Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ hefur verið rætt um Sundabraut í þessari kosningabar- áttu. Spurningin ætti að vera hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að leggja Sundabraut? Braut sem m.a var talin nauðsynleg forsenda fyrir samein- ingu Reykjavíkur og Kjalarness fyrir átta árum. Braut sem hefur verið rætt um í borg- arstjórn og ritað um í dagblöð linnulaust öll þau þrjú kjörtímabil sem R-listinn hefur verið við völd. Hvers vegna vita borgaryf- irvöld ekki ennþá hvort þau ætla yfir eða undir Sundin blá, innri leið eða ytri? Svarið við þessari spurningu er að finna milli línanna í grein Dags B. Eggertssonar í Morgunblaðinu síð- asta sunnudag. Og svarið er ann- aðhvort að Dagur og Samfylkingin hafa ekki áhuga á verkefninu eða hræðast það. Á hverjum standa spjótin? Samgönguráðherra skrifar grein í Morgunblaðið sem ber fyrirsögnina: „Fjármögnun Sundabrautar er tryggð“. Og hver eru viðbrögð Dags við þessari fyrirsögn og yfirlýsingu ráðherrans? Jú, Dagur segir m.a. í svargrein: „Þangað til ríkisstjórnin hefur komið sér saman og tekið af skarið um fulla fjármögnun verkefn- isins standa spjótin á henni.“ Spurn- ingin er: las Dagur ekki fyrirsögn ráðherrans? Og hér er ekki öll vit- leysan eins, því hún er a.m.k. tvöföld í þessu tilfelli. Í fyrsta lagi er afar hæpið að svara yfirlýsingu um að fjármögnun Sundabrautar sé tryggð með ábendingu um að spjótin standi á ríkisstjórn þangað til fjármögn- unin sé tryggð! Í öðru lagi væri það alrangt að einhver spjót stæðu á ráðherra í þessum efnum, jafnvel þó samgönguráðherra og ríkisstjórn hefðu engu lofað. Heimavinnan sem aldrei var unnin Dagur virðist gleyma að Reykjavík- urborg fer með skipu- lagsvald borgarinnar. Borgaryfirvöldum ber að ákveða hvar Sunda- brautin á að liggja, hvort hún fari innri leið eða ytri leið, á hábrú eða lágbrú, eða í botn- göng eða í jarðgöng. Borgaryfirvöld þurfa einnig að ákveða hvernig Sundabrautin mun tengjast öðrum stofnbrautum og gatnakerfi borgarinnar. Þessar ákvarðanir eru nauðsynlegar for- sendur fyrir framgangi málsins. Borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki tekið þær þó R-listaflokkarnir hafi haft til þess tólf ár. Að Dagur skuli kenna samgönguráðherra um þá staðreynd að borgaryfirvöld hafi ekki unnið sína heimavinnu í tólf ár er ótrúlegur málflutningur. Hvað myndir þú segja lesandi góður, við arkitekt, sem þú hefðir beðið um að teikna og staðsetja hús fyrir tólf ár- um? Hann hefði talað um verkið í öll þessi tólf ár án þess að vinna sína vinnu, en kvartaði nú yfir því að sá sem ætti að byggja húsið hefði ekki sýnt honum verkfærin sín? Stað- reyndin er að skipulagsþátturinn, sem og umhverfismatið sem báðir aðilar vinna að, eru nauðsynlegar forsendur þess að vegagerðin geti hafið sína verkhönnun. Borgaryf- irvöld hafa ekki, eftir tólf ára valda- setu, ákveðið legu Sundabrautar. Hver er málsvari íbúanna? Nýjasta afstaða Dags til Sunda- brautar felst í því að hann talar eins hann sé sérstakur málsvari íbúa í Laugarnesi og Grafarvogi. Stað- reyndin er hins vegar sú að það var umhverfisráðherra – ekki Dagur – sem úrskurðaði að leita yrði sam- ráðs við íbúa nærliggjandi byggða um hugsanlega legu brautarinnar. Áður en umhverfisráðherra felldi þennan úrskurð vakti hvorki Dagur né aðrir í Samfylkingunni máls á slíku íbúasamráði. Samt höfðu þau árafjöld til að hafa slíkt samráð. Samræðupólitík Samfylkingar Stiklum loks á stóru í samræðu- pólitík Samfylkingarinnar um Sundabraut sl. tíu ár. Í tillögu sam- starfsnefndar um sameiningu Kjal- arneshrepps og Reykjavíkur und- irritaðri 11.5. 1997, m.a. af þáverandi borgarstjóra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem fór fyrir nefndinni, segir m.a.: „Með nýrri forgangsröðun og áherslu á lagn- ingu Sundabrautar eins fljótt og auðið er gæti Álfsnes farið að byggj- ast innan 6-10 ára, en þar má reikna með um 4.800 íbúðum.“ Árið 2000 var Grafarvogsbúa farið að lengja eftir Sundabrautinni sem þremur árum áður átti að leggja „eins fljótt og auðið er“. Þá sagði Ingibjörg Sól- rún á fundi í Grafarvogi: „Sam- kvæmt samkomulagi borgarstjóra og samgönguráðherra verður gerð Samræðupólitík Samfylk- ingar um Sundabraut Guðlaugur Þór Þórðarson fjallar um Sundabraut Guðlaugur Þór Þórðarson BORG ELDRI BORGARAR Grandavegur 47 - íbúð 809 107 Reykjavík Opið hús í dag kl. 13.00-14.00 Verð: 29.900.000 Stærð: 86,6 Fjöldi herbergja: 3 Byggingarár: 1989 Brunabótamat: 12.880.000 Bílskúr: Bílskýli Glæsileg 3ja herb. íbúð á áttundu hæð fyrir 60 ára og eldri, með bílskýli og yfirbyggð- um svölum. Stórfenglegt útsýni út á Faxaflóann og