 milljónir dollara á fyrra uppboðs- tímabili. Ekki láta andfætlingar okkar sitt eftir liggja, en þróunin þar af öðrum og lengri toga. Þannig var málverkið „Upwey Landscape“ eftir Fred Will- iams (1927–1982) slegið á 1,4 milljónir dollara á uppboði ástralskrar listar hjá Christie’s í Melbourne 10.–11. apr- íl, matið var 5–800.000. Að ósekju má bæta við að listamaðurinn sjálfur mun hafa fengið sem samsvarar 1.500– 2.000 dollurum í lófann fyrir málverk- ið 1966! Minna en sólarhring seinna var metið slegið þá málverkið „The Bar“ eftir John Brack (1920–1999) kleif upp í 2,2 milljónir dollara á upp- boði hjá Sotheby’s, sem er um leið hæsta verð sem fengist hefur fyrir tuttugustu aldar verk ástralsks mál- ara. Þetta allt einungis talið upp til að undirstrika að sjónhringur myndlist- arinnar er alltaf að stækka hvað sem allri heimsvæðingu líður, enginn einn staðall né ein miðja til, mun frekar að leitað sé eftir hinu upprunalega og jarðtengda á hverjum stað. Öll upp- talningin má teljast afar lærdómsrík fyrir okkur hér á norðurhjaranum, einkum þó vægi þess að rækta eigin garð og ímyndir, um leið skal öllum gluggum haldið opnum, ekki einungis einum ljóra sem vísar í austurátt. Þá er listin ekki eintal á milli fárra heldur skal hún andleg næring og gleðigjafi háum og lágum. Gerist helst með skipulagi í framkvæmda- og sýning- armálum ásamt fjölþættri samræðu á opinberum vettvangi, jafnframt skil- virkni og gagnsæi á gang mála. Um- fram allt útilokun allrar einsýni og að örfáir sjálfskipaðir eigendur listarinn- ar hafi undirtökin í fjölmiðlum og fé- lagssamtökum listamanna. Hér tilefni til að minna á aðalfund Sambands ís- lenskra myndlistarmanna 10. maí, og mikilvægi þess að félagsmenn samein- ist um mannréttindi, einkum kröfuna um að geta óháð brauðstriti komist til vinnu sinnar á vettvangi sínum … – Dagana sem þessi pistill var að mótast í tölvunni átti sér stað tákn- rænt uppboð hjá Christie’s og Sothe- by’s í New York. „Skiliríið“ Madama Ginoux eftir van Gogh málað 1890 var slegið á því sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna hjá Christie’s, sem var í góðu samræmi við matið. Málverkið nokkuð frá því að vera eitt hans besta og því brá nafninu skilirí fyrir í pressunni. Hitt til muna athyglisverðara, að málverkið „Le Repos“ eftir Picasso, málað 1932 og stórum lengra frá því að vera eitt hans besta var á sama uppboði slegið á 34.736.000 dollara (2,6 milljarða króna), en einungis metið á 20 millj- ónir dollara. Daginn eftir var öllu nafnkenndara verk meistarans, „Dora Maar með kött“ frá 1941, slegið á 95,2 millónir dollara hjá Sotheby’s eða ríf- lega sjö milljarða íslenskra króna, matið einungis 50 milljónir dollara! Hér fer tvennt saman; enginn listgeiri hefur undirkastast harðara niðurrif en málverkið, sem alltaf rís þó jafnaðar- lega aftur á fæturna, og enginn málari verið afskrifaður jafn oft af „betur vit- andi“ en Pablo Ruiz Picasso. Lær- dómsríkt! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 37 H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.