Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 53

Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 53 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is OFANGREINT sagnaskáld birti grein nýlega í Morgunblaðinu um andstæðinga íhaldsins. Margend- urtekinn boðskapur hans þar er að Morgunblaðið ráðist í sífellu á Sam- fylkinguna, því hún sé sá andstæð- ingur sem íhaldið óttist. Hinsvegar séu Vinstrigrænir óskaandstæð- ingar þess, strigakjaftar sem fæli fólk frá vinstriöflunum. Það er nú sök sér hve fornlegur þessi málflutningur er, pistillinn gæti verið sjötugur, með breyttum flokksnöfnum einum. Það snýst um „ábyrga“ stjórnarandstöðu og „óábyrga“, alveg röksemdalaust. Því skáldið víkur ekki einu orði að stefnu, stjórnmálaágreiningi. Þessi pistill er samkvæmt stjórnmála- hugsun Sturlungaaldar. Fólk þarf bara að skipa sér í flokk, og skiptir þá mestu hverjir eru sigurstrangleg- astir, Sturlungar, Ásbirningar eða Oddaverjar, aldrei var um neinar hugsjónir að ræða hjá þeim fornu mafíósum, bara valdafíkn. En þegar Einar fjallar þannig um stjórn- málaflokka samtímans, þá finnst mér einu mega gilda hvað davíðinn heitir. Hitt er lýðræðislegt, að draga fram mismunandi stefnu flokkanna, og höfða til almennings með rökum fyrir að aðhyllast eina stefnu fremur en aðra. Hver er stefnumunur Vinstrigrænna og Samfylking- arinnar, hvernig greinir þessa flokka á við Sjálfstæðisflokkinn? ÖRN ÓLAFSSON, bókmenntafræðingur, Nørrebrogade 31 Dk 2200 Kbh. N. Stjórnmálafræði Einars Kárasonar Frá Erni Ólafssyni: VIÐ erum nýkomin heim úr löngu fríi á Kanaríeyjum. Þar urðum við vitni að mikilli þegnskyldu og manngæsku sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir sýndi samlöndum sínum, en hún var sl. vetur í hálfu starfi sem far- arstjóri hjá Sumarferðum, en notaði allan sinn frítíma til að hlúa að Ís- lendingunum á staðnum. Hún hafði fastan nánast daglegan viðtalstíma í kirkjunni, bænastundir, sinnti sjúk- um og öldruðum, annaðist og hug- hreysti aðstandendur þeirra sem veiktust og slösuðust. Þrjú dauðsföll urðu þar sl. vetur. Þar kom prest- urinn sterkur inn í sínum frítíma. Öll þessi störf innti hún af hendi endurgjaldslaust og fór allra sinna ferða fótgangandi, oft langar vega- lengdir. Við sáum að hún var oft þreytt en alltaf með bros á vör og tilbúin til að gefa af sjálfri sér til annarra. En það starf sem hún vann þarna í vetur var allt of mikið til að vera gert í þegnskyldu og hjáverkum, endurgjaldslaust og algjörlega pen- ingalaus. Jóna Lísa flutti til dæmis páska- messu í „sænsku kirkjunni“ á Kan- aríeyjum á páskadag, en um 400 Ís- lendingar sóttu messuna. Páskamessuna fjármagnaði hún af eigin rammleik. Það þurfti að greiða leigu fyrir kirkjuna, greiða undirleikara, kosta prentun o.fl. Einsöngvari við hátíðarmessuna var ungur íslenskur óperusöngvari, Jó- hannes Baldursson. Þessi yndislega helgistund varð til þess að við hjónin ræddum oft um það hvort ekki væri tímabært að biskup og ráðherra sjái til þess að prestur verði eftirleiðis t.d. í hálfu starfi á Kanaríeyjum á vet- urna, en þá eru að jafnaði 2–4000 Íslendingar dag hvern á eyjunum. Við erum þess fullviss að þús- undir Íslendinga myndu fagna ef þessi hugmynd yrði að veruleika. Við skorum á biskup og ráðherra að hugleiða þessi mál. MARGRÉT OG PÁLL JÓNSSON, Suðurhlíð 38c, Reykjavík. Þegnskylda og mann- gæska sr. Jónu Lísu Frá Margréti og Páli Jónssyni: Jóna Lísa Þorsteinsdóttir flutti páskamessu í „Sænsku kirkjunni“ á Kan- aríeyjum, sem um 400 Íslendingar sóttu. Rúmgóð og björt 132,6 fm, 4ra hebrergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi ásamt innbyggðum bílskúr. Vandaðar innréttingar og frábært útsýni. Verð 27.500.000 Sími: 534-8300 Fax: 534-8301 Kirkjustétt 4 - 113 Reykjavík www.storborg.is Jötnaborgir - RVK www.storborg.is - 534 8300 - storborg@storborg.is STÓRBORG Júlíus Vífill Ingvarsson hdl. og löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - SUNNUDAG KL.14-16 Kíktu í heimsókn til okkar á Drekavöllum 18 í dag frá kl. 14-16. Sölumenn verða á staðnum. Tvær glæsilegar fullbúnar sýningar íbúðir. Komdu og skoðaðu fallegar og vandaðar íbúðir í glæsilegu 9 hæða lyftuhúsi. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Björt 3ja herbergja íbúð á 2. hæð til hægri í 3ja hæða blokk. Sam- eign nýlega standsett. Aukaher- bergi í kjallara ca 10.fm. Fallegt nýlegt ljóst plastparket á holi og stofu. Verð. 16,6 millj. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 15 BLÖNDUBAKKI 16 Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 14-16 Hverfisgata11 - Hafnarfirði Mjög glæsilegt og skemmtilegt 149,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara á góðum stað við miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið hefur fallegt yfirbragð í gömlum stíl. Aðalhæð skiptist í stóra forstofu, hol, eldhús og tvær fallegar samliggjandi stofur sem hægt er að aðskilja með fallegri franskri hurð. Eldhús fallega uppgert í gömlum stíl. Efri hæð skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi og endurnýjað baðherbergi með kvistglugga. Gengið er inn á baðherbergi frá holi og beint frá hjónaherbergi. Hjónaher- bergi með fallegri tvöfaldri hurð, með frönsku gleri, út á suðursvalir. Í kjall- ara er þvottahús, herbergi og rúmgott rými með sérinngangi. Möguleiki á að útbúa séríbúð í kjallara. Í risi er stórt rými með glugga og lofthæð ca 1,75 metrar. Glæsilegur garður sem fellur inn í hraun að hluta til. Verð 37,5 millj. Hrannar tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.