Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 39
skuli skattlagðar með lægri prósentu heldur
en launatekjur? Rökin eru sögð þau, að ella
hverfi fjármagnið úr landi. En má ekki búast
við því að launþegarnir taki upp á því einn
góðan veðurdag að hverfa úr landi í þeim mæli
að það valdi erfiðleikum?
Pólitíkin
Þessi málefni hafa
lítið verið rædd á op-
inberum vettvangi
og má það furðu sæta. Það var t.d. athygl-
isvert, að þegar skjótfenginn gróði nokkurra
stjórnenda Íslandsbanka varð að fréttaefni á
sínum tíma og þótt fram kæmu upplýsingar
m.a. hér í Morgunblaðinu um að allt aðrar
reglur giltu t.d. í Bandaríkjunum um kaup og
sölu stjórnenda á hlutabréfum í því fyrirtæki,
sem þeir starfi hjá, sýndu hvorki ráðherrar né
alþingismenn því nokkurn áhuga að taka þessi
mál til umræðu og velta því fyrir sér hvort til-
efni væri til að setja sambærilegar reglur um
slík viðskipti hér eins og annars staðar og þá
ekki sízt í þeim löndum, þar sem kapítalism-
inn er hvað þróaðastur. Hvað skyldi valda
þessari ótrúlegu þögn ráðherra og þing-
manna? Það má kannski líka spyrja hvað valdi
þögn verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál.
Forystusveit hennar hefur ekki haft uppi
mikla tilburði til að gagnrýna það fyrirkomu-
lag, sem hér ríkir í þessum efnum. Kannski er
ástæðan fyrir þögn ráðherra, þingmanna og
verkalýðshreyfingar einfaldlega sú, að allt er
þetta svo nýtt hér að menn eru kannski ekki
búnir að átta sig á hvað er að gerast á þessu
sviði.
En það blasir við öllum, sem vilja á annað
borð fylgjast með því. Tilkynningar um kaup
og sölu stjórnenda í fyrirtækjum berast til
Kauphallar Íslands, þegar um almennings-
hlutafélög er að ræða, sem skráð eru á mark-
að. Allt er þetta nú orðið gert fyrir opnum
tjöldum. Um þessi viðskipti gilda ákveðnar
reglur en spurningin er sú hvort þær eru
orðnar eitthvað fornfálegar í ljósi þeirrar öru
þróunar, sem er í viðskiptalífinu hér.
Hvað sem öðru líður er orðið tímabært að
skoða þessi mál ofan í kjölinn. Ríkisstjórn og
Alþingi eiga að taka þessi mál til skoðunar og
umræðu. Það er ástæða til að taka saman yf-
irlit um það hver staða mála er hér og bera
saman við þær reglur, sem gilda um áþekk
viðskipti annars staðar.
Slík samantekt og slíkar umræður eru ekki
til marks um fjandskap við kaupréttarkerfið.
Þvert á móti er Morgunblaðið þeirrar skoð-
unar að það geti verið sjálfsagt og eðlilegt í
atvinnulífinu, þótt það mætti að mati blaðsins
ná til fleiri starfsmanna í þeim fyrirtækjum,
sem á annað borð hafa tekið upp gerð kaup-
réttarsamninga við einstaka starfsmenn.
En það þarf að sníða agnúana af þessu eins
og svo mörgu öðru í viðskiptalífinu. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að jafnan þegar orð
er haft á að einhverju megi breyta á þeim
vettvangi kemur upp sterk andstaða við slíkt.
Glöggt dæmi um það eru umræður, sem fram
fóru hér á þessum vettvangi við ýmsa aðila
viðskiptalífsins á árinu 1990 um umbætur á ís-
lenzka hlutabréfamarkaðnum sem þá var tal-
inn svo fullkominn að engu mætti breyta.
Sjónarmið Morgunblaðsins voru afgreidd með
því að um vanþekkingu blaðsins væri að ræða
þótt þær ábendingar, sem hér voru settar
fram, væru allar teknar upp úr skýrslu sem
sænskt ráðgjafarfyrirtæki hafði gert að ósk
Seðlabanka Íslands á þeim tíma.
Viðskiptaráðherrann er lítið fyrir að setja
viðskiptalífinu ákveðinn starfsramma, svo að
ekki er við miklu að búast úr þeirri átt. En
kannski mætti búast við að einhverjir þing-
menn og jafnvel verkalýðshreyfingin geti haft
skoðun á þessum málum?
Kaupréttarsamningarnir eins og þeir eru nú
framkvæmdir eiga mikinn þátt í þeirri breyt-
ingu, sem er að vera á íslenzku samfélagi. Þeir
eiga mikinn þátt í þeim gífurlega tekjumun,
sem er að verða til á Íslandi en var ekki áður
nema kannski um takmarkaðan tíma í byrjun
síðustu aldar. Þeir eiga mikinn þátt í því að
hér er að verða til yfirstétt af svipaðri gerð og
lengi hefur verið til í öðrum löndum. Það er
hins vegar þeim mun erfiðara hér vegna fá-
mennis og návígis. Viljum við slíkt samfélag?
Morgunblaðið/Ásdís
Trollið gert klárt.
Ekkert uppnám hefur
orðið vegna þessara
viðskipta eins og varð
fyrir nokkrum árum,
þegar í ljós kom hvers
konar samninga
bankaráð Kaupþings
banka hafði gert við
æðstu stjórnendur og
þeir tóku þá ákvörðun
um að falla frá. Það er
að sjálfsögðu grund-
vallarmunur á því,
hvort bankaráð eða
stjórn bankans gerir
slíka samninga fyrir
luktum dyrum eða
hvort þeir eru gerðir á
aðalfundi viðkomandi
banka eða fyrirtækis.
Laugardagur 6. maí