Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMRÆÐUM um þjónustu við aldraða hér á landi undanfarið hefur áhersla á stofnanavistun verið gagnrýnd. Í svörum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins hinn 11. apríl sl. kom fram að á höfuðborg- arsvæðinu væru nú sjö hjúkrunarrými á hverja 100 ein- staklinga 67 ára og eldri. Í nágrannalönd- unum væri meðaltalið sex rými á hverja 100 einstaklinga 67 ára og eldri. Fjölbreytni í búsetuúrræðum og aukin heimaþjónusta eru nú aðal áhersluatriði þeirra sem tjá sig opinberlega um þjón- ustu við aldraða, hvort heldur sem er fulltrúar aldraðra, stjórn- málamenn eða fagfólk. Það er vel. Í áðurnefndum Kastljósþætti kom einnig fram í máli heilbrigð- isráðherra að í könnun sem gerð var í Hafnarfirði, en þar eru um 80 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými, hafi komið fram að 70% þeirra töldu sig geta verið lengur á eigin heimili ef þeir fengju meiri heimahjúkrun og fé- lagsþjónustu. En hvað er átt við með aukinni heimahjúkrun og aukinni fé- lagsþjónustu? Er eingöngu átt við aukningu í þeim þjónustuformum sem fyrir eru? Næt- urþjónusta hefur t.d. verið takmörkuð en ljóst má vera að efla þarf slíka þjónustu verulega ef stofn- anavistun aldraðra minnkar. Á sama hátt og boðið er upp á dagvistun aldraðra mætti t.d. að bjóða upp á næturvistun aldraðra, þ.e. að hinn aldraði fari út af heimili sínu yfir nótt- ina þannig að umönn- unaraðilinn (líklega oftast öldruð eiginkona) fái svefn og hvíld og geti þannig tekist á við umönn- unarhlutverkið yfir daginn. Í bók sinni Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun (2005) bendir dr. Kristín Björns- dóttir á að í mörgum tilfellum leiði slíkur flutningur á ábyrgð á umönnun og meðferð frá starfs- fólki heilbrigðisstofnana til að- standenda, til álags, vanlíðunar og félagslegra erfiðleika á heim- ilunum. Flutningur á þjónustu inn á heimilin er víðtæk aðgerð sem tengist fjölda samfélagslegra þátta. Benda má á nauðsyn þess að tekið verði tillit til mögulegra fjarvista launamanna sem hugsa um aldraða foreldra sína heima t.d. með því að réttur til fjarvista vegna veikinda barna verði útvíkk- aður þannig að hann gildi einnig um fjarvistir vegna veikinda maka og foreldra. Þá má einnig vera ljóst að slík tilfærsla umönnunar aldraðra frá stofnunum inn á heimilin mun leiða til þess að maki, börn eða aðrir aðstandendur hins aldraða þurfi að draga sig að einhverju eða öllu leyti út af vinnumarkaði, tímabundið eða var- anlega. Á einhvern hátt þarf að bæta viðkomandi upp þann tekju- missi sem hann/hún verður fyrir. Skoða þarf hvort kerfi umönn- unarbóta geti komið til móts við slíkan tekjumissi, þ.e. að sá að- standandi sem annast hinn aldr- aða heima fái umönnunarbætur frá ríkinu, enda má segja að veru- legt opinbert fé sparist með minni stofnanavistun og að eðlilegt sé að hin aldraði og umönnunaraðilinn fái til sín hluta þess fjár. Þá þarf að skoða umrædda tilfærslu þjón- ustu út frá jafnréttissjónarmiðum því slík umönnunarstörf á heim- ilum munu líkast til frekar koma til kasta kvenna en karla. Staða kvenna á vinnumarkaði mun þann- ig hugsanlega veikjast frá því sem nú er sem sannarlega væri skref aftur á bak í jafnréttismálum hér á landi. Að öllum þessum þáttum þarf að hyggja við undirbúning þess ágæta skrefs að gera fleiri öldr- uðum einstaklingum en áður kleift að búa sem lengst á eigin heimili, með viðeigandi þjónustu og við viðunandi lífskjör. Frá stofnanaþjónustu til heimaþjónustu Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um þjónustu við aldraða ’Flutningur á þjónustuinn á heimilin er víðtæk aðgerð sem tengist fjölda samfélagslegra þátta.