Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 42

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 42
42 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LJÓÐASAMKEPPNIN Ljóð unga fólksins 2006 hefur staðið yfir í al- menningsbókasöfnum landsins und- anfarnar vikur. Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingastarf á bóka- söfnum, stendur að keppninni og er þetta í fimmta sinn sem hún er hald- in. 21 bókasafn tók þátt og barst mik- ill fjölda ljóða en eftir grisjun í bóka- söfnum fóru um 450 ljóð áfram til dómnefndar sem var skipuð Iðunni Steinsdóttur rithöfundi, Stefáni Mána rithöfundi og Kristjáni Krist- jánssyni rithöfundi og bókaútgef- anda. Eins og áður verður ljóðakver gef- ið út með vinningsljóðunum ásamt úrvali ljóða úr samkeppninni. Að vinna í þriðja sinn Snærós Sindradóttir, sigurvegari í flokki 13 til 16 ára hefur tvisvar áður unnið til fyrstu verðlauna í þessari ljóðakeppni. Hún hefur sent ljóð inn í keppnina annað hvert ár og í öll skiptin hlotið fyrsta sætið. „Ég vann tvisvar í yngra flokknum, fyrst þegar ég var 10 ára og aftur þegar ég var 12 ára og síðan núna þegar ég er 14 ára,“ segir Snærós glöð í bragði. Snærós getur tekið þátt einu sinni í viðbót í keppninni, árið sem hún verð- ur 16 ára, og segist auðvitað stefna á að senda ljóð inn þá. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Snæ- rós þegar gefið út eina ljóðabók. „Ég gaf út ljóðabók 7 ára en bara innan fjölskyldunnar. Hún hét Lumbrað á ljóðum og var dreift í ein- hverjum tuttugu eintökum. Pabbi hjálpaði mér reyndar með hana.“ En Snærós á ekki langt að sækja skáld- skapargáfurnar því faðir hennar er Sindri Freysson rithöfundur. Aðspurð hvort hún semji ekki sög- ur líka gefur hún lítið fyrir það. „Ég hef aðeins skrifað af sögum og lenti fyrir nokkrum árum í öðru sæti í smásagnasamkeppni Æskunnar. En mér gengur samt miklu betur með ljóðin, ég er alltof óþolinmóð fyrir sögurnar.“ Mistúlkaðar tilfinningar Það kemur á óvart að þessi hug- myndaríka stúlka stefnir ekki á það að verða skáld í framtíðinni. „Ég stefni á að læra leiklist en mun líklega hafa skriftir sem áhugamál,“ segir hún brosandi. Um sigurljóðið segir Snærós að það sé svolítið biturt. „Það er í gróf- um dráttum um það þegar maður hefur tilfinningar í garð einhvers, hvort sem þær eru góðar eða vondar og mistúlkar þær, heldur t.d. að mað- ur elski manneskjuna en gerir það ekki.“ Snærós segist ekki vera lengi að semja hvert ljóð og að sigurljóðið hafi aðeins tekið hana nokkrar mín- útur. Það er misjafnt hvað hún skrif- ar um en allt sem er hlutbundið ratar ekki inn í ljóðin hennar. „Ég sem ekki ljóð um neitt sem er hlutbundið, ein- göngu huglægt. Mér finnst hlut- bundið ekki nógu spennandi.“ Þótt ljóðin renni upp úr þessu unga skáldi segist hún ekki vera með aðra ljóðabók á leiðinni á næstunni. Bókmenntir | Ljóðasamkeppni unga fólksins 2006 Of óþolinmóð fyrir söguskrif Morgunblaðið/Ásdís Snærós Sindradóttir sigraði í Ljóðasamkeppni unga fólksins í þriðja sinn. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Blekking Án orða án hugsana blekkjum sjálfið og höldum að við elskum. Grípum í tómt því við flýjum og þráum öll í einu. Berjumst við tárin um leið og við lokum á umheiminn. Harmurinn er ekki. Blekkingin er ekki. Sigurljóð Snærósar Í flokki 9-12 ára: 1. sæti: Ína Sigrún Rúnarsdóttir, 12 ára, Akranesi, fyrir ljóðið Pabbi 2. sæti: Solveig Óskarsdóttir, 12 ára, Kópavogi, fyrir ljóðið Vorkoma 3. sæti: Skúli Geir Ólafsson, 11 ára, Selfossi, fyrir ljóðið Lestur Í flokki 13-16 ára: 1. sæti: Snærós Sindradóttir, 14 ára, Reykjavík, fyrir ljóðið Blekking 2. sæti: Aldís Buzgó, 14 ára, Mosfellsbæ, fyrir ljóðið Ævintýri 3. sæti: Bylgja Ösp Pedersen, 13 ára, Akranesi, fyrir ljóðið Unglingur Verðlaunahafar Eurovision 2006 Þann 18. maí fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Eurovision. Þetta er blað sem lesendur hafa við hendina 18. og 20. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. Meðal efnis: • Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni. • Tískan í Eurovision. • Íslensku Eurovision-lögin í gegnum tíðina. • Saga af Silvíu Nótt. • Rætt við íslensku Eurovisionfarana. • Saga keppninnar rakin í stuttu máli og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 17:00 mánudaginn 15. maí. