Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 57 MINNINGAR Alltaf er maður jafn óundirbúinn að mað- urinn með ljáinn banki næst upp á hjá okkur. En svo varð að hann sótti systur mína í svefni föstudaginn 3. mars. Kolla var þriðja í röð átta systkina. Við vorum fimm alsystkin þegar foreldrar okk- ar slitu hjónabandi. Við vorum þá níu, átta, sjö, fimm og eins árs gömul. Þetta voru erfiðir tímar. Faðir minn fékk forræði yfir Kollu sem var þá aðeins sjö ára gömul. Auðvitað varð eftirsjá hjá okkur, og sérlega Kollu, að fara frá okkur. Auðvitað skaðaði það litla stúlku að þurfa að flækjast á milli heimila en þegar Kolla var 12 ára gömul kom hún til okkar aftur eftir að móðir okkar fékk forræði yfir henni á ný. Oft var glatt á hjalla í stórum hóp. Okkar leikvöllur var hraunið þar sem við áttum okkar drauma um annað en við vorum í raunveruleikanum og oft síðustu ár hlógum við að þessu þegar þetta bar á góma. Við fórum öll ung að vinna vegna erfiðleika heima við. Móðir okkar giftist aftur KOLBRÚN DIEGO HARALDSDÓTTIR ✝ Kolbrún Diegofæddist í Hafn- arfirði 27. ágúst 1942. Hún lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. mars. og þrjú börn bættust í hópinn. Ung kynntist Kolla manni sínum Sverri Gauta sem nú er lát- inn. Þau eignuðust fjögur börn. Kolla var ekki óvön að takast á við erfiðleika. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, þar voru margir þyrnar. Tím- inn fer alltaf hringrás. Börn Kollu og Sverris þurftu einnig að fara eftir grunnskóla að vinna fyrir sér. Já, Kolla gat flúið í sinn draumaheim. Þar birgði hún sig upp til að mæta næsta degi. Síðustu árin varst þú veik og þurftir að ganga með göngugrind ut- andyra með súrefniskút í. Bara ég hefði getað hjálpað þér meira. Þú varst alltaf svo þakklát. Elsku systir, ég veit að þér líður betur í faðmi þeirra sem á undan hafa farið. Það sem kom mér til að skrifa þessa grein um þig, kæra systir, var að mér fannst ég ekki vera að kveðja þig fimmtudaginn 16. mars heldur einhvern annan. Ég votta aldraðri móður, Jóa, Ester, Varða og Höllu samúð mína. Ég kveð þig með söknuði. Þín minning mun lifa í hjarta mínu. Þín systir Bentína. Elsku Magga, virðulegi stjórnarfor- maður, deildarstjóri, tengdamóðir og amma. Vinur minn og vitorðsmaður. Leyfðu mér að segja nokkur orð eins og þú gerðir svo oft. Vistheimilið 1981. Framhalds- meðferð fíkla stígur sín fyrstu skref í því sem þá hét „geðbatterí- ið“. Deigla alls konar hugmynda, gamalla og nýrra. Gildra og vit- lausra. Ranghugmynda? Trúvillu? Tvímælalaust! Allt fékk sitt tæki- færi nema kannski kreddurnar. Þarna varstu í essinu þínu. Ekkert þaggað niður, frekar auglýst eftir málsvara: Vill virkilega enginn halda þessu fram? Hvers á glat- aður málstaður eiginlega að gjalda? Sjúkdómur eða löstur? Skapgerð eða örlög? Primert eða sekúndert? Þú hélst utan um andstæðurnar. Hélst spennu á pólunum. Hvesstir djúpu augun þín á hið einstaka í MARGRÉT S. BLÖNDAL ✝ Margrét Sigríð-ur Sölvadóttir Blöndal geðhjúkr- unarfræðingur fæddist í Stokk- hólmi hinn 7. des. 1939. Hún lést á heimili sínu hinn 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. hverju máli. Hverjum manni. Voru sérhags- munir í húfi? Já svo sannarlega! Þú þekktir þá, en þú nenntir ekki að taka tillit til þeirra. Skemmtilegri hnöpp- um að hneppa! Þú trúðir því að það væri hægt að rífa sig upp úr ónýtum lífsfarvegi án þess að gangast undir lóbótó- míu. Án því sem næst klínískrar skilyrðing- ar. Þvert á móti halda upp á hið óvænta í lífi sínu. Gera daglegt kraftaverk hins forvitnilega. Sem engin formúla er til fyrir. Þú lifðir eftir þessu, þetta varst þú. Galdranorn? Jújú, einhverjir hefðu stundum verið til í að brenna þig, það er nokkuð víst. Leiftrandi uppreisn og húmor frá klukkan hálfátta á morgnana til tólf á kvöld- in. Það gat nú reynt á þolrifin í okkur hinum. Þrekið þitt og glettna sjálfgleymið voru að vísu alveg óskiljanleg. En þú varst meira hérna-megin-grafar en flest okkar. Alveg fram á síðasta dag. Og ert kannski enn, svona á okkar sístu augnablikum. Þú rakst þig á nokkur horn á lífsleiðinni enda sástu ekki alltaf fyrir. Hugsjónaprakkari. Styggðir auðvitað einhverjar smásálir. Ekki var það með ráðum gert (nema stundum!) en þú kipptir þér heldur ekkert upp við það. Enginn tími fyrir smámuni! Fylgi yfir fjöl- menni. Það henti þig líka að særa þá sem næst þér stóðu. Það þótti þér verra. Þú barst þann harm í hljóði og af virðuleik. Og þér var fyrirgefið. Kjörkuð, hvatvís, lífsglöð. Óhrædd og ótrauð. Innblástur fyrir litla fólkið. Amma gull! Fórst alltaf í manngreinarálit, það var yfirlýst. Vantreystir jöfn- uði. En mælikvarðinn var hvorki völd né metorð, ekkert frekar en þú ásældist sjálf slíkan hégóma. Þú hafðir lítinn skilning á reglum. Allt of almenns eðlis, þú hugsaðir ein- stakt. Það gat til dæmis verið mjög furðulegt að aka með þér í bíl! Samt varstu ein af forsjálu meyj- unum. Varkár á þinn hátt. Spar- aðir. Áttir alltaf á lampanum, þó hann brynni dag og nótt. Ég sakna þín. Og langar að senda þér þetta að gamni. Ef þú skyldir hafa lesgleraugun með í bandi um hálsinn: Ég þó um nótt mitt andlit undir vegg, undir klúrum ljósum himinkarma. Stjörnugeislinn salt á axaregg, áman kólnar fleytifull við barma. Kirfilega hliðið læst með lás, og láðið hart í samvisku og aga, hreins líns sannleik betri burðarás, birtist okkur varla um þessa daga. Í ámu leysist stjarnan líkt og salt, lokar myrkrið svölum fleti kyrrum, hreinni er dauðinn, saltara ólán allt, einlægari jörðin og skelfilegri en fyrrum. (Osip Mandelstam.) Sigurður Ingólfsson. ✝ Oddur Jónssonfæddist á Siglu- firði 6. desember 1930. Hann lést 27. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Oddssonar, útvegs- bónda á Siglunesi, og Báru Tryggva- dóttur. Bróðir Odds er Einar, f. 1932. Árið 1954 kvænist Oddur Svövu Aðal- steinsdóttur og bjuggu þau á Brim- nesi á Siglunesi til 1959. Þá fluttu þau til Siglufjarðar og áttu þar heima eftir það. Börn þeirra, sjö talsins, eru: 1) Aðalsteinn, f. 1955, búsettur á Ísafirði. Fyrri kona Lí- ney Kolbeinsdóttir, þau eiga þrjá syni. Sambýliskona Aðalsteins er Sveinsína Sigurgeirsdóttir. 2) Ásta Jónína, f. 1957, búsett á Siglufirði, maki Tómas Pétur Óskarsson, þau eiga þau tvo syni. 3) Jón, f. 1958, d. 2003, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Sig- ríði Ragnarsdóttur, þau eiga þrjú börn. 4) Sigurður, f. 1960, býr á Suðureyri. Fyrri maki Jóna Sig- ríður Guðmundsdóttir, þau eiga fjögur börn. Núverandi maki er Margrét Þórarins- dóttir. 5) Gunnlaug- ur, f. 1962, býr á Siglufirði, maki Helga Freysdóttir, þau eiga fjögur börn. 6) Davíð, f. 10. desember árið 1975, lést sama dag. 7) Bára Pálína, f. 1977, búsett í Noregi, sambýlismaður Óm- ar Örn Sigmarsson, þau eiga eina dótt- ur. Oddur ólst upp á Siglunesi og sótti barnaskóla á Siglufirði. Þá fór hann fljótlega að heiman til vinnu, m.a. í Viðey og á Keflavíkurflugvelli. En eftir það var hann m.a. á síld og vann í Tunnuverksmiðjunni og í Síldar- verksmiðjunum og við það annað sem til féll. Í nokkur ár var hann umsjónarmaður í Barnaskóla Siglufjarðar. Árið 1968 keypti Oddur með öðrum trilluna Máv SI 76 og var sjómennskan og fisk- verkun aðalstarf hans upp frá því. Vorið 1999 veikist Oddur og dvaldist eftir það á Heilbrigðis- stofnun Siglufjarðar. Útför Odds var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju 8. apríl. Oddur Jónsson er af þeirri kynslóð Íslendinga sem tengja þúsund ára fortíð þjóðarinnar og nútímann sem hófst á fyrri hluta 20. aldar. Hann var Siglnesingur í húð og hár og ólst upp í foreldrahúsum á Siglunesi og tók strax og hann vettlingi gat valdið virkan þátt í bústörfum og sjósókn með föður sínum Jóni Oddssyni bónda og hákarlaveiðimanni. Í æsku lærði hann flest það sem nema mátti til að þekkja náttúruna og að lifa á harðbýlum stað. Til að hey- skapurinn lukkaðist á stuttu og um- hleypingasömu sumri eða fénaðurinn færist ekki í ótryggri fjörubeit að vetri varð að kunna góð skil á veðrum og vindum. Það sama gilti um sjómennskuna. Báturinn smíðaður í nausti og svo urðu menn að þekkja miðin eins og haglendið heimavið. Róa þangað sem helst var afla von miðað við árstíð og hafstrauma. Og þær fiskislóðir voru ekki sóttar nema þekkja fjöllin í landi og taka af þeim rétt mið. Og stöðugt varð að hafa gát á krappri báru og bliku á lofti. Þessa þekkingu sem var eins og lífsþráður eða fjöregg landsmanna í þúsund ár færði Jón á Nesi í hendur syni sínum Oddi og hann kom aftur að mörgu leyti áfram til sona sinna, þeim Aðalsteini, Jóni, Sigurði og Gunnlaugi sem allir urðu sjómenn. Rauðmaga- og grásleppunetin felld að vetri og lögð snemma vors. Silung- anet í Neskrók þegar á leið. Læðst að þekktum selaklöppum og bragðmikið selaketið snætt með söltuðu spiki. Harðfiskur og hákarl sjálfsögð fæða allt árið um kring og gómsæt kríuegg í lok maí. Ótal ferðir á báti sínum í Héðinsfjörð í öflun nýmetis úr sjó- fuglabyggðum eða veiðivatni. Vak- andi auga á öllu umhverfinu. Þannig gekk lífið – þar sem mað- urinn er hluti af náttúrunni og nýtir gjafir hennar af kappi án þess þó að ganga of langt. Útgerð á trillum sem allar báru nafnið Mávur SI 76 var lífsstarf Odds þótt hann reyndi fyrir sér á öðrum sviðum um skeið, svo sem að vera há- seti á síldarskipi, vinna í síldarverk- smiðju, tunnuverksmiðju eða við hús- vörslu í barnaskólanum. Sjósókn, fiskveiðar og fiskverkun var það sem Oddur kunni best og færði honum og fjölskyldu hans örugga lífsafkomu. Þó svo að tölvustýrðar veðurspár, radar, gps-staðsetningartæki og djúpsjár töfrum líkastar hafi tekið við af gamalli huglægri þekkingu er hennar og vökuls auga sífellt þörf. Réttur skilningur á náttúrunni og til- finning fyrir öflum hennar er það sem alltaf gerir gæfumuninn. Allt er breytingum háð. Hin æva- forna þekking sem við fluttum með okkur til landsins og þróuðum í 1100 vetur og sumur er að glatast. Hver kann lengur að smíða árabát úr reka- viði eða beita seglum? Svona spurn- ingar og ýmsar fleiri sem snerta framtíð sjávarútvegs og rótgróinna útgerðarbæja eins og Siglufjarðar vakna í huga mínum þegar veiðimað- urinn og náttúrubarnið Oddur Jóns- son er kvaddur úr þessum heimi. Svövu, eftirlifandi sonum hennar og dætrunum Ástu og Báru sendi ég samúðarkveðjur. Örlygur Kristfinnsson. ODDUR JÓNSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR frá Bíldudal, Þangbakka 8, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Hannesson, Björn Jónsson, Hallfríður Kristinsdóttir, Hlynur Þór Björnsson, Kristín Birna Björnsdóttir, Margrét Ásdís Björnsdóttir. Ástkær eiginkona mín og systir, HELGA ELDON lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut miðvikudaginn 3. maí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. maí kl. 11.00. Gunnar Guðjónsson, Sveinn Eldon, Hannele Eldon, Hlín Eldon, Einar Eldon og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mág- kona, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, MARGRÉT VALLÝ JÓHANNSDÓTTIR, Bragagötu 36, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 1. maí verður jarðsungin frá Hall- grímskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Dalvíkurkirkjugarði miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Páll Magnússon, Hlynur Sigursveinsson, Elísabet Sigursveinsdóttir, Elías Þór Höskuldsson, Bjarki Sigursveinsson, Betina Carstens, Friðrikka E. Óskarsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Þórólfur H. Hafstað, Valgerður María Jóhannsdóttir, Guðmundur Freyr Hansson, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Magnús Pálsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.