‘ Elsa B. Friðfinnsdóttir Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. LAND Í RANGÁRÞINGI Til sölu er 17 hektara landspilda í Ásahreppi, allt gróið land. Stutt í rafmagn, vatnsveitu og hitaveitu. Fjarlægð frá Reykjavík er um 90 km, bundið slitlag alla leið. Fallegt útsýni, m.a. til Heklu og Eyjafjallajökuls. . Nánari upplýsingar á www.fannberg.is og á skrifstofu Fannbergs fasteignasölu efh. í síma 487 5028. Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur Falleg og góð eign á vinsælum stað. Falleg, 102 fm íbúð á 2. hæð með svölum til suðurs í góðu hverfi, vestarlega í vestur- bænum og stutt í miðbæinn og alla þjónustu. Stofa, borðstofa og eldhús, sem eru í opnu rými. Flísar á gólfum og vel skipulagt rými lýsir vel upp þessa fallegu eign. Loft eru tekin niður á nokkrum stöðum fyrir skemmtilega halógenlýsingu sem setur fal- legan svip á eignina. Öll ljós í stofu, eldhúsi og forstofu eru dimmanleg með fjarstýringu. Sími: 534-8300 Fax: 534-8301 Kirkjustétt 4 - 113 Reykjavík www.storborg.is Vesturgata 69, 101 RVK - Opið hús www.storborg.is - 534 8300 - storborg@storborg.is STÓRBORG Júlíus Vífill Ingvarsson hdl. og löggiltur fasteignasali Fallega 5. herbergja 124 fm íbúð á 2. hæð á góðum stað í Þingholtunum 101 Reykjavík. 3 svefnherb og 2 stofur, þar af 1 herbergi tilvalið til útleigu með sérinngangi og aðgangi að salerni. Valdimar Örn Matthíasson 8692217, tekur á móti gestum á milli 15 og 16 í dag. Sími: 534-8300 Fax: 534-8301 Kirkjustétt 4 - 113 Reykjavík www.storborg.is Bergstaðarstræti 60A, 101 RVK - Opið hús www.storborg.is - 534 8300 - storborg@storborg.is STÓRBORG Júlíus Vífill Ingvarsson hdl. og löggiltur fasteignasali Í einkasölu glæsilegt fullbúið 120,9 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum 38,6 fm bílskúr, samtals um 159,5 fm. Glæsilegar innréttingar og gólfefni eru flísar. Glæsilegur garður með afgirtum ver- öndum og heitum potti. Verð 35,5 millj. Myndir af eigninni á netinu. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is VOGAGERÐI - VOGAR VATNSLEYSU KRÍUÁS 47 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14:00 TIL 16:00 Sérlega falleg íbúð á annarri hæð litlu fjölbýli á þessum góða stað í áslands- hverfinu í Hafnarfirði. Íbúðin er 98,3 fm með geymslu. Skipting eignarinnar: For- stofa, þvottahús, hol, eldhús með borðkróki, 3 svefnherbergi, baðherbergi, stofa, svalir og geymsla auk sameignar. Góð gólfefni og glæsilegt útsýni. Eign sem vert er að skoða. V. 21,9 millj. Björn og Silja bjóða ykkur velkomin Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunbrún - Hf. Þvottahús/efnalaug. Höfum fengið í einkasölu rótgróna efnalaug/ þvotta- hús ásamt fasteigninni Hraunbrún 40, þ.e. ca 250 fm einb/tvíb. sem skiptist þannig: Jarðhæð og bíl- skúr (hluti af efnalaug) þar sem efnalaug er til húsa, efri hæð og ris. Aðalhæð sérinngangur, stofa, borðstofa, eldhús, svefnherb., sjónvarps- hol o.fl., ris, 4 svefnherb. o.fl. Góð staðsetning, miklir mögu- leikar, góð húseign, húseign og fyrirtæki selt saman. Rótgróið fyrirtæki. Verð tilboð. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fréttir í tölvupósti Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.