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is DANSVERK eftir Katrínu Hall, list- rænan stjórnanda Íslenska dans- flokksins, var frumsýnt hjá Staatstheater Darmstadt í Þýskalandi í gær. Katrín hefur dval- ið að undanförnu í Darmstadt í Þýskalandi við að semja verkið. Verk Katrínar ber nafnið Instant Smile og verður hluti af sýningu sem nefnist Last Minute. Ásamt Katrínu eru það Jochen Ulrich og Mei Hong Lin sem eiga verk á sýningunni. Von er á Katrínu bráðlega aftur til landsins vegna undirbúnings á sýn- ingu Íslenska dansflokksins og Maska Production á Við erum öll Marlene Dietrich, en sýningin kemur aftur til Íslands á Listahátíð í maí. Dans | Instant Smile frumsýnt erlendis Katrín Hall í Þýskalandi Katrín Hall ORGELIÐ í Dómkirkjunni er ekk- ert á við tryllitækið í Hallgríms- kirkju, en engu að síður var hljóm- urinn í því voldugur þegar Douglas A. Brotchie lék prelúdíu eftir Buxte- hude á tónleikum á sunnudaginn. Mismunandi raddir voru í sannfær- andi jafnvægi og stígandin í túlk- uninni var markvisst byggð upp með kraftmiklum hápunkti. Svipaða sögu er að segja um Aríu eftir Eric Smith og sálmaforleikinn „Herr Christ, der einig Gottes Sohn“ eftir sama tónskáld, auk sálmaforleiksins „Víst ertu Jesús, kóngur klár“ eftir Pál Ísólfsson. Leikur Brotchies var fínlegur en að sama skapi blæbrigðaríkur og var verulega gaman á að hlýða. Ekki eins bitastæð var Tokkata Jóns Nordal, sem var eitt af stærri verkum dagskrárinnar. Fingraspil var nokkuð stirt, með þeim afleið- ingum að ógnarhröð hlaup virkuðu ekki eins yfirgengileg og þau hefðu þurft að gera og var heildarútkoman heldur varfærnisleg til að tónlistin nyti sín til fulls. Sálmaforleikurinn „Ich ruf zu dir“ eftir Buxtehude var ekki heldur ásættanlegur; raddvalið var frá- hrindandi og var tónlistin því ein- kennilega kuldaleg, sem fór henni ekki vel. Hinsvegar var sérstæður fugla- söngur yfir dulúðugu hljómaferli í Gaudeamus in loci pace eftir skoska samtímatónskáldið James MacMill- an einstaklega fallega útfærður af Brotchie. Og sama var uppi á ten- ingnum í Umbreytingu Krists á fjall- inu eftir Hafliða Hallgrímssom, sem telst reyndar seint til þess besta sem hann hefur samið; líkingamálið í tón- listinni er of augljóst, hún er svo yf- irborðsleg að það er ekkert eftir fyr- ir ímyndunaraflið. En Brotchie spilaði hana vel og krafturinn sem einkennir hana var fyllilega til stað- ar í túlkuninni. Þó er hugsanlegt að hann hefði mátt dempa sig aðeins; kannski var túlkunin of galvösk til að sú undiralda, er mögulega er til staðar í verkinu, gerði vart við sig. Óneitanlega hefði örlítil dýpt hefði gert músíkina áhugaverðari. Fuglasöngur í Dómkirkj- unni TÓNLIST Dómkirkjan Douglas A. Brotchie lék tónsmíðar eftir Buxtehude, Eric Smith, Pál Ísólfsson, Jón Nordal, James MacMillan og Hafliða Hallgrímsson. Sunnudagur 30. apríl. Orgeltónleikar Jónas Sen ♦♦♦ ÞAÐ VORU rólegheit í Fríkirkj- unni á sunnudagskvöldið. Um klukkutímalöng dagskrá var helguð kyrrðinni, þó ekki með þögn, held- ur afslöppuðum lögum á borð við Hneigðu þitt höfuð eftir Carl Niel- sen, ferðastu hljóðlega um heiminn eftir Bjarne Haar, Lýs milda ljós eftir Newman og fleira. Kristjana Arngrímsdóttir söng lögin og var túlkun hennar full- komlega í takt við músíkina. Hún var lágstemmd og yfirveguð auk þess sem tæknilegar hliðar söngs- ins voru eins og best verður á kos- ið. Röddin var þýð, tær og notaleg áheyrnar; söngstíllinn var einhvers staðar á milli þess að vera ljóða- og dægurlagasöngur, sem kom prýði- lega út. Útkoman var sérlega þægi- leg og vel til þess fallin að róa taugarnar, sem samkvæmt tón- leikaskránni var einmitt tilgangur tónleikanna. Hljómsveitin sem lék með Krist- jönu var öldungis frábær; silki- mjúkur harmóníkuleikur Tatu Kantomaa var unaðslegur á að hlýða og hlýlegur fiðluleikur Hjör- leifs Valssonar kryddaði tónlistina á sérlega smekklegan hátt. Aðrir hljóðfæraleikarar voru sömuleiðis frábærir og bakrödd Aspar Krist- jánsdóttur smellpassaði við söng Kristjönu. Óneitanlega var maður fullur æðruleysis á eftir! Guð gefðu mér æðruleysi TÓNLIST Fríkirkjan Kristjana Arngrímsdóttir söng kyrrðarlög við undirleik Hjörleifs Valssonar fiðluleik- ara, Arnar Eldjárn Kristjánssonar gít- arleikara, Jóns Rafnssonar bassaleikara og Tatu Kantomaa harmóníkuleikara. Sunnudagur 30. apríl. Söngtónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.