víðar. Hol, opið inn í stofu með glæsilegu útsýni. Eldhús er með borðkrók. Tvö svefnherb. með fataskápum. Bað- herb. m. sturtukl. Þvottaherb. í íbúð. Geymsla í kj. Íbúð fylgir hlutdeild í sal á 10. hæð og aðgangur að heitum potti og gufu. Gangar í sameign eru rúmgóðir og með hús- gögnum. Sjónvarpsmyndavél í anddyri. Þvottaaðstaða fyrir bíl í bílskúr. Húsvörður. Eggert sölufulltrúi 893 1819 eggert@remax.is Ella Lilja Sigursteinsdóttir lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-16:00 KRÍUHÓLAR 4 - BJALLA 603 Falleg 2ja herbergja 63,6 fm útsýnis- íbúð á 6. hæð í góðu nýlega við- gerðu lyftuhúsi. Hurðir í stigagangi og dyrasímar voru endurnýjaðir ný- lega og húsið málað og klætt að ut- an á fallegan og vandaðan hátt. Verð 13,9 millj. Arndís og Kristófer taka á móti gestum í dag kl. 14:00-16:00 Sími 557 1642 og 695 3891. Mjög falleg 99 fm íbúð á 4. hæð, íbúð 0403, þ.m.t. 8,2 fm sérgeymslu í kj. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, 3 parketlögð herbergi, rúmgóða stofu með út- gangi á suðvestursvalir, eldhús með fallegri hvítri innréttingu og góðri borð- aðstöðu og baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Þvottaaðst. á baðherb. Húsið Steniklætt að utan að mestu og gluggar endurnýjaðir á norðurhlið. Laus fljót- lega. Verð 20,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Guðfinna og Sighvatur bjóða þig velkomin FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Fornhagi 15 - Góð 4ra herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SÓLVALLAGATA - PARHÚS Mjög vel staðsett 248,8 fm parhús með aukaíbúð í kjallara á eftirsóttum stað. Á 1. hæð eru þrjú herbergi, eldhús og baðherbergi. Á 2. hæð eru tvær sam- liggjandi stofur, baðherbergi, eldhús og tvö herbergi. Í risi eru tvö herbergi og baðherbergi auk geymslna undir súðinni. Í kjallara er þvottahús, geymsla auk 2ja herbergja íbúðar sem skiptist í eldhús, stofu, svefnherbergi og baðher- bergi. Góður garður er til suðurs. Á suðurhliðinni eru tvennar svalir, annars vegar á 1. hæð og hins vegar á 2. hæð. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 5695 Falleg íbúð á þessum vinsæla stað í Hlíðunum. Íbúðin er 97,5 fm með geymslu og er á annarri hæð. Skipt- ing eignarinnar: Hol, stofa, eldhús með borðkróki, 2 svefnherbergi, baðherbergi, auk þess er herbergi í kjallara, getur hentað vel til útleigu, laus fljótlega. V. 19,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Bogahlíð - Rvík ÖRLYGUR Steinn Sigurjónsson spyr mig í grein í Morgunblaðinu 28. apríl sl. hvaða ályktanir ég vilji að menn dragi af grein minni í sama blaði frá 8. apríl sem nefnist „Hvað eru ferðamenn að gera til Sviss?“ Mér er ljúft að svara þessari spurn- ingu hans: Þá ályktun að það sé fjar- stæða og endaleysa að virkjanir vatnsafls og jarðhita fæli ferðamenn frá að heimsækja Ísland og skaði ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ég tók dæmi af Sviss vegna þess að það er sameiginlegt með Sviss og Íslandi að það er stórbrotin náttúra beggja landa sem ferðamenn þangað eru að sækjast eftir fremur en bað- strendur, fornar menningarminjar eða skemmtanir, og svo vegna þess að Svisslendingar hafa þegar virkjað mestalla sína efnahagslegu vatns- orku. Ég hefði svo sem eins getað tekið Austurríki, Noreg, Kanada og jafnvel Bandaríkin sem dæmi. Í öllum þessum löndum hefur meirihluti, sumstaðar langmestur hluti, efna- hagslegrar vatnsorku þegar verið virkjaður án þess að það hafi skaðað ferðaþjónustuna. Meira að segja eru uppistöðulón virkjana þar víða vinsæl útivistarsvæði ferðamanna. Milljónir ferðamanna heimsækja árlega Niag- arafossana þótt stór vatnsorkuver séu þar bæði Bandaríkjamegin og Kanadamegin. Sviss er langt frá því að vera ein- hvers konar „ósnortin víðerni“ eins og stundum mætti ætla af um- ræðunni um Ísland sem ferðamanna- land að sé nánast skilyrði fyrir eft- irsókn ferðamanna. Um Sviss þvert og endilangt liggja malbikaðir bílveg- ir, þar á meðal hraðbrautir, járn- brautir og háspennulínur. Þessir veg- ir liggja sums staðar hátt upp til fjalla og þegar þeim sleppir taka við strengbrautir upp á hæstu tinda þar sem jafnvel er að finna veitingastaði. Ekkert af þessu fælir þar ferðamenn frá. Hví skyldu þá virkjanir á Íslandi gera það? Og hver er reynslan hér á landi til þessa? Koma færri ferðamenn í Svartsengi og á Nesjavelli vegna virkjana Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur þar? Forðast ferðamenn sunnanvert miðhálendið vegna virkjana Landsvirkjunar þar? Enn um ferðamenn í Sviss Jakob Björnsson svarar grein Örlygs Steins Sigurjónssonar Jakob